Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. apríl 2025 23:55 Hegseth í opinberri heimsókn sinni í Noregi í dag. AP Pete Hegseth varnarmálaráðherra Bandaríkjanna er sagður hafa notast við nettengingu sem gerði honum kleift að nota samskiptaforritið Signal á einkatölvu hans í ráðuneytinu, í trássi við öryggisstaðla Pentagon. Þetta hafa blaðamenn AP eftir þremur heimildarmönnum. Óreiðukennd embættistíð Pete Hegseth hefur síðustu daga vakið athygli en hann hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir að segja frá yfirvofandi loftárásum á samskiptaforritinu Signal, bæði í hópi háttsettra embættismanna, og eins blaðamanns, og í persónulegum hópi sem innihélt meðal annars eiginkonu hans og bróður. Hegseth er til rannsóknar vegna samskipta hans og annarra háttsettra embættismanna á Signal en sú rannsókn hófst áður en í ljós kom að hann átti einnig samskiptum um árásirnar á Húta. Nýjustu vendingar í því máli eru þær að Hegseth notaði samskiptaforritið á óvarinni nettengingu í persónulegri tölvu sinni í Varnarmálaráðuneytinu, eða Pentagon. Vegna þess hafi háleynilegar varnarmálaupplýsingar verið líklegri til að verða undir í tölvuárásum og njósnum en ella. Í umfjöllun AP segir að um ræði svokallaða „óhreina“ nettengingu, sem tengi tæki beint við almenningsnetið í ráðuneytinu. Þar séu ekki fyrir hendi sömu öryggisstaðlar og í nettengingu Pentagon og því auknar líkur á tölvuárásum og njósnum. Starfsmenn ráðuneytisins hafa notast við nettenginguna til að komast inn á vefsíður sem nettenging ráðuneytisins hefur lokað fyrir vegna öryggisstaðla. Heimildarmenn AP segja Hegseth hafa látið tengja hina „óhreinu“ nettengingu í skrifstofu sinni til að komast inn á Signal. Sem fyrr segir er hann sakaður um að birta viðkvæmar upplýsingar um loftárásir í tveimur hópspjöllum. Bæði spjöllin hafi talið meira en tólf manns, allt frá embættismönnum til fjölskyldumeðlima Hegseth. Aðspurður um samskiptamiðlanotkun Hegseth í ráðuneytinu sagði Sean Parnell, aðaltalsmaður Pentagon, hana vera trúnaðarmál. „Aftur á móti getum við staðfest að hann hefur aldrei notað Signal í vinnutölvunni sinni,“ sagði Parnell í yfirlýsingu. Hegseth hefur undanfarna daga rekið þó nokkra af sínum helstu ráðgjöfum í ráðuneytinu og sakað þá um að leka upplýsingum í blaðamenn. Þrátt fyrir allt hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti lýst yfir stuðningi með Hegseth og neitað að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða. Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Mikið hefur gustað um Pete Hegseth, fyrrverandi sjónvarpsmann og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, undanfarið. Mikil óreiða er sögð hafa ríkt innan veggja ráðuneytisins, sem gengur iðulega undir nafninu Pentagon, og vantraust hefur aukist milli borgaralegra starfsmanna ráðuneytisins og hermanna sem starfa þar. 23. apríl 2025 10:38 Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Talsmenn Hvíta hússins hafa síðustu daga varið miklu púðri í að gagnrýna blaðamann sem var fyrir mistök bætt inn í spjallhóp margra af æðstu ráðamönnum Bandaríkjanna. Þar ræddu þeir yfirvofandi árásir gegn Hútum í Jemen og deildu upplýsingum um árásirnar sín á milli en búið er að birta öll samskiptin úr hópnum. 26. mars 2025 18:22 Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Uppljóstranir Jeffrey Goldberg, ritstjóra Atlantic, um að æðstu ráðamenn í Bandaríkjunum hafi rætt skipulagningu árása á Húta í Jemen í gegnum samskiptaforritið Signal hafa vakið mikla athygli og hneykslan vestanhafs. 