Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. apríl 2025 18:31 Chris Wood hefur nú skorað 19 mörk í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. EPA-EFE/NEIL HALL Eftir tvö töp í röð vann Nottingham Forest 2-1 útisigur á Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurinn lyftir Forest upp í 3. sætið á meðan Tottenham er áfram í 16. sæti. Það mátti bersýnilega sjá að hér voru að mætast lið sem hafa átt ólíku gengi að fagna í vetur og segja má að fyrsta mark leiksins hafi borið þess merki. Elliot Anderson lét þá vaða að marki heimamanna eftir að Tottenham tókst ekki að hreinsa hornspyrnu Morgan Gibbs-White almennilega frá. Boltinn hafði örlitla viðkomu í varnarmanni og Guglielmo Vicario náði ekki að verja í markinu þó hann hafi komið höndum á boltann. Leikmenn Forest fagna.EPA-EFE/NEIL HALL Staðan orðin 0-1 þegar fimm mínútur voru liðnar af leiknum. Aðeins fimm mínútum eftir að gestirnir komust yfir hélt Chris Woods að hann hefði tvöfaldað forystu Forest en markið dæmt af eftir að myndbandsdómari leiksins skoðaði það nánar. Gestirnir létu það ekki á sig fá og létu kné fylgja kviði. Það var rétt rúmur stundarfjórðungur liðinn þegar Anthony Elanga átti góða fyrirgjöf inn á teiginn þar sem Wood skoraði með þessum líka fína skalla án þess að leikmenn Spurs kæmu neinum vörnum við. Staðan orðin 0-2 og þannig var hún þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Harry Toffolo bjargaði ævintýralega á láni þegar Tottenham gerðu sig líklega til að minnka muninn eftir klukkustund. Hann átti þá hjólhestaspyrnu á línu og sá til þess að boltinn endaði ekki í markinu. Þegar tíu mínútur lifðu leiks átti Richarlison góðan skalla að marki sem Matz Sels varði meistaralega í marki Forest. Brasilíumaðurinn skoraði mark Tottenham Hotspur.EPA-EFE/NEIL HALL Sex mínútum síðar átti Pedro Porro enn eina fyrirgjöfina inn á teig. Aftur var það Richarlison sem náði skalla að marki og í þetta skiptið kom Sels engum vörnum við. Staðan orðin 1-2 og heimamenn með lífsmarki. Tíminn vann með Forest og héldu gestirnir út, lokatölur í Lundunum 1-2. Forest er nú með 60 stig í 3. sæti, stigi meira en Newcastle United sem er í 4. sæti þegar fimm umferðir eru eftir af deildinni. Spurs er á sama tíma með 37 stig í 16. sæti. Enski boltinn Fótbolti
Eftir tvö töp í röð vann Nottingham Forest 2-1 útisigur á Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurinn lyftir Forest upp í 3. sætið á meðan Tottenham er áfram í 16. sæti. Það mátti bersýnilega sjá að hér voru að mætast lið sem hafa átt ólíku gengi að fagna í vetur og segja má að fyrsta mark leiksins hafi borið þess merki. Elliot Anderson lét þá vaða að marki heimamanna eftir að Tottenham tókst ekki að hreinsa hornspyrnu Morgan Gibbs-White almennilega frá. Boltinn hafði örlitla viðkomu í varnarmanni og Guglielmo Vicario náði ekki að verja í markinu þó hann hafi komið höndum á boltann. Leikmenn Forest fagna.EPA-EFE/NEIL HALL Staðan orðin 0-1 þegar fimm mínútur voru liðnar af leiknum. Aðeins fimm mínútum eftir að gestirnir komust yfir hélt Chris Woods að hann hefði tvöfaldað forystu Forest en markið dæmt af eftir að myndbandsdómari leiksins skoðaði það nánar. Gestirnir létu það ekki á sig fá og létu kné fylgja kviði. Það var rétt rúmur stundarfjórðungur liðinn þegar Anthony Elanga átti góða fyrirgjöf inn á teiginn þar sem Wood skoraði með þessum líka fína skalla án þess að leikmenn Spurs kæmu neinum vörnum við. Staðan orðin 0-2 og þannig var hún þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Harry Toffolo bjargaði ævintýralega á láni þegar Tottenham gerðu sig líklega til að minnka muninn eftir klukkustund. Hann átti þá hjólhestaspyrnu á línu og sá til þess að boltinn endaði ekki í markinu. Þegar tíu mínútur lifðu leiks átti Richarlison góðan skalla að marki sem Matz Sels varði meistaralega í marki Forest. Brasilíumaðurinn skoraði mark Tottenham Hotspur.EPA-EFE/NEIL HALL Sex mínútum síðar átti Pedro Porro enn eina fyrirgjöfina inn á teig. Aftur var það Richarlison sem náði skalla að marki og í þetta skiptið kom Sels engum vörnum við. Staðan orðin 1-2 og heimamenn með lífsmarki. Tíminn vann með Forest og héldu gestirnir út, lokatölur í Lundunum 1-2. Forest er nú með 60 stig í 3. sæti, stigi meira en Newcastle United sem er í 4. sæti þegar fimm umferðir eru eftir af deildinni. Spurs er á sama tíma með 37 stig í 16. sæti.