„Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sindri Sverrisson skrifar 24. apríl 2025 10:00 Kristaps Porzingis fékk stóran skurð á ennið en kann að höndla slíkt eins og þjálfari hans Jo Mazzulla talaði um eftir leik. Samsett/Getty Lettanum Kristaps Porzingis var ákaft fagnað í 109-100 sigri Boston Celtics á Orlando Magic í gærkvöld. Hann varð alblóðugur eftir fast olnbogaskot í þriðja leikhluta en kláraði leikinn með sárabindi og var hrósað í hástert af þjálfaranum, Joe Mazzulla. Boston er nú komið í 2-0 í einvíginu við Orlando, í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar, og Porzingis átti sinn þátt í því með tuttugu stigum og tíu fráköstum í gærkvöld. Ekki eru allir sammála um hvort olnbogaskotið frá Goga Bitadze hafi verið viljandi en Porzingis féll niður og það fossblæddi strax úr enni hans. Foul on Porzingis lol. Probably fouled him before but he’s gotta be sick after getting hit like that pic.twitter.com/WxUOLvZC3o— EJ’s Waterboy (@EJzWaterboy) April 24, 2025 Lettinn sneri hins vegar aftur með sárabindi í fjórða leikhluta, hjálpaði til við að tryggja sigurinn og hélt áfram að skora stig hjá stuðningsmönnum Boston. „Hvernig gat ég annað en komið aftur á völlinn? Bara: „Æ, ég er með fimm spor, ég get ekki spilað meira.“ Nei. Lappirnar á mér virkuðu. Það var allt í lagi og auðvitað hélt ég áfram. Þið þekkið mig líka. Ég kann að meta svona augnablik,“ sagði Porzingis. Kristaps Porzingis was born to be a Boston Celtic. pic.twitter.com/66BMntyFGz— Dante Turo (@DanteOnDeck) April 24, 2025 Samherjar hans og Mazzulla þjálfari voru heldur ekki hissa á að sjá Porzingis aftur á vellinum og Mazzulla sagði það hreinlega ánægjulegt að sjá honum blæða. „Ég kann vel að meta allt hans framferði. Hann hefur meðfæddan hæfileika til að taka hlutina mjög alvarlega en hafa á sama tíma frábæra yfirsýn. Maður sér hvað hann höndlar umhverfið vel, hvernig hann höndlar stuðningsmennina og þessi líkamlegu átök. Hann heldur alltaf jafnvægi og ég held að það hjálpi okkur,“ sagði Mazzulla áður en hann bætti við: „Mér finnst gott að sjá honum blæða á vellinum. Ég held að það sé mikilvægt.“ "I like watching him bleed on the court. I think it's important." —Joe Mazzulla on Kristaps Porzingis after Game 2 😅 pic.twitter.com/D2QhYFc28g— SportsCenter (@SportsCenter) April 24, 2025 Jaylen Brown var stigahæstur með 36 stig en Jayson Tatum var ekki með vegna meiðsla í úlnlið. Butler fór meiddur af velli Golden State Warriors urðu fyrir áfalli þegar Jimmy Butler fór meiddur af velli í 109-94 tapinu gegn Houston Rockets í gærkvöld. Beðið er eftir niðurstöðu úr myndatöku í dag til að meta hve alvarleg meiðslin eru en Butler meiddist strax í fyrsta leikhluta. Houston jafnaði með sigrinum metin í einvíginu í 1-1. Cleveland Cavaliers komust svo í 2-0 gegn Miami Heat með 121-112 sigri. NBA Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Sjá meira
Boston er nú komið í 2-0 í einvíginu við Orlando, í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar, og Porzingis átti sinn þátt í því með tuttugu stigum og tíu fráköstum í gærkvöld. Ekki eru allir sammála um hvort olnbogaskotið frá Goga Bitadze hafi verið viljandi en Porzingis féll niður og það fossblæddi strax úr enni hans. Foul on Porzingis lol. Probably fouled him before but he’s gotta be sick after getting hit like that pic.twitter.com/WxUOLvZC3o— EJ’s Waterboy (@EJzWaterboy) April 24, 2025 Lettinn sneri hins vegar aftur með sárabindi í fjórða leikhluta, hjálpaði til við að tryggja sigurinn og hélt áfram að skora stig hjá stuðningsmönnum Boston. „Hvernig gat ég annað en komið aftur á völlinn? Bara: „Æ, ég er með fimm spor, ég get ekki spilað meira.“ Nei. Lappirnar á mér virkuðu. Það var allt í lagi og auðvitað hélt ég áfram. Þið þekkið mig líka. Ég kann að meta svona augnablik,“ sagði Porzingis. Kristaps Porzingis was born to be a Boston Celtic. pic.twitter.com/66BMntyFGz— Dante Turo (@DanteOnDeck) April 24, 2025 Samherjar hans og Mazzulla þjálfari voru heldur ekki hissa á að sjá Porzingis aftur á vellinum og Mazzulla sagði það hreinlega ánægjulegt að sjá honum blæða. „Ég kann vel að meta allt hans framferði. Hann hefur meðfæddan hæfileika til að taka hlutina mjög alvarlega en hafa á sama tíma frábæra yfirsýn. Maður sér hvað hann höndlar umhverfið vel, hvernig hann höndlar stuðningsmennina og þessi líkamlegu átök. Hann heldur alltaf jafnvægi og ég held að það hjálpi okkur,“ sagði Mazzulla áður en hann bætti við: „Mér finnst gott að sjá honum blæða á vellinum. Ég held að það sé mikilvægt.“ "I like watching him bleed on the court. I think it's important." —Joe Mazzulla on Kristaps Porzingis after Game 2 😅 pic.twitter.com/D2QhYFc28g— SportsCenter (@SportsCenter) April 24, 2025 Jaylen Brown var stigahæstur með 36 stig en Jayson Tatum var ekki með vegna meiðsla í úlnlið. Butler fór meiddur af velli Golden State Warriors urðu fyrir áfalli þegar Jimmy Butler fór meiddur af velli í 109-94 tapinu gegn Houston Rockets í gærkvöld. Beðið er eftir niðurstöðu úr myndatöku í dag til að meta hve alvarleg meiðslin eru en Butler meiddist strax í fyrsta leikhluta. Houston jafnaði með sigrinum metin í einvíginu í 1-1. Cleveland Cavaliers komust svo í 2-0 gegn Miami Heat með 121-112 sigri.
NBA Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Sjá meira