Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. apríl 2025 21:26 Litla hryllingsbúðin hefur slegið í gegn á Akureyri enda meira og minna uppselt á allar sýningar frá því í október í haust. Vísir/Magnús Hlynur Litla hryllingsbúðin hefur sannarlega slegið í gegn á Akureyri og hefur verið sýnd nánast sleitulaust frá því í haust fyrir fullu húsi. Leikstjóri sýningarinnar talar og syngur fyrir plöntuna í verkinu. Síðasta sýningin verður á morgun, annan í páskum. Söngleikurinn, sem er margverðlaunaður segir frá blómasalnum Baldri og plöntunni ógurlegu og alls konar skemmtilegum leik fléttum í kringum það. Mikið er sungið, lög sem flestir þekkja. „Þetta hefur gengið algjörlega frábærlega. Við erum með frábært fólk á sviðinu hjá fallegasta leikhúsi landsins og skemmtilegustu áhorfendunum. Það er búið að vera hrikalega gaman,“ segir Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri sýningarinnar. Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri Litlu Hryllingsbúðarinnar, syngur fyrir plöntuna svöngu.Vísir/Magnús Hlynur „Það eru stórkostlegir leikarar á öllum vígstöðvum en ég ætla samt að setja fyrirvara á einn leikarann, það er ég sjálfur, ég syng fyrir plöntuna, ég ætla ekki að leggja mat á það,“ bætir hann við hlæjandi. Hvernig er að syngja fyrir plöntu? „Það er náttúrulega auðvitað draumur að rætast.“ En Bergur Þór er þó aðeins leiður því síðasta sýningin verður á morgun, annan í páskum en þá tekur nýtt og spennandi verk við hjá leikfélaginu, sem hann vill ekki upplýsa alveg strax hvaða sýning það verður. Samtalið við áhorfendur sé töfrandi form Birta Sólveig og Kristinn Óli leika Auði og Baldur í sýningunni og leiðist alls ekki að vera nánast allan tímann á sviðinu. Birta Sólveig og Kristinn Óli eru frábær í sínum hlutverkum. „Leikritið hefur heldur betur slegið í gegn og aðsóknin hefur verið mjög góð“, segir Birta Sólveig og bætir við: „Ég myndi segja að það sem sé heillandi við leikhúsið sé leikhópurinn og sviðsmenningin á bak við sýningarnar.“ „Það, sem er best við leikhúsið er bara gamla góða samtalið við áhorfendur, að það sé fólk að horfa á mann í rauntíma, sem getur farið alveg á mögulega versta veg og einhvern veginn þarftu bara að redda því og auðvitað leikhópurinn og allt þetta, þetta er töfrandi form,“ segir Kristinn Óli. Síðasta sýningin verður í Samkomuhúsinu á Akureyri á morgun, annan í páskum klukkan 15:00. Leikhús Menning Akureyri Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Óða boðflennan fangelsuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Sjá meira
Söngleikurinn, sem er margverðlaunaður segir frá blómasalnum Baldri og plöntunni ógurlegu og alls konar skemmtilegum leik fléttum í kringum það. Mikið er sungið, lög sem flestir þekkja. „Þetta hefur gengið algjörlega frábærlega. Við erum með frábært fólk á sviðinu hjá fallegasta leikhúsi landsins og skemmtilegustu áhorfendunum. Það er búið að vera hrikalega gaman,“ segir Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri sýningarinnar. Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri Litlu Hryllingsbúðarinnar, syngur fyrir plöntuna svöngu.Vísir/Magnús Hlynur „Það eru stórkostlegir leikarar á öllum vígstöðvum en ég ætla samt að setja fyrirvara á einn leikarann, það er ég sjálfur, ég syng fyrir plöntuna, ég ætla ekki að leggja mat á það,“ bætir hann við hlæjandi. Hvernig er að syngja fyrir plöntu? „Það er náttúrulega auðvitað draumur að rætast.“ En Bergur Þór er þó aðeins leiður því síðasta sýningin verður á morgun, annan í páskum en þá tekur nýtt og spennandi verk við hjá leikfélaginu, sem hann vill ekki upplýsa alveg strax hvaða sýning það verður. Samtalið við áhorfendur sé töfrandi form Birta Sólveig og Kristinn Óli leika Auði og Baldur í sýningunni og leiðist alls ekki að vera nánast allan tímann á sviðinu. Birta Sólveig og Kristinn Óli eru frábær í sínum hlutverkum. „Leikritið hefur heldur betur slegið í gegn og aðsóknin hefur verið mjög góð“, segir Birta Sólveig og bætir við: „Ég myndi segja að það sem sé heillandi við leikhúsið sé leikhópurinn og sviðsmenningin á bak við sýningarnar.“ „Það, sem er best við leikhúsið er bara gamla góða samtalið við áhorfendur, að það sé fólk að horfa á mann í rauntíma, sem getur farið alveg á mögulega versta veg og einhvern veginn þarftu bara að redda því og auðvitað leikhópurinn og allt þetta, þetta er töfrandi form,“ segir Kristinn Óli. Síðasta sýningin verður í Samkomuhúsinu á Akureyri á morgun, annan í páskum klukkan 15:00.
Leikhús Menning Akureyri Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Óða boðflennan fangelsuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Sjá meira