Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 23. apríl 2025 07:15 Hér verður kistan lögð svo trúariðkendur og almenningur geti kvatt páfann. Vísir/EPA Lík Frans páfa verður flutt í Péturskirkjuna í Vatíkaninu snemma í dag. Þar mun hann liggja í þrjá daga svo almenningur og trúariðkendur geti kvatt hann. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann var páfi í tólf ár. Kirkjan verður opin í dag og á morgun til miðnættis en lokar svo klukkan 19, að staðartíma, á föstudag. Útför páfans fer svo fram á laugardag. Búist er við því að fjölmargir leiðtogar verði viðstaddir. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur þegar tilkynnt að hún verði viðstödd og þá hefur forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, tilkynnt að hann verði á staðnum og forseti Úkraínu, Volodomír Selenskíj. Fólk safnast saman við kirkjuna til að fylgjast með því þegar lík páfans verður flutt í Péturskirkjuna. Vísir/EPA Útförin hefst klukkan tíu á Péturstorginu en hann verður svo jarðaður í kirkju heilagrar Maríu sem er ekki í Vatíkaninu. Í frétt AP segir að María mey hafi lengi verið uppáhalds dýrlingurinn hans. Í frétt Reuters segir að þegar hafi myndast raðir á torginu þar sem fólk fylgdist með flutningnum. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu flutningi líksins hér að neðan. Páfakjörsfundur fer svo fram í næsta mánuði. Þá munu allir kardinálarnir hittast í Sixtínsku kapellunni í Páfagarði og ákveða það. Aðeins þeir sem eru yngri en 80 ára hafa atkvæðisrétt. Valið getur tekið marga daga, enda eru oft ansi skiptar skoðanir á því hvaða leið kirkjan á að fara og hver er hæfastur til að leiða kirkjuna í þá átt. Vísir tók saman hverjir eru líklegir til að taka við af Frans páfa. Trúariðkendur og almenningur mun geta heimsótt Péturskirkju til að kveðja páfann þar til klukkan 19 á föstudag.Vísir/EPA Páfagarður Andlát Frans páfa Trúmál Tengdar fréttir Frans páfi er látinn Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. 21. apríl 2025 08:08 Reiknar með að sækja útför Frans páfa Reiknað er með því að Halla Tómasdóttir forseti verði viðstödd útför Frans páfa á laugardag. Halla er meðal þjóðarleiðtoga hvaðanæva úr heiminum sem verða viðstaddir útförina, en meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands. 22. apríl 2025 17:02 Útför páfans á laugardag Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. 22. apríl 2025 06:42 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira
Kirkjan verður opin í dag og á morgun til miðnættis en lokar svo klukkan 19, að staðartíma, á föstudag. Útför páfans fer svo fram á laugardag. Búist er við því að fjölmargir leiðtogar verði viðstaddir. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur þegar tilkynnt að hún verði viðstödd og þá hefur forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, tilkynnt að hann verði á staðnum og forseti Úkraínu, Volodomír Selenskíj. Fólk safnast saman við kirkjuna til að fylgjast með því þegar lík páfans verður flutt í Péturskirkjuna. Vísir/EPA Útförin hefst klukkan tíu á Péturstorginu en hann verður svo jarðaður í kirkju heilagrar Maríu sem er ekki í Vatíkaninu. Í frétt AP segir að María mey hafi lengi verið uppáhalds dýrlingurinn hans. Í frétt Reuters segir að þegar hafi myndast raðir á torginu þar sem fólk fylgdist með flutningnum. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu flutningi líksins hér að neðan. Páfakjörsfundur fer svo fram í næsta mánuði. Þá munu allir kardinálarnir hittast í Sixtínsku kapellunni í Páfagarði og ákveða það. Aðeins þeir sem eru yngri en 80 ára hafa atkvæðisrétt. Valið getur tekið marga daga, enda eru oft ansi skiptar skoðanir á því hvaða leið kirkjan á að fara og hver er hæfastur til að leiða kirkjuna í þá átt. Vísir tók saman hverjir eru líklegir til að taka við af Frans páfa. Trúariðkendur og almenningur mun geta heimsótt Péturskirkju til að kveðja páfann þar til klukkan 19 á föstudag.Vísir/EPA
Páfagarður Andlát Frans páfa Trúmál Tengdar fréttir Frans páfi er látinn Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. 21. apríl 2025 08:08 Reiknar með að sækja útför Frans páfa Reiknað er með því að Halla Tómasdóttir forseti verði viðstödd útför Frans páfa á laugardag. Halla er meðal þjóðarleiðtoga hvaðanæva úr heiminum sem verða viðstaddir útförina, en meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands. 22. apríl 2025 17:02 Útför páfans á laugardag Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. 22. apríl 2025 06:42 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira
Reiknar með að sækja útför Frans páfa Reiknað er með því að Halla Tómasdóttir forseti verði viðstödd útför Frans páfa á laugardag. Halla er meðal þjóðarleiðtoga hvaðanæva úr heiminum sem verða viðstaddir útförina, en meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands. 22. apríl 2025 17:02
Útför páfans á laugardag Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. 22. apríl 2025 06:42