Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. apríl 2025 23:09 Bandaríkjaforseti og háskólasamfélagið bandaríska hafa eldað saman grátt silfur um árabil. AP/Alex Brandon Donald Trump heldur áfram stríði sínu við háskólana og hefur hótað að svipta Harvardháskóla skattfrelsi sínu. Skólinn neitaði að verða við kröfum hans um breytingar á reglum skólans sem hann segir miða að því að sporna við gyðingahatri. Í lok mars greindi Bandaríkjastjórn frá því að hún hygðist endurskoða níu milljarða dala fjárveitingu til skólans. Sú upphæð nemur rúmri billjón íslenskra króna. Ástæðan var sögð sú að gyðingahatur fengi að grasséra í skólasamfélaginu en nemendur Harvard tóku líkt og nemendur þorra háskóla landsins í umfangsmiklum mótmælum gegn hernaði Ísraels í Palestínu og þátttöku Bandaríkjanna í honum. Meðal þeirra breytinga sem stjórnvöld fara fram á er að andlítsgrímur verði bannaðar á skólalóðinni. Nemendur sem tóku þátt í mótmælunum báru oft grímur til að koma í veg fyrir að borið yrði kennsl á þau. Þá fóru stjórnvöld fram á að skólayfirvöld tilkynntu nemendur sem eru „andvígir bandarískum gildum“ til stjórnvalda og að tryggt verði að hver fræðideild skólans búi að „fjölbreyttum sjónarmiðum,“ til þess átti að ráða inn utanaðkomandi aðila. Þetta tók Alan Garber, forseti skólans, ekki vel í og sagði það ekki stjórnvalda að ákveða hvað einkaskólar kenni, ráði eða rannsaki. Hann sagði vegið að akademísku frelsi skólans og að tilskipunin væri pólitískt klækjabragð. Við þessu brást Donald Trump Bandaríkjaforseti illa. Hann hótaði ekki bara að halda aftur af fjárveitingum til skólans heldur hótaði jafnframt að svipta skólann skattfrelsi. Háskólar auk góðgerðarsamtökum og trúarsamtökum eru undanþegnir alríkisskatti í Bandaríkjunum. Þessa undanþágu má þó svipta þá ef þeir eru taldir taka þátt í stjórnmálastarfi. „Kannski ætti Harvard að missa skattfrelsi sitt og verða skattlagt sem stjórnmálasamtök ætli hann að halda áfram að bera út pólitíska og hugmyndafræðilega „geðveiki“ innblásna af/til stuðnings hryðjuverkum?“ skrifaði Trump á samfélagsmiðlum í dag. Bandaríkin Donald Trump Háskólar Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Í lok mars greindi Bandaríkjastjórn frá því að hún hygðist endurskoða níu milljarða dala fjárveitingu til skólans. Sú upphæð nemur rúmri billjón íslenskra króna. Ástæðan var sögð sú að gyðingahatur fengi að grasséra í skólasamfélaginu en nemendur Harvard tóku líkt og nemendur þorra háskóla landsins í umfangsmiklum mótmælum gegn hernaði Ísraels í Palestínu og þátttöku Bandaríkjanna í honum. Meðal þeirra breytinga sem stjórnvöld fara fram á er að andlítsgrímur verði bannaðar á skólalóðinni. Nemendur sem tóku þátt í mótmælunum báru oft grímur til að koma í veg fyrir að borið yrði kennsl á þau. Þá fóru stjórnvöld fram á að skólayfirvöld tilkynntu nemendur sem eru „andvígir bandarískum gildum“ til stjórnvalda og að tryggt verði að hver fræðideild skólans búi að „fjölbreyttum sjónarmiðum,“ til þess átti að ráða inn utanaðkomandi aðila. Þetta tók Alan Garber, forseti skólans, ekki vel í og sagði það ekki stjórnvalda að ákveða hvað einkaskólar kenni, ráði eða rannsaki. Hann sagði vegið að akademísku frelsi skólans og að tilskipunin væri pólitískt klækjabragð. Við þessu brást Donald Trump Bandaríkjaforseti illa. Hann hótaði ekki bara að halda aftur af fjárveitingum til skólans heldur hótaði jafnframt að svipta skólann skattfrelsi. Háskólar auk góðgerðarsamtökum og trúarsamtökum eru undanþegnir alríkisskatti í Bandaríkjunum. Þessa undanþágu má þó svipta þá ef þeir eru taldir taka þátt í stjórnmálastarfi. „Kannski ætti Harvard að missa skattfrelsi sitt og verða skattlagt sem stjórnmálasamtök ætli hann að halda áfram að bera út pólitíska og hugmyndafræðilega „geðveiki“ innblásna af/til stuðnings hryðjuverkum?“ skrifaði Trump á samfélagsmiðlum í dag.
Bandaríkin Donald Trump Háskólar Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira