Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2025 15:30 Sigurmarkinu fagnað. Catherine Ivill/Getty Images Trent Alexander-Arnold tryggði Liverpool 1-0 útisigur gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gestirnir eru með níu fingur á meistaratitlinum á meðan Refirnir eru endanlega fallnir niður í B-deildina þó enn séu fimm umferðir eftir. Þrátt fyrir að Liverpool væri miklu betri aðilinn var staðan markalaus þangað til Trent, sem gengur í raðir Real Madríd í sumar, kom inn af bekknum þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Eftir að hafa aðeins verið inn á vellinum í fimm mínútur skoraði Trent það sem reyndist sigurmarkið. Boltinn barst til hans eftir hornspyrnu og hann skilaði knettinum í netið. Staðan orðin 0-1 og reyndust það lokatölur. Liverpool er nú einu sigri frá meistaratitlinum en liðið er með 79 stig á meðan Arsenal er í 2. sæti með 66 stig. Leicester er á sama tíma í 19. sæti með 18 stig. Enski boltinn Fótbolti
Trent Alexander-Arnold tryggði Liverpool 1-0 útisigur gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gestirnir eru með níu fingur á meistaratitlinum á meðan Refirnir eru endanlega fallnir niður í B-deildina þó enn séu fimm umferðir eftir. Þrátt fyrir að Liverpool væri miklu betri aðilinn var staðan markalaus þangað til Trent, sem gengur í raðir Real Madríd í sumar, kom inn af bekknum þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Eftir að hafa aðeins verið inn á vellinum í fimm mínútur skoraði Trent það sem reyndist sigurmarkið. Boltinn barst til hans eftir hornspyrnu og hann skilaði knettinum í netið. Staðan orðin 0-1 og reyndust það lokatölur. Liverpool er nú einu sigri frá meistaratitlinum en liðið er með 79 stig á meðan Arsenal er í 2. sæti með 66 stig. Leicester er á sama tíma í 19. sæti með 18 stig.