„Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. apríl 2025 22:01 Daði Geir Samúelsson fjármálastjóri ylræktarstöðvanna Sólskinsgrænmetis. Vísir/Magnús Hlynur Garðyrkjubændum í ylrækt reynist erfitt að keppa við innflutt grænmeti eins og tómötum, sem eru til dæmis seldir á 1200 krónur kílóið á meðan íslenskir tómatar eru seldir á 2.800 krónur upp í 3.000 krónur kílóið. Á sama tíma hefur orðið gríðarleg hækkun á rafmagni til garðyrkjubænda en um síðustu mánaðarmót þurfti garðyrkjustöð á Flúðum til dæmis að borga 16 milljónir í rafmagn fyrir einn mánuð. Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra fóru nýlega í hringferð um landið þar sem þau héldu sjö fundi með bænum og búaliði til að taka stöðuna í atvinnugreininni og heyra í bændum. Einn af fundunum var haldinn í félagsheimilinu Félagslundi í Flóahreppi þar sem Daði Geir Samúelsson, fjármálastjóri ylræktarstöðvanna Sólskinsgrænmetis á Flúðum, en þær eru tvær, kom í ræðustól og sagði meðal annars þetta. „Það er alveg rosalega erfitt að reyna að reka garðyrkjustöðin þegar maður er að reyna að keppa við innflutning þar sem tómatar eru kannski á 1200 krónur kílóið en við þurfum að hafa okkar tómata á 2.800 krónur upp í 3.000 krónur kílóið. Og þótt að fólk vilji gjarnan versla við okkur þá er munurinn bara orðin svo gríðarlegur. Það er orðið svolítið erfitt,“ sagði Daði Geir. Fundurinn var vel sóttur. Vísir/Magnús Hlynur Þá fór hann að tala um raforkuverð til ylræktarinnar. „Til dæmis núna um áramótin þá hækkaði rafmagnskostnaður hjá okkur um yfir 30%, þá söluhlutinn. Ef ég gef ykkur dæmi þá borga ég 16 milljónir á mánuði í rafmagnskostnað, sem sagt sala og dreifingu fyrir mínar tvær garðyrkjustöðvar. Það er um einn hektari af húsum, sem við erum með í lýsingu.“ Svo eru 22 starfsmenn að vinna hjá Daða, sem fengu launahækkun um síðustu áramót samkvæmt kjarasamningum. „Þannig að þetta er alveg gríðarlegur vandi þarna á höndum þótt að við séum með trausta neytendur og erum með verslunina í ákveðnu liði með okkur.“ Landbúnaður Garðyrkja Flóahreppur Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra fóru nýlega í hringferð um landið þar sem þau héldu sjö fundi með bænum og búaliði til að taka stöðuna í atvinnugreininni og heyra í bændum. Einn af fundunum var haldinn í félagsheimilinu Félagslundi í Flóahreppi þar sem Daði Geir Samúelsson, fjármálastjóri ylræktarstöðvanna Sólskinsgrænmetis á Flúðum, en þær eru tvær, kom í ræðustól og sagði meðal annars þetta. „Það er alveg rosalega erfitt að reyna að reka garðyrkjustöðin þegar maður er að reyna að keppa við innflutning þar sem tómatar eru kannski á 1200 krónur kílóið en við þurfum að hafa okkar tómata á 2.800 krónur upp í 3.000 krónur kílóið. Og þótt að fólk vilji gjarnan versla við okkur þá er munurinn bara orðin svo gríðarlegur. Það er orðið svolítið erfitt,“ sagði Daði Geir. Fundurinn var vel sóttur. Vísir/Magnús Hlynur Þá fór hann að tala um raforkuverð til ylræktarinnar. „Til dæmis núna um áramótin þá hækkaði rafmagnskostnaður hjá okkur um yfir 30%, þá söluhlutinn. Ef ég gef ykkur dæmi þá borga ég 16 milljónir á mánuði í rafmagnskostnað, sem sagt sala og dreifingu fyrir mínar tvær garðyrkjustöðvar. Það er um einn hektari af húsum, sem við erum með í lýsingu.“ Svo eru 22 starfsmenn að vinna hjá Daða, sem fengu launahækkun um síðustu áramót samkvæmt kjarasamningum. „Þannig að þetta er alveg gríðarlegur vandi þarna á höndum þótt að við séum með trausta neytendur og erum með verslunina í ákveðnu liði með okkur.“
Landbúnaður Garðyrkja Flóahreppur Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira