Ríkisútvarpið greindi frá málinu í kvöldfréttum.
Í frétt Rúv kemur fram að tvær konur hafi lagt fram kæru til lögreglu vegna hópnauðgana, sem áttu sér stað með stuttu millibili undir lok síðasta mánaðar. Svo virðist sem sömu þrír mennirnir hafi verið að verki í bæði skiptin.
„Það sem er nú kannski sérstaklega óhuggulegt við þessi mál er það að það virðist vera um þaulskipulögð brot að ræða,“ sagði Einar Hugi Bjarnason, réttargæslumaður kvennanna, í samtali við fréttastofu Rúv.
Konurnar þekktustu ekki en brotið var á þeim með tveggja vikna millibili og leikur grunur á að þeim hafi verið byrluð ólyfjan. Réttargæslumaður kvennanna sagði málin hafa gerst á sama skemmtistaðnum í miðborg Reykjavíkur og að farið hafi verið með þær í sömu íbúðina í Vesturbæ Reykjavíkur.
Þar hafi verið brotið á konunum klukkustundum saman af hálfu þriggja manna. Brotin virðist því vera skipulögð og úthugsuð að sögn Einars Huga.