Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. apríl 2025 23:09 Bandaríkjaforseti og háskólasamfélagið bandaríska hafa eldað saman grátt silfur um árabil. AP/Alex Brandon Donald Trump heldur áfram stríði sínu við háskólana og hefur hótað að svipta Harvardháskóla skattfrelsi sínu. Skólinn neitaði að verða við kröfum hans um breytingar á reglum skólans sem hann segir miða að því að sporna við gyðingahatri. Í lok mars greindi Bandaríkjastjórn frá því að hún hygðist endurskoða níu milljarða dala fjárveitingu til skólans. Sú upphæð nemur rúmri billjón íslenskra króna. Ástæðan var sögð sú að gyðingahatur fengi að grasséra í skólasamfélaginu en nemendur Harvard tóku líkt og nemendur þorra háskóla landsins í umfangsmiklum mótmælum gegn hernaði Ísraels í Palestínu og þátttöku Bandaríkjanna í honum. Meðal þeirra breytinga sem stjórnvöld fara fram á er að andlítsgrímur verði bannaðar á skólalóðinni. Nemendur sem tóku þátt í mótmælunum báru oft grímur til að koma í veg fyrir að borið yrði kennsl á þau. Þá fóru stjórnvöld fram á að skólayfirvöld tilkynntu nemendur sem eru „andvígir bandarískum gildum“ til stjórnvalda og að tryggt verði að hver fræðideild skólans búi að „fjölbreyttum sjónarmiðum,“ til þess átti að ráða inn utanaðkomandi aðila. Þetta tók Alan Garber, forseti skólans, ekki vel í og sagði það ekki stjórnvalda að ákveða hvað einkaskólar kenni, ráði eða rannsaki. Hann sagði vegið að akademísku frelsi skólans og að tilskipunin væri pólitískt klækjabragð. Við þessu brást Donald Trump Bandaríkjaforseti illa. Hann hótaði ekki bara að halda aftur af fjárveitingum til skólans heldur hótaði jafnframt að svipta skólann skattfrelsi. Háskólar auk góðgerðarsamtökum og trúarsamtökum eru undanþegnir alríkisskatti í Bandaríkjunum. Þessa undanþágu má þó svipta þá ef þeir eru taldir taka þátt í stjórnmálastarfi. „Kannski ætti Harvard að missa skattfrelsi sitt og verða skattlagt sem stjórnmálasamtök ætli hann að halda áfram að bera út pólitíska og hugmyndafræðilega „geðveiki“ innblásna af/til stuðnings hryðjuverkum?“ skrifaði Trump á samfélagsmiðlum í dag. Bandaríkin Donald Trump Háskólar Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Sjá meira
Í lok mars greindi Bandaríkjastjórn frá því að hún hygðist endurskoða níu milljarða dala fjárveitingu til skólans. Sú upphæð nemur rúmri billjón íslenskra króna. Ástæðan var sögð sú að gyðingahatur fengi að grasséra í skólasamfélaginu en nemendur Harvard tóku líkt og nemendur þorra háskóla landsins í umfangsmiklum mótmælum gegn hernaði Ísraels í Palestínu og þátttöku Bandaríkjanna í honum. Meðal þeirra breytinga sem stjórnvöld fara fram á er að andlítsgrímur verði bannaðar á skólalóðinni. Nemendur sem tóku þátt í mótmælunum báru oft grímur til að koma í veg fyrir að borið yrði kennsl á þau. Þá fóru stjórnvöld fram á að skólayfirvöld tilkynntu nemendur sem eru „andvígir bandarískum gildum“ til stjórnvalda og að tryggt verði að hver fræðideild skólans búi að „fjölbreyttum sjónarmiðum,“ til þess átti að ráða inn utanaðkomandi aðila. Þetta tók Alan Garber, forseti skólans, ekki vel í og sagði það ekki stjórnvalda að ákveða hvað einkaskólar kenni, ráði eða rannsaki. Hann sagði vegið að akademísku frelsi skólans og að tilskipunin væri pólitískt klækjabragð. Við þessu brást Donald Trump Bandaríkjaforseti illa. Hann hótaði ekki bara að halda aftur af fjárveitingum til skólans heldur hótaði jafnframt að svipta skólann skattfrelsi. Háskólar auk góðgerðarsamtökum og trúarsamtökum eru undanþegnir alríkisskatti í Bandaríkjunum. Þessa undanþágu má þó svipta þá ef þeir eru taldir taka þátt í stjórnmálastarfi. „Kannski ætti Harvard að missa skattfrelsi sitt og verða skattlagt sem stjórnmálasamtök ætli hann að halda áfram að bera út pólitíska og hugmyndafræðilega „geðveiki“ innblásna af/til stuðnings hryðjuverkum?“ skrifaði Trump á samfélagsmiðlum í dag.
Bandaríkin Donald Trump Háskólar Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Sjá meira