Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 23. apríl 2025 08:01 Frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um veiðigjald mun gera rekstur fiskvinnslu á Íslandi óhagkvæmari, áhættumeiri og sveiflukenndari en hann er nú. Geta til að takast á við ófyrirséða atburði mun minnka verulega og svigrúm til fjárfestinga mun minnka að sama skapi. Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa látið sem svo að það sé einfaldlega sjávarútvegsfyrirtækjanna að ákveða hvort fiskvinnsla haldi áfram í núverandi mynd á Íslandi – nánast að það sé bara fyrir illkvittni í stjórnendum þessara fyrirtækja ef fiskvinnslur í landi þola ekki þá hækkun á hráefniskostnaði sem veiðigjaldahækkunin mun hafa í för með sér. Hér er ekkert vantalið Frumvarpsdrögin byggjast á þeirri röngu ályktun að aflaverðmæti (fiskverð til skips) hafi verið vantalið um áratugaskeið og því eigi að miða skattstofn veiðigjalds við verð á uppboðsmörkuðum, hér heima og í Noregi. Gallarnir við þetta viðmið eru margir og alvarlegir, en eru ekki viðfangsefni þessarar greinar, heldur sú einfalda staðreynd að hækkun veiðigjalds, með því að miða við verð á uppboðsmörkuðum, mun hafa bein og sjálfstæð áhrif á rekstrarafkomu fiskvinnslu. Ef gert væri ráð fyrir að fiskvinnslur þyrftu að kaupa allt sitt hráefni á verði sem myndast á fiskmörkuðum, myndi það leiða til verulegrar hækkunar á hráefniskostnaði. Við slíkar aðstæður er fyrirséð að fyrirtækin neyðist til að skera niður kostnað á öðrum sviðum, enda eiga íslensk sjávarútvegsfyrirtæki engin færi á því að velta innlendum kostnaðarhækkunum út í verð afurða á alþjóðlegum mörkuðum. Í mörgum tilfellum felur hagræðing í sér uppsagnir á starfsfólki, niðurskurð í starfsemi eða jafnvel lokanir. Svigrúm til fjárfestinga verður jafnframt takmarkað, með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á samkeppnishæfni til framtíðar. Afleiðingin verður sú að aukinn hluti aflans verður fluttur óunninn úr landi. Útflutningur verður þar með einsleitari og sveigjanleiki við breyttar markaðsaðstæður minni. Áhætta mun með öðrum orðum aukast þar sem sjávarútvegur verður berskjaldaðri fyrir breytingum í ytra umhverfi og hann hefur enga stjórn á. Hvað gerðist í Noregi? Þessi sviðsmynd er ekki úr lausu lofti gripin, því við sjáum í Noregi nákvæmlega hvað gerist þegar hráefniskostnaður fiskvinnslu er of hár. Þar í landi er ekki sama samþætting veiða og vinnslu og á Íslandi. Útgerðir reyna að hámarka virði afla úr hverri veiðiferð og fiskvinnslur kaupa því aflann á mun hærra verði en þær gera hér á landi. Hlutfall hráefniskostnaðar af tekjum norskra fiskvinnslufyrirtækja hefur verið á bilinu 75-80% á síðustu árum og stundum enn hærra. Þá eiga vinnslurnar eftir að greiða allan annan kostnað, eins og laun, orku, löndun, umbúðir, geymslu og sölu, svo fátt eitt sé nefnt, auk þess að fjárfesta til framtíðar. Afleiðingin er sú að rekstur norskrar fiskvinnslu er í járnum og hefur verið það árum saman. Hlutfall hagnaðar fyrir skatt af tekjum hefur verið neikvætt á síðustu árum og ávöxtun eigin fjár var 0% í þrjú ár á bilinu 2019-2023. Þegar allt þetta er haft í huga er ekki skrítið að sífellt hærra hlutfall norsks afla sé flutt óunnið til útlanda. Í bolfiskvinnslu hefur veik afkoma leitt til fækkunar og lokana, þar sem rekstur hefur reynst ósjálfbær. Lerøy Norway Seafoods hefur til dæmis breytt áherslum í starfsemi sinni og dregið úr vinnslu. Aðrir aðilar, á borð við Aalesundfisk í Mehamn, hafa selt búnað, sagt upp starfsfólki og hætt allri starfsemi. Fleiri dæmi má finna, en stóra myndin er sú að 60% af norskum þorski, 96% af ýsu og 52% af ufsa voru flutt óunnin til útlanda árið 2023 – og það var í nokkuð góðu árferði í Noregi vegna veiks gengis norsku krónunnar. Störf flytjast úr landi Norska rannsóknarstofnunin SINTEF áætlaði árið 2021 að norskur sjávarútvegur skapaði 21.000 störf í Evrópusambandinu, rúmlega tvöfalt fleiri en í greininni sjálfri í Noregi. Norskir sérfræðingar hafa ítrekað bent á að meira þurfi að gera til að tryggja aukna vinnslu og meiri verðmætasköpun úr fiskveiðum þar í landi. Hafa þeir þarf jafnvel nefnt Ísland til samanburðar. Öfugt við það sem ónefndur hagfræðingur sagði á dögunum, að það sé bitamunur en ekki fjár- hvar fiskur sé unninn, þá er þetta fordæmi sem við ættum að forðast í allra lengstu lög. Störfin sem unnin eru í vinnslu hér á landi eru langflest örugg og vel launuð heilsársstörf á landsbyggðinni og þau verða eingöngu til vegna þess að vinnslan ber sig. Það sem ráðherra vill ekki ræða Þetta er norska leiðin í sjávarútvegi. Með því að skrúfa upp verðið sem fiskvinnslan greiðir fyrir hráefnið molnar undan rekstrarhæfi hennar. Hærra og hærra hlutfall aflans er selt óunnið úr landi og þjóðarbúið í heild sinni verður af gríðarlegum verðmætum. Það er því kannski skiljanlegt að atvinnuvegaráðherra hafi kosið að eiga ekkert samráð við hagaðila á Íslandi um möguleg áhrif þess frumvarps sem hún hefur lagt fram, verði það að lögum. Þetta eru óþægilegar staðreyndir sem ráðherra virðist ekki treysta sér til að ræða. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um veiðigjald mun gera rekstur fiskvinnslu á Íslandi óhagkvæmari, áhættumeiri og sveiflukenndari en hann er nú. Geta til að takast á við ófyrirséða atburði mun minnka verulega og svigrúm til fjárfestinga mun minnka að sama skapi. Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa látið sem svo að það sé einfaldlega sjávarútvegsfyrirtækjanna að ákveða hvort fiskvinnsla haldi áfram í núverandi mynd á Íslandi – nánast að það sé bara fyrir illkvittni í stjórnendum þessara fyrirtækja ef fiskvinnslur í landi þola ekki þá hækkun á hráefniskostnaði sem veiðigjaldahækkunin mun hafa í för með sér. Hér er ekkert vantalið Frumvarpsdrögin byggjast á þeirri röngu ályktun að aflaverðmæti (fiskverð til skips) hafi verið vantalið um áratugaskeið og því eigi að miða skattstofn veiðigjalds við verð á uppboðsmörkuðum, hér heima og í Noregi. Gallarnir við þetta viðmið eru margir og alvarlegir, en eru ekki viðfangsefni þessarar greinar, heldur sú einfalda staðreynd að hækkun veiðigjalds, með því að miða við verð á uppboðsmörkuðum, mun hafa bein og sjálfstæð áhrif á rekstrarafkomu fiskvinnslu. Ef gert væri ráð fyrir að fiskvinnslur þyrftu að kaupa allt sitt hráefni á verði sem myndast á fiskmörkuðum, myndi það leiða til verulegrar hækkunar á hráefniskostnaði. Við slíkar aðstæður er fyrirséð að fyrirtækin neyðist til að skera niður kostnað á öðrum sviðum, enda eiga íslensk sjávarútvegsfyrirtæki engin færi á því að velta innlendum kostnaðarhækkunum út í verð afurða á alþjóðlegum mörkuðum. Í mörgum tilfellum felur hagræðing í sér uppsagnir á starfsfólki, niðurskurð í starfsemi eða jafnvel lokanir. Svigrúm til fjárfestinga verður jafnframt takmarkað, með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á samkeppnishæfni til framtíðar. Afleiðingin verður sú að aukinn hluti aflans verður fluttur óunninn úr landi. Útflutningur verður þar með einsleitari og sveigjanleiki við breyttar markaðsaðstæður minni. Áhætta mun með öðrum orðum aukast þar sem sjávarútvegur verður berskjaldaðri fyrir breytingum í ytra umhverfi og hann hefur enga stjórn á. Hvað gerðist í Noregi? Þessi sviðsmynd er ekki úr lausu lofti gripin, því við sjáum í Noregi nákvæmlega hvað gerist þegar hráefniskostnaður fiskvinnslu er of hár. Þar í landi er ekki sama samþætting veiða og vinnslu og á Íslandi. Útgerðir reyna að hámarka virði afla úr hverri veiðiferð og fiskvinnslur kaupa því aflann á mun hærra verði en þær gera hér á landi. Hlutfall hráefniskostnaðar af tekjum norskra fiskvinnslufyrirtækja hefur verið á bilinu 75-80% á síðustu árum og stundum enn hærra. Þá eiga vinnslurnar eftir að greiða allan annan kostnað, eins og laun, orku, löndun, umbúðir, geymslu og sölu, svo fátt eitt sé nefnt, auk þess að fjárfesta til framtíðar. Afleiðingin er sú að rekstur norskrar fiskvinnslu er í járnum og hefur verið það árum saman. Hlutfall hagnaðar fyrir skatt af tekjum hefur verið neikvætt á síðustu árum og ávöxtun eigin fjár var 0% í þrjú ár á bilinu 2019-2023. Þegar allt þetta er haft í huga er ekki skrítið að sífellt hærra hlutfall norsks afla sé flutt óunnið til útlanda. Í bolfiskvinnslu hefur veik afkoma leitt til fækkunar og lokana, þar sem rekstur hefur reynst ósjálfbær. Lerøy Norway Seafoods hefur til dæmis breytt áherslum í starfsemi sinni og dregið úr vinnslu. Aðrir aðilar, á borð við Aalesundfisk í Mehamn, hafa selt búnað, sagt upp starfsfólki og hætt allri starfsemi. Fleiri dæmi má finna, en stóra myndin er sú að 60% af norskum þorski, 96% af ýsu og 52% af ufsa voru flutt óunnin til útlanda árið 2023 – og það var í nokkuð góðu árferði í Noregi vegna veiks gengis norsku krónunnar. Störf flytjast úr landi Norska rannsóknarstofnunin SINTEF áætlaði árið 2021 að norskur sjávarútvegur skapaði 21.000 störf í Evrópusambandinu, rúmlega tvöfalt fleiri en í greininni sjálfri í Noregi. Norskir sérfræðingar hafa ítrekað bent á að meira þurfi að gera til að tryggja aukna vinnslu og meiri verðmætasköpun úr fiskveiðum þar í landi. Hafa þeir þarf jafnvel nefnt Ísland til samanburðar. Öfugt við það sem ónefndur hagfræðingur sagði á dögunum, að það sé bitamunur en ekki fjár- hvar fiskur sé unninn, þá er þetta fordæmi sem við ættum að forðast í allra lengstu lög. Störfin sem unnin eru í vinnslu hér á landi eru langflest örugg og vel launuð heilsársstörf á landsbyggðinni og þau verða eingöngu til vegna þess að vinnslan ber sig. Það sem ráðherra vill ekki ræða Þetta er norska leiðin í sjávarútvegi. Með því að skrúfa upp verðið sem fiskvinnslan greiðir fyrir hráefnið molnar undan rekstrarhæfi hennar. Hærra og hærra hlutfall aflans er selt óunnið úr landi og þjóðarbúið í heild sinni verður af gríðarlegum verðmætum. Það er því kannski skiljanlegt að atvinnuvegaráðherra hafi kosið að eiga ekkert samráð við hagaðila á Íslandi um möguleg áhrif þess frumvarps sem hún hefur lagt fram, verði það að lögum. Þetta eru óþægilegar staðreyndir sem ráðherra virðist ekki treysta sér til að ræða. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun