Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2025 10:30 Stuðningsmenn Dallas Mavericks brugðust mjög illa við því þegar Luka Doncic var skipt til Los Angeles Lakers. Þeir hafa líka komið saman og mótmælt fyrir utan höllina. Getty/Austin McAfee Nico Harrison, framkvæmdastjóri Dallas Mavericks, er án efa óvinsælasti maðurinn í borginni eftir að hann skipti stórstjörnunni Luka Doncic til Los Angeles Lakers fyrir Anthony Davis. Stuðningsmenn Dallas Mavericks hafa síðan öskrað „rekið Nico“ við hvert tækifæri og áhugi á liðinu og öllu því tengdu hefur hrunið. Mótmæli og áhugaleysi hafa síðan orðið enn meira áberandi þegar gengi liðsins hefur verið dapurt. Luka Doncic hefur líka farið á kostum með Lakers á sama tíma og Davis hefur lítið verið með vegna meiðsla. Dallas Mavericks komst ekki í gegnum umspilið og tímabilinu er lokið. Í tilefni af því ræddi Harrison við fjölmiðla. „Ég vissi ekki hversu mikilvægur Luka var fyrir stuðningsmennina,“ sagði Nico Harrison. ESPN segir frá. „Ég áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var,“ sagði Harrison. Harrison bjóst vissulega við hörðum viðbrögðum en taldi að þau myndu minnka eftir að Anthony Davis færi að spila reglulega með þeim Kyrie Irving, Klay Thompson, P.J. Washington og Dereck Lively II. Raunin var önnur. Davis meiddist í fyrsta leik og Kyrie Irving sleit svo krossband. Allt gekk á afturfótunum og tímabilið rann út í sandinn. „Okkur finnst við vera með meistaralið í höndunum og þetta lið getur unnið marga leiki. Hefði það gerst þá hefði hneykslunin dáið út. Því miður tókst það ekki og þetta hélt því stanslaust áfram,“ sagði Harrison. Harrison viðurkenndi líka að hann hafi enn ekki talað við Luka Doncic. „Mér líður eins og honum. Ég hef aldrei talað illa um Luka en er bara tilbúinn að halda áfram með liðið sem við höfum í dag,“ sagði Harrison. Mavs GM Nico Harrison on the fan reaction and outrage to the Luka Doncic trade in Dallas:“I did know Luka was important to the fan base. I didn't quite know it to what level.” 🧐 pic.twitter.com/uO5BoTickP— ClutchPoints (@ClutchPoints) April 21, 2025 NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Stuðningsmenn Dallas Mavericks hafa síðan öskrað „rekið Nico“ við hvert tækifæri og áhugi á liðinu og öllu því tengdu hefur hrunið. Mótmæli og áhugaleysi hafa síðan orðið enn meira áberandi þegar gengi liðsins hefur verið dapurt. Luka Doncic hefur líka farið á kostum með Lakers á sama tíma og Davis hefur lítið verið með vegna meiðsla. Dallas Mavericks komst ekki í gegnum umspilið og tímabilinu er lokið. Í tilefni af því ræddi Harrison við fjölmiðla. „Ég vissi ekki hversu mikilvægur Luka var fyrir stuðningsmennina,“ sagði Nico Harrison. ESPN segir frá. „Ég áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var,“ sagði Harrison. Harrison bjóst vissulega við hörðum viðbrögðum en taldi að þau myndu minnka eftir að Anthony Davis færi að spila reglulega með þeim Kyrie Irving, Klay Thompson, P.J. Washington og Dereck Lively II. Raunin var önnur. Davis meiddist í fyrsta leik og Kyrie Irving sleit svo krossband. Allt gekk á afturfótunum og tímabilið rann út í sandinn. „Okkur finnst við vera með meistaralið í höndunum og þetta lið getur unnið marga leiki. Hefði það gerst þá hefði hneykslunin dáið út. Því miður tókst það ekki og þetta hélt því stanslaust áfram,“ sagði Harrison. Harrison viðurkenndi líka að hann hafi enn ekki talað við Luka Doncic. „Mér líður eins og honum. Ég hef aldrei talað illa um Luka en er bara tilbúinn að halda áfram með liðið sem við höfum í dag,“ sagði Harrison. Mavs GM Nico Harrison on the fan reaction and outrage to the Luka Doncic trade in Dallas:“I did know Luka was important to the fan base. I didn't quite know it to what level.” 🧐 pic.twitter.com/uO5BoTickP— ClutchPoints (@ClutchPoints) April 21, 2025
NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira