Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Kristján Már Unnarsson skrifar 24. apríl 2025 23:46 Frá Melgerðismelum árið 1947. Tvær Flugfélagsvélar á vellinum, Beechcraft til vinstri og Douglas Dakota til hægri. Minjasafnið á Akureyri/Flugsafn Íslands Melgerðismelar í Eyjafirði skipa merkan sess í flugsögu Íslands. Þar var fyrsti flugvöllur Akureyrar og sá mikilvægasti utan Suðvesturlands þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar á upphafsárunum. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 er fjallað um þýðingarmikið hlutverk Melavallarins. Þar var fyrsta bækistöð Svifflugfélags Akureyrar, sem stofnað var árið 1937, tveimur mánuðum á undan Flugfélagi Akureyrar, forvera Icelandair. Hér má sjá níu mínútna kafla úr þættinum: Sléttur dalbotninn ofan ármóta Eyjafjarðarár og Djúpadalsár gerði melana við bæinn Melgerði að náttúrulegum lendingarstað. Breski herinn gerði þar herflugvöll á stríðsárunum sem bandaríski herinn tók svo við. Í miðri heimsstyjöld, árið 1942, keypti Flugfélag Íslands Beechcraft landflugvél, fyrstu tveggja hreyfla flugvél Íslendinga, og tveim árum síðar tvær nýjar De Havilland Rapide landvélar, sem næstu árin héldu uppi flugi milli Reykjavíkur og Melgerðismela. Á stríðsárunum þurfti að mála þær rauðar til að aðgreina þær frá herflugvélum. Gömul loftmynd af herflugvellinum á Melgerðismelum.Minjasafnið á Akureyri/Flugsafn Íslands Með komu Gljáfaxa til Flugfélags Íslands árið 1946 og síðan fleiri Douglas Dakota-véla efldist innanlandsflug á landflugvélum. Þristarnir þóttu stórir á þeim tíma, tóku 28 farþega, og Melgerðismelar urðu helsti áfangastaður innanlandsflugsins frá Reykjavík. Melgerðismelar voru hins vegar í 25 kílómetra fjarlægð frá Akureyri og malarvegurinn á milli seinfarinn um sveitina. Því var fljótlega farið að huga að gerð nýs flugvallar nær bænum. Honum var fundinn staður á leirunum við ósa Eyjafjarðarár. Fyllingarefni var fengið með sanddælingu úr ósnum og var flugvöllurinn tekinn í notkun í desember árið 1954. Núverandi Akureyrarflugvöllur var vígður í desember 1954Snorri Snorrason Þátturinn um Akureyrarflugvöll og þátt Eyfirðinga í íslensku flugsögunni er sá tólfti í þáttaröðinni um Flugþjóðina, sem hóf göngu sína á Stöð 2 síðastliðið haust. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð alla þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er fyrsta kynningarstiklan fyrir Flugþjóðina: Flugþjóðin Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Eyjafjarðarsveit Seinni heimsstyrjöldin Söfn Samgöngur Tengdar fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega. 22. apríl 2025 22:11 Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53 Deila um það hvort flugsaga Íslendinga hafi byrjað á Akureyri eða Reykjavík Flugsaga Íslendinga spannar tugi ára og í nýjustu þáttum Kristjáns Más, sem bera nafnið Flugþjóðin, er farið yfir hana í smáatriðum. Þættirnir fóru í loftið á Stöð 2 á mánudagskvöldið. 4. september 2024 10:31 Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 er fjallað um þýðingarmikið hlutverk Melavallarins. Þar var fyrsta bækistöð Svifflugfélags Akureyrar, sem stofnað var árið 1937, tveimur mánuðum á undan Flugfélagi Akureyrar, forvera Icelandair. Hér má sjá níu mínútna kafla úr þættinum