„Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. apríl 2025 08:02 Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, segir samhug um að spila í bænum í sumar. Hann trúi því ekki að aðrir veigri sér við því að koma þangað að spila. Vísir/Ívar Grindvíkingar nýttu margir hverjir sumardaginn fyrsta í sjálfboðaliðastarf á fótboltavelli bæjarins. Ekki hafa farið fram íþróttakappleikir í bænum í um 18 mánuði, en það á að breytast í sumar. Nóg var um að vera á sérstökum vinnudegi á Stakkavíkurvelli, heimavelli fótboltaliðs Grindavíkur, á fyrsta degi sumars í gær. Um 60 manns komu saman til að vinna að því að gera völlinn leikfæran fyrir komandi fótboltasumar. Einhugur er um að spila fótbolta í bænum. „Það er erfitt að vera ekki heima. Það eru einhver lýsingarorð um það sem ég kem ekki upp úr mér. Það verður stórkostlegt að geta komið og sjá fótboltann rúlla hérna á grasinu í Grindavík aftur,“ segir Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur. „Ég held það séu yfir 60 manns sem komu í sjálfboðavinnu hérna í dag að hjálpa til. Það er gríðarlegur hugur í Grindvíkingum. Þetta verður bara stórkostlegt,“ segir Haukur enn fremur um samhuginn sem sé um verkefnið. Margir lögðu hönd á plóg á vellinum í gær.Vísir/Valur Páll Jarðhræringar síðustu missera hafi ekki haft áhrif á fótboltavöllinn eða aðstöðuna í kring. „Völlurinn er bara í tipp topp lagi og stúkan líka. Íþróttamannvirkin hérna eru bara í lagi. Íþróttirnar í Grindavík lifa. Það er bara þannig.“ Öryggisyfirvöld með í ráðum Fáa þarf að kynna fyrir nýlegri sögu Grindavíkurbæjar og þeim hamförum sem hafa riðið þar yfir. Jörð opnaðist í fótboltahúsi félagsins í stærstu jarðskjálftunum og eldgosahrina undanfarinna missera gerði síðast vart við sig í byrjun apríl-mánaðar. Vegna þessa hafa einhverjir áhyggjur af öryggi til fótboltaiðkunnar á svæðinu. Síðast gaus þann 1. apríl. Það varði þó stutt, aðeins í um nokkrar klukkustundir þann daginn. Ekkert hefur borið á eldvirkni síðan þá.Vísir/Anton Brink Öll leyfi hafi hins vegar fengist fyrir því að Grindavík spili á Stakkavíkurvelli í sumar. „Við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af því. Lögreglustjórinn í Keflavík, Almannavarnir, slökkviliðið hér, Björgunarsveitin, það eru allir á vaktinni. Við erum með rýmingaráætlun og erum með allt upp á tíu. Það er enginn sem er að fara koma hingað inn að fara að verða í einhverri hættu – það er loforð.“ Gert þetta margoft áður En segjum að viðvörunarbjöllur fari í gang á meðan fótboltaleik stendur, hvað gerist þá? „Þá fer af stað rýmingaráætlun. Fólki verður beint út úr bænum í rólegheitum. Það er ekkert mál. Við höfum gert þetta margoft áður, eins og í Bláa lóninu,“ segir Haukur. Haukur kveðst þá ekki smeykur um að andstæðingar Grindavíkur í Lengjudeildinni veigri sér við komu til bæjarins. „Nei, nei. Hér er gott að koma, hér hefur alltaf verið gott að koma og spila. Hér er tekið vel á móti öllum. Ég trúi því ekki að það vilji enginn koma hingað,“ segir Haukur að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. UMF Grindavík Grindavík Lengjudeild karla Fótbolti Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira
Nóg var um að vera á sérstökum vinnudegi á Stakkavíkurvelli, heimavelli fótboltaliðs Grindavíkur, á fyrsta degi sumars í gær. Um 60 manns komu saman til að vinna að því að gera völlinn leikfæran fyrir komandi fótboltasumar. Einhugur er um að spila fótbolta í bænum. „Það er erfitt að vera ekki heima. Það eru einhver lýsingarorð um það sem ég kem ekki upp úr mér. Það verður stórkostlegt að geta komið og sjá fótboltann rúlla hérna á grasinu í Grindavík aftur,“ segir Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur. „Ég held það séu yfir 60 manns sem komu í sjálfboðavinnu hérna í dag að hjálpa til. Það er gríðarlegur hugur í Grindvíkingum. Þetta verður bara stórkostlegt,“ segir Haukur enn fremur um samhuginn sem sé um verkefnið. Margir lögðu hönd á plóg á vellinum í gær.Vísir/Valur Páll Jarðhræringar síðustu missera hafi ekki haft áhrif á fótboltavöllinn eða aðstöðuna í kring. „Völlurinn er bara í tipp topp lagi og stúkan líka. Íþróttamannvirkin hérna eru bara í lagi. Íþróttirnar í Grindavík lifa. Það er bara þannig.“ Öryggisyfirvöld með í ráðum Fáa þarf að kynna fyrir nýlegri sögu Grindavíkurbæjar og þeim hamförum sem hafa riðið þar yfir. Jörð opnaðist í fótboltahúsi félagsins í stærstu jarðskjálftunum og eldgosahrina undanfarinna missera gerði síðast vart við sig í byrjun apríl-mánaðar. Vegna þessa hafa einhverjir áhyggjur af öryggi til fótboltaiðkunnar á svæðinu. Síðast gaus þann 1. apríl. Það varði þó stutt, aðeins í um nokkrar klukkustundir þann daginn. Ekkert hefur borið á eldvirkni síðan þá.Vísir/Anton Brink Öll leyfi hafi hins vegar fengist fyrir því að Grindavík spili á Stakkavíkurvelli í sumar. „Við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af því. Lögreglustjórinn í Keflavík, Almannavarnir, slökkviliðið hér, Björgunarsveitin, það eru allir á vaktinni. Við erum með rýmingaráætlun og erum með allt upp á tíu. Það er enginn sem er að fara koma hingað inn að fara að verða í einhverri hættu – það er loforð.“ Gert þetta margoft áður En segjum að viðvörunarbjöllur fari í gang á meðan fótboltaleik stendur, hvað gerist þá? „Þá fer af stað rýmingaráætlun. Fólki verður beint út úr bænum í rólegheitum. Það er ekkert mál. Við höfum gert þetta margoft áður, eins og í Bláa lóninu,“ segir Haukur. Haukur kveðst þá ekki smeykur um að andstæðingar Grindavíkur í Lengjudeildinni veigri sér við komu til bæjarins. „Nei, nei. Hér er gott að koma, hér hefur alltaf verið gott að koma og spila. Hér er tekið vel á móti öllum. Ég trúi því ekki að það vilji enginn koma hingað,“ segir Haukur að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
UMF Grindavík Grindavík Lengjudeild karla Fótbolti Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira