Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. apríl 2025 14:08 Robert F. Kennedy Jr. er kominn ansi langt frá arfleið valdafjölskyldunnar sem hann tilheyrir, eins og nýjasti þáttur Skuggavaldsins kemur inn á. Michael M. Santiago/Getty Images Æðstu metorð, glæstar vonir og ótrúlegur harmur einkennir sögu Kennedy-fjölskyldunnar líkt og rakið er í lokaþætti í þríleik hlaðvarpsins Skuggavaldið um Kennedy-fjölskylduna. Prófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir ræða um lokahnykkinn í sögu fjölskyldunnar sem á stundum virðist líkari grískum harmleik, þar sem dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma. Einn áhrifamesti efasemdamaður bóluefna Nú, árið 2025, er Kennedy-fjölskyldan snúin aftur til valda eftir að Robert F. Kennedy Jr. var skipaður heilbrigðisráðherra. Sá er ansi langt frá arfleifð valdafjölskyldunnar sem hann tilheyrir. RFK fór frá því að vera virtur umhverfislögfræðingur yfir í að vera einn áhrifamesti efasemdamaður bóluefna og boðberi margra staðlausra samsæriskenninga. Líkt og rakið er í þættinum er saga hans stráð svo einkennilegum vendingum að á stundum líkist hún helst rússíbana smíðuðum úr skuggum og holtaþoku. Í fyrri þáttum Skuggavaldsins var meðal annars rætt um morðið á John F. Kennedy en nú er komið að því að rýna í örlög bróður hans, Robert F. Kennedy, eða Bobby, sem einnig var skotinn til bana á pólitísku ferðalagi. Morð forseta, árásir á leiðtoga og hryðjuverk þræðir Eftir að hafa unnið forkjör Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Kaliforníu árið 1968 og fagnað því með stuðningsfólki á Ambassador-hótelinu í Los Angeles var Robert skotinn niður á eldhúsgangi hótelsins – undir flúorlýsingu og innan um lykt af grænsápu og fitugum hamborgurum. Í þættinum er einnig farið yfir blóði drifna stjórnmálasögu Bandaríkjanna, þar sem morð forseta, árásir á leiðtoga og hryðjuverk eru ekki undantekning heldur þræðir í sjálfum vefnaði bandarískra stjórnmála. Frá Lincoln til Trump, frá Oklahoma til Capitol Hill – ofbeldið er ekki bara óvænt hending, heldur þrálátur þáttur í sjálfsmynd þjóðar sem trúir á frelsi, en óttast skuggana sem læðast allt um kring um nætur. Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir stýra Skuggavaldinu. Í síðustu þáttum hafa þau þrætt sögu Kennedy fjölskyldunnar. Vísir/Vilhelm Prófessorarnir Hulda og Eiríkur beita einnig skurðhnífi fræða sinna í þættinum til þess meðal annars að skýra hvernig stórir atburðir kalli á álíka stórar útskýringar. Morð á forseta? Það getur ekki verið bara einn maður og ein byssa. Það hlýtur að vera eitthvað stærra, dýpra, dimmara. Lokaþáttur þríleiks Skuggavaldsins um Kennedy-bölvunina er nú ásamt þeim fyrri aðgengilegur í hlaðvarpsveitum. Í næstu þáttum snúa Hulda og Eiríkur sér að dularfullri sögu Illuminati-bræðrareglunnar frá Bæjaralandi í Þýskalandi sem sumir samsæriskenningasmiðir gruna að stýri heiminum á bak við tjöldin. Skuggavaldið Bandaríkin Hlaðvörp Tengdar fréttir Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Morðið á John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, árið 1963 heldur áfram að hræra upp í fólki, hneyksla og æsa til umræðu – meira en hálfri öld síðar. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið kafa prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann dýpra ofan í þetta hrollvekjandi sögulega dráp – var það kannski samsæri? Þetta er annar þáttur í þriggja þátta röð Skuggavaldsins um svokallaða Kennedy-bölvun. 3. apríl 2025 15:33 Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Hvernig getur ein fjölskylda orðið fyrir eins mikilli ógæfu og Kennedy-fjölskyldan? Flugvélar sem hrapa, dularfull morð, skelfileg heilsufarsvandamál og sögur af myrkum leyndarmálum sem elta hana kynslóð eftir kynslóð. Er Kennedy-fjölskyldan einfaldlega fórnarlamb tilviljanakenndra hörmunga – eða eru örlög hennar mótuð af einhverju stærra, jafnvel huldu öflum? 17. mars 2025 15:05 Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Eftir að Donald Trump sneri aftur á forsetastól hefur hann þrætt samsæriskenningar eins og perlur á bandi í orðræðu sinni. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið, rýna prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann í hvernig samsæriskenningar hafa ekki aðeins mótað orðræðu Trumps heldur einnig ríkisstjórn hans og valdbeitingu. 5. mars 2025 14:32 Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Á meðal meginþátta sem greinir Donald Trump frá flestum öðrum stjórnmálamönnum samtímans er hvernig hann beitir samsæriskenningum sem pólitísku vopni – ekki bara af og til, heldur sem meginuppistöðu í orðræðu sinni. Frá því að hann steig fram á svið bandarískra stjórnmála hefur hann gert út á tortryggni og upplýsingaóreiðu, bæði til að veikja andstæðinga sína og til að efla fylgjendur sína. 26. febrúar 2025 13:32 Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Fleiri fréttir „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Sjá meira
Prófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir ræða um lokahnykkinn í sögu fjölskyldunnar sem á stundum virðist líkari grískum harmleik, þar sem dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma. Einn áhrifamesti efasemdamaður bóluefna Nú, árið 2025, er Kennedy-fjölskyldan snúin aftur til valda eftir að Robert F. Kennedy Jr. var skipaður heilbrigðisráðherra. Sá er ansi langt frá arfleifð valdafjölskyldunnar sem hann tilheyrir. RFK fór frá því að vera virtur umhverfislögfræðingur yfir í að vera einn áhrifamesti efasemdamaður bóluefna og boðberi margra staðlausra samsæriskenninga. Líkt og rakið er í þættinum er saga hans stráð svo einkennilegum vendingum að á stundum líkist hún helst rússíbana smíðuðum úr skuggum og holtaþoku. Í fyrri þáttum Skuggavaldsins var meðal annars rætt um morðið á John F. Kennedy en nú er komið að því að rýna í örlög bróður hans, Robert F. Kennedy, eða Bobby, sem einnig var skotinn til bana á pólitísku ferðalagi. Morð forseta, árásir á leiðtoga og hryðjuverk þræðir Eftir að hafa unnið forkjör Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Kaliforníu árið 1968 og fagnað því með stuðningsfólki á Ambassador-hótelinu í Los Angeles var Robert skotinn niður á eldhúsgangi hótelsins – undir flúorlýsingu og innan um lykt af grænsápu og fitugum hamborgurum. Í þættinum er einnig farið yfir blóði drifna stjórnmálasögu Bandaríkjanna, þar sem morð forseta, árásir á leiðtoga og hryðjuverk eru ekki undantekning heldur þræðir í sjálfum vefnaði bandarískra stjórnmála. Frá Lincoln til Trump, frá Oklahoma til Capitol Hill – ofbeldið er ekki bara óvænt hending, heldur þrálátur þáttur í sjálfsmynd þjóðar sem trúir á frelsi, en óttast skuggana sem læðast allt um kring um nætur. Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir stýra Skuggavaldinu. Í síðustu þáttum hafa þau þrætt sögu Kennedy fjölskyldunnar. Vísir/Vilhelm Prófessorarnir Hulda og Eiríkur beita einnig skurðhnífi fræða sinna í þættinum til þess meðal annars að skýra hvernig stórir atburðir kalli á álíka stórar útskýringar. Morð á forseta? Það getur ekki verið bara einn maður og ein byssa. Það hlýtur að vera eitthvað stærra, dýpra, dimmara. Lokaþáttur þríleiks Skuggavaldsins um Kennedy-bölvunina er nú ásamt þeim fyrri aðgengilegur í hlaðvarpsveitum. Í næstu þáttum snúa Hulda og Eiríkur sér að dularfullri sögu Illuminati-bræðrareglunnar frá Bæjaralandi í Þýskalandi sem sumir samsæriskenningasmiðir gruna að stýri heiminum á bak við tjöldin.