25. mars 2025 08:49 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Þetta hafa blaðamenn AP eftir þremur heimildarmönnum. Óreiðukennd embættistíð Pete Hegseth hefur síðustu daga vakið athygli en hann hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir að segja frá yfirvofandi loftárásum á samskiptaforritinu Signal, bæði í hópi háttsettra embættismanna, og eins blaðamanns, og í persónulegum hópi sem innihélt meðal annars eiginkonu hans og bróður. Hegseth er til rannsóknar vegna samskipta hans og annarra háttsettra embættismanna á Signal en sú rannsókn hófst áður en í ljós kom að hann átti einnig samskiptum um árásirnar á Húta. Nýjustu vendingar í því máli eru þær að Hegseth notaði samskiptaforritið á óvarinni nettengingu í persónulegri tölvu sinni í Varnarmálaráðuneytinu, eða Pentagon. Vegna þess hafi háleynilegar varnarmálaupplýsingar verið líklegri til að verða undir í tölvuárásum og njósnum en ella. Í umfjöllun AP segir að um ræði svokallaða „óhreina“ nettengingu, sem tengi tæki beint við almenningsnetið í ráðuneytinu. Þar séu ekki fyrir hendi sömu öryggisstaðlar og í nettengingu Pentagon og því auknar líkur á tölvuárásum og njósnum. Starfsmenn ráðuneytisins hafa notast við nettenginguna til að komast inn á vefsíður sem nettenging ráðuneytisins hefur lokað fyrir vegna öryggisstaðla. Heimildarmenn AP segja Hegseth hafa látið tengja hina „óhreinu“ nettengingu í skrifstofu sinni til að komast inn á Signal. Sem fyrr segir er hann sakaður um að birta viðkvæmar upplýsingar um loftárásir í tveimur hópspjöllum. Bæði spjöllin hafi talið meira en tólf manns, allt frá embættismönnum til fjölskyldumeðlima Hegseth. Aðspurður um samskiptamiðlanotkun Hegseth í ráðuneytinu sagði Sean Parnell, aðaltalsmaður Pentagon, hana vera trúnaðarmál. „Aftur á móti getum við staðfest að hann hefur aldrei notað Signal í vinnutölvunni sinni,“ sagði Parnell í yfirlýsingu. Hegseth hefur undanfarna daga rekið þó nokkra af sínum helstu ráðgjöfum í ráðuneytinu og sakað þá um að leka upplýsingum í blaðamenn. Þrátt fyrir allt hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti lýst yfir stuðningi með Hegseth og neitað að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða.
Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Mikið hefur gustað um Pete Hegseth, fyrrverandi sjónvarpsmann og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, undanfarið. Mikil óreiða er sögð hafa ríkt innan veggja ráðuneytisins, sem gengur iðulega undir nafninu Pentagon, og vantraust hefur aukist milli borgaralegra starfsmanna ráðuneytisins og hermanna sem starfa þar. 23. apríl 2025 10:38 Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Talsmenn Hvíta hússins hafa síðustu daga varið miklu púðri í að gagnrýna blaðamann sem var fyrir mistök bætt inn í spjallhóp margra af æðstu ráðamönnum Bandaríkjanna. Þar ræddu þeir yfirvofandi árásir gegn Hútum í Jemen og deildu upplýsingum um árásirnar sín á milli en búið er að birta öll samskiptin úr hópnum. 26. mars 2025 18:22 Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Uppljóstranir Jeffrey Goldberg, ritstjóra Atlantic, um að æðstu ráðamenn í Bandaríkjunum hafi rætt skipulagningu árása á Húta í Jemen í gegnum samskiptaforritið Signal hafa vakið mikla athygli og hneykslan vestanhafs. 25. mars 2025 08:49 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Mikið hefur gustað um Pete Hegseth, fyrrverandi sjónvarpsmann og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, undanfarið. Mikil óreiða er sögð hafa ríkt innan veggja ráðuneytisins, sem gengur iðulega undir nafninu Pentagon, og vantraust hefur aukist milli borgaralegra starfsmanna ráðuneytisins og hermanna sem starfa þar. 23. apríl 2025 10:38
Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Talsmenn Hvíta hússins hafa síðustu daga varið miklu púðri í að gagnrýna blaðamann sem var fyrir mistök bætt inn í spjallhóp margra af æðstu ráðamönnum Bandaríkjanna. Þar ræddu þeir yfirvofandi árásir gegn Hútum í Jemen og deildu upplýsingum um árásirnar sín á milli en búið er að birta öll samskiptin úr hópnum. 26. mars 2025 18:22
Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Uppljóstranir Jeffrey Goldberg, ritstjóra Atlantic, um að æðstu ráðamenn í Bandaríkjunum hafi rætt skipulagningu árása á Húta í Jemen í gegnum samskiptaforritið Signal hafa vakið mikla athygli og hneykslan vestanhafs. 25. mars 2025 08:49