„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. apríl 2025 22:15 Borche Ilievski, þjálfari ÍR. vísir / anton „Auðvitað er ég vonsvikinn, ég bjóst við fara í fimmta leikinn, en ég er alveg gríðarlega stoltur af öllu sem við gerðum“ sagði Borche Illievski, þjálfari ÍR, fljótlega eftir að liðið féll úr leik í úrslitakeppninni eftir tap gegn Stjörnunni. Borche tók við liðinu á slæmum stað fyrr í vetur, kom því í úrslitakeppnina og gengur stoltur frá tímabilinu. Hann heldur áfram þjálfun ÍR og nú hefst samtal við stjórnina um enn frekari fjárfestingar og uppbyggingu. „Markmiðið var klárlega að ná lengra, að komast í undanúrslit og síðan úrslitin, en ég þarf að taka ábyrgð á því sem þjálfari að Stjarnan var örlítið betra liðið í þessari seríu. Hamingjuóskir til þeirra, þetta var frábær sería, ég er ánægður með að endurvekja ríginn milli Stjörnunnar og ÍR. Vonandi helst hann áfram næstu ár.“ Ákvörðun dómara undir lok leiks hafði mikil áhrif. Jacob Falko hefði minnkað muninn aftur niður í eitt stig fyrir ÍR, brotið var á honum en engin villa dæmd. Borche tók því af yfirvegun, sagðist ekki hafa neitt út á dómgæsluna að setja og treysti því að rétt ákvörðun hafi verið tekin. „Án Ghetto Hooligans hefðum við aldrei náð inn í úrslitakeppnina“ Borche getur vel verið stoltur af liðinu, bæði fyrir tímabilið í heild sinni og frammistöðuna í fjórða leikhluta í kvöld. Þrátt fyrir að vera nokkuð langt undir allan leikinn tókst þeim að minnka muninn niður í eitt stig þegar aðeins ein mínúta var eftir. Hann þakkaði stuðningsmönnum sérstaklega fyrir þeirra framlag í því. „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr, lið sem gefst aldrei upp og það er akkúrat það sem sást undir lokin. Við vorum nálægt því og fengum nokkur opin skot þar sem við hefðum getað breytt leiknum, en klikkuðum því miður. Síðan eru Stjörnumenn nógu reynslumiklir, sérstaklega Ægir, til að vita hvernig á að refsa fyrir það. Engu að síður er ég ofboðslega stoltur af leikmönnunum, öllum í kringum klúbbinn, stuðningsmönnunum sérstaklega. Ég minni reglulega á að þeir eru okkar sjötti leikmaður, án Ghetto Hooligans hefðum við aldrei náð inn í úrslitakeppnina. Nú höllum við okkur aðeins aftur, hugsum um tímabilið og vonandi náum að setja saman samkeppnishæft lið aftur á næsta tímabili og ná í enn betri úrslit.“ Frí framundan, svo fundur með stjórn Nú tekur við gott frí hjá ÍR áður en drögin að næsta tímabili verða teiknuð upp. Borche var ekki spurður að því sérstaklega, en hljómaði sannarlega eins og hann yrði áfram þjálfari liðsins og árangurinn gefur enga ástæðu til að efast um það. „Við munum byrja að njósna um nýja leikmenn. Svo er ný stjórn hjá ÍR, ég mun ræða við þau og komast að því hvað planið er fyrir næsta ár, hvort vilji sé fyrir því að skapa samkeppnishæft lið eins og í ár. Við viljum auðvitað vera lið sem tekur alltaf þátt í úrslitakeppni og keppir um titilinn“ sagði Borche að lokum. Bónus-deild karla ÍR Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
„Markmiðið var klárlega að ná lengra, að komast í undanúrslit og síðan úrslitin, en ég þarf að taka ábyrgð á því sem þjálfari að Stjarnan var örlítið betra liðið í þessari seríu. Hamingjuóskir til þeirra, þetta var frábær sería, ég er ánægður með að endurvekja ríginn milli Stjörnunnar og ÍR. Vonandi helst hann áfram næstu ár.“ Ákvörðun dómara undir lok leiks hafði mikil áhrif. Jacob Falko hefði minnkað muninn aftur niður í eitt stig fyrir ÍR, brotið var á honum en engin villa dæmd. Borche tók því af yfirvegun, sagðist ekki hafa neitt út á dómgæsluna að setja og treysti því að rétt ákvörðun hafi verið tekin. „Án Ghetto Hooligans hefðum við aldrei náð inn í úrslitakeppnina“ Borche getur vel verið stoltur af liðinu, bæði fyrir tímabilið í heild sinni og frammistöðuna í fjórða leikhluta í kvöld. Þrátt fyrir að vera nokkuð langt undir allan leikinn tókst þeim að minnka muninn niður í eitt stig þegar aðeins ein mínúta var eftir. Hann þakkaði stuðningsmönnum sérstaklega fyrir þeirra framlag í því. „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr, lið sem gefst aldrei upp og það er akkúrat það sem sást undir lokin. Við vorum nálægt því og fengum nokkur opin skot þar sem við hefðum getað breytt leiknum, en klikkuðum því miður. Síðan eru Stjörnumenn nógu reynslumiklir, sérstaklega Ægir, til að vita hvernig á að refsa fyrir það. Engu að síður er ég ofboðslega stoltur af leikmönnunum, öllum í kringum klúbbinn, stuðningsmönnunum sérstaklega. Ég minni reglulega á að þeir eru okkar sjötti leikmaður, án Ghetto Hooligans hefðum við aldrei náð inn í úrslitakeppnina. Nú höllum við okkur aðeins aftur, hugsum um tímabilið og vonandi náum að setja saman samkeppnishæft lið aftur á næsta tímabili og ná í enn betri úrslit.“ Frí framundan, svo fundur með stjórn Nú tekur við gott frí hjá ÍR áður en drögin að næsta tímabili verða teiknuð upp. Borche var ekki spurður að því sérstaklega, en hljómaði sannarlega eins og hann yrði áfram þjálfari liðsins og árangurinn gefur enga ástæðu til að efast um það. „Við munum byrja að njósna um nýja leikmenn. Svo er ný stjórn hjá ÍR, ég mun ræða við þau og komast að því hvað planið er fyrir næsta ár, hvort vilji sé fyrir því að skapa samkeppnishæft lið eins og í ár. Við viljum auðvitað vera lið sem tekur alltaf þátt í úrslitakeppni og keppir um titilinn“ sagði Borche að lokum.
Bónus-deild karla ÍR Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira