Unnur er landsmönnum góðkunnug, hefur gefið út nokkra smelli, starfað sem leikkona og er í dag hugmynda- og textasmiður hjá Maurum auglýsingastofu.
Hún og Travis, unnusti hennar, urðu tveggja barna foreldrar í lok mars en hjúin fögnuðu sex ára sambandsafmæli í janúar. Fyrir eiga þau dótturina Emmu Sólrúnu og sú litla hefur fengið nafnið Sara Lóa.
Unnur ræddi fæðingasögu sína sömuleiðis opinskátt á Instagram.
„Eitt magnaðasta og tilfinningaþrungnasta augnablik lífs míns. Er svo þakklát að hafa fengið að upplifa þetta,“ skrifar Unnur meðal annars.
Unnur var gestur í Einkalífinu fyrir heilum fjórum árum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar hjá henni síðan þá en viðtalið má sjá hér: