Lífið

Fann­ey og Teitur greina frá kyninu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Fanney og Teitur gengu í hjónaband í ágúst 2024.
Fanney og Teitur gengu í hjónaband í ágúst 2024. Instagram

Fanney Ingvarsdóttir, fegurðardrottning og stafrænn markarðssérfræðingur hjá Bioeffect, og Teitur Páll Reynisson, viðskiptastjóri hjá Landsbankanum, eiga von á dóttur. 

Fanney greinir frá þessu í Instagram færslu. „Sautján vikur með stelpunni minni,“ segir hún í færslunni en í Instagram sögu dagsins deilir hún myndskeiði af afhjúpun kynsins. 

Barnið er þeirra þriðja en fyrir eiga Fanney og Teitur Kolbrúnu Önnu og Reyni Alex. Fanney og Teitur byrjuðu saman árið 2016 og gengu í hjónaband þann 17. ágúst 2024. 

Óhætt er að segja að öllu hafi verið til tjaldað á brúðkaupsdaginn en blaðakona Lífsins ræddi við Fanneyju um brúðkaupið síðasta haust. 


Tengdar fréttir

Fanney og Teitur eiga von á barni

Fanney Ingvarsdóttir, stafrænn markarðssérfræðingur hjá Bioeffect, og Teitur Páll Reynisson, viðskiptastjóri hjá Landsbankanum, eiga von á sínu þriðja barni.

Brúðkaup ársins 2024

Það er fátt fallegra en að verða vitni að því þegar ástin blómstrar milli tveggja einstaklinga. Á hverju ári greinum við í Lífinu á Vísi frá brúðkaupum þekktra Íslendinga,  hér að neðan má sjá yfirferð yfir þau sem gengu í hnapphelduna á árinu 2024.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.