Skuggavaldið Bandaríkin Hlaðvörp Tengdar fréttir Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Morðið á John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, árið 1963 heldur áfram að hræra upp í fólki, hneyksla og æsa til umræðu – meira en hálfri öld síðar. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið kafa prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann dýpra ofan í þetta hrollvekjandi sögulega dráp – var það kannski samsæri? Þetta er annar þáttur í þriggja þátta röð Skuggavaldsins um svokallaða Kennedy-bölvun. 3. apríl 2025 15:33 Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Hvernig getur ein fjölskylda orðið fyrir eins mikilli ógæfu og Kennedy-fjölskyldan? Flugvélar sem hrapa, dularfull morð, skelfileg heilsufarsvandamál og sögur af myrkum leyndarmálum sem elta hana kynslóð eftir kynslóð. Er Kennedy-fjölskyldan einfaldlega fórnarlamb tilviljanakenndra hörmunga – eða eru örlög hennar mótuð af einhverju stærra, jafnvel huldu öflum? 17. mars 2025 15:05 Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Eftir að Donald Trump sneri aftur á forsetastól hefur hann þrætt samsæriskenningar eins og perlur á bandi í orðræðu sinni. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið, rýna prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann í hvernig samsæriskenningar hafa ekki aðeins mótað orðræðu Trumps heldur einnig ríkisstjórn hans og valdbeitingu. 5. mars 2025 14:32 Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Á meðal meginþátta sem greinir Donald Trump frá flestum öðrum stjórnmálamönnum samtímans er hvernig hann beitir samsæriskenningum sem pólitísku vopni – ekki bara af og til, heldur sem meginuppistöðu í orðræðu sinni. Frá því að hann steig fram á svið bandarískra stjórnmála hefur hann gert út á tortryggni og upplýsingaóreiðu, bæði til að veikja andstæðinga sína og til að efla fylgjendur sína. 26. febrúar 2025 13:32 Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Fleiri fréttir „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Sjá meira
Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Morðið á John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, árið 1963 heldur áfram að hræra upp í fólki, hneyksla og æsa til umræðu – meira en hálfri öld síðar. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið kafa prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann dýpra ofan í þetta hrollvekjandi sögulega dráp – var það kannski samsæri? Þetta er annar þáttur í þriggja þátta röð Skuggavaldsins um svokallaða Kennedy-bölvun. 3. apríl 2025 15:33
Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Hvernig getur ein fjölskylda orðið fyrir eins mikilli ógæfu og Kennedy-fjölskyldan? Flugvélar sem hrapa, dularfull morð, skelfileg heilsufarsvandamál og sögur af myrkum leyndarmálum sem elta hana kynslóð eftir kynslóð. Er Kennedy-fjölskyldan einfaldlega fórnarlamb tilviljanakenndra hörmunga – eða eru örlög hennar mótuð af einhverju stærra, jafnvel huldu öflum? 17. mars 2025 15:05
Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Eftir að Donald Trump sneri aftur á forsetastól hefur hann þrætt samsæriskenningar eins og perlur á bandi í orðræðu sinni. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið, rýna prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann í hvernig samsæriskenningar hafa ekki aðeins mótað orðræðu Trumps heldur einnig ríkisstjórn hans og valdbeitingu. 5. mars 2025 14:32
Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Á meðal meginþátta sem greinir Donald Trump frá flestum öðrum stjórnmálamönnum samtímans er hvernig hann beitir samsæriskenningum sem pólitísku vopni – ekki bara af og til, heldur sem meginuppistöðu í orðræðu sinni. Frá því að hann steig fram á svið bandarískra stjórnmála hefur hann gert út á tortryggni og upplýsingaóreiðu, bæði til að veikja andstæðinga sína og til að efla fylgjendur sína. 26. febrúar 2025 13:32