Erlent

Pútín til­kynnir um „páskavopnahlé“

Jón Þór Stefánsson skrifar
Vladímír Pútín Rússlandsforseti.
Vladímír Pútín Rússlandsforseti. Getty

Vladímír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti í dag „páskavopnahlé“ í stríðsátökum þeirra við Úkraínu. Umrætt vopnahlé á að hefjast í kvöld og standa yfir til miðnættis á sunnudag.

Frá þessu greindi Pútín í sjónvarpsávarpi. AFP greinir frá.

Vopnahléð á að hefjast klukkan þrjú á íslenskum tíma í dag og á að ljúka klukkan níu á íslenskum tíma annað kvöld.

Pútín mun hafa sagt að hann búist við því að Úkraína muni virða vopnahléið. Herráðsforingi Rússa sé þó tilbúin að svara Úkraínumönnum fullum hálsi brjóti þeir samkomulagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×