Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. apríl 2025 21:26 Litla hryllingsbúðin hefur slegið í gegn á Akureyri enda meira og minna uppselt á allar sýningar frá því í október í haust. Vísir/Magnús Hlynur Litla hryllingsbúðin hefur sannarlega slegið í gegn á Akureyri og hefur verið sýnd nánast sleitulaust frá því í haust fyrir fullu húsi. Leikstjóri sýningarinnar talar og syngur fyrir plöntuna í verkinu. Síðasta sýningin verður á morgun, annan í páskum. Söngleikurinn, sem er margverðlaunaður segir frá blómasalnum Baldri og plöntunni ógurlegu og alls konar skemmtilegum leik fléttum í kringum það. Mikið er sungið, lög sem flestir þekkja. „Þetta hefur gengið algjörlega frábærlega. Við erum með frábært fólk á sviðinu hjá fallegasta leikhúsi landsins og skemmtilegustu áhorfendunum. Það er búið að vera hrikalega gaman,“ segir Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri sýningarinnar. Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri Litlu Hryllingsbúðarinnar, syngur fyrir plöntuna svöngu.Vísir/Magnús Hlynur „Það eru stórkostlegir leikarar á öllum vígstöðvum en ég ætla samt að setja fyrirvara á einn leikarann, það er ég sjálfur, ég syng fyrir plöntuna, ég ætla ekki að leggja mat á það,“ bætir hann við hlæjandi. Hvernig er að syngja fyrir plöntu? „Það er náttúrulega auðvitað draumur að rætast.“ En Bergur Þór er þó aðeins leiður því síðasta sýningin verður á morgun, annan í páskum en þá tekur nýtt og spennandi verk við hjá leikfélaginu, sem hann vill ekki upplýsa alveg strax hvaða sýning það verður. Samtalið við áhorfendur sé töfrandi form Birta Sólveig og Kristinn Óli leika Auði og Baldur í sýningunni og leiðist alls ekki að vera nánast allan tímann á sviðinu. Birta Sólveig og Kristinn Óli eru frábær í sínum hlutverkum. „Leikritið hefur heldur betur slegið í gegn og aðsóknin hefur verið mjög góð“, segir Birta Sólveig og bætir við: „Ég myndi segja að það sem sé heillandi við leikhúsið sé leikhópurinn og sviðsmenningin á bak við sýningarnar.“ „Það, sem er best við leikhúsið er bara gamla góða samtalið við áhorfendur, að það sé fólk að horfa á mann í rauntíma, sem getur farið alveg á mögulega versta veg og einhvern veginn þarftu bara að redda því og auðvitað leikhópurinn og allt þetta, þetta er töfrandi form,“ segir Kristinn Óli. Síðasta sýningin verður í Samkomuhúsinu á Akureyri á morgun, annan í páskum klukkan 15:00. Leikhús Menning Akureyri Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
Söngleikurinn, sem er margverðlaunaður segir frá blómasalnum Baldri og plöntunni ógurlegu og alls konar skemmtilegum leik fléttum í kringum það. Mikið er sungið, lög sem flestir þekkja. „Þetta hefur gengið algjörlega frábærlega. Við erum með frábært fólk á sviðinu hjá fallegasta leikhúsi landsins og skemmtilegustu áhorfendunum. Það er búið að vera hrikalega gaman,“ segir Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri sýningarinnar. Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri Litlu Hryllingsbúðarinnar, syngur fyrir plöntuna svöngu.Vísir/Magnús Hlynur „Það eru stórkostlegir leikarar á öllum vígstöðvum en ég ætla samt að setja fyrirvara á einn leikarann, það er ég sjálfur, ég syng fyrir plöntuna, ég ætla ekki að leggja mat á það,“ bætir hann við hlæjandi. Hvernig er að syngja fyrir plöntu? „Það er náttúrulega auðvitað draumur að rætast.“ En Bergur Þór er þó aðeins leiður því síðasta sýningin verður á morgun, annan í páskum en þá tekur nýtt og spennandi verk við hjá leikfélaginu, sem hann vill ekki upplýsa alveg strax hvaða sýning það verður. Samtalið við áhorfendur sé töfrandi form Birta Sólveig og Kristinn Óli leika Auði og Baldur í sýningunni og leiðist alls ekki að vera nánast allan tímann á sviðinu. Birta Sólveig og Kristinn Óli eru frábær í sínum hlutverkum. „Leikritið hefur heldur betur slegið í gegn og aðsóknin hefur verið mjög góð“, segir Birta Sólveig og bætir við: „Ég myndi segja að það sem sé heillandi við leikhúsið sé leikhópurinn og sviðsmenningin á bak við sýningarnar.“ „Það, sem er best við leikhúsið er bara gamla góða samtalið við áhorfendur, að það sé fólk að horfa á mann í rauntíma, sem getur farið alveg á mögulega versta veg og einhvern veginn þarftu bara að redda því og auðvitað leikhópurinn og allt þetta, þetta er töfrandi form,“ segir Kristinn Óli. Síðasta sýningin verður í Samkomuhúsinu á Akureyri á morgun, annan í páskum klukkan 15:00.
Leikhús Menning Akureyri Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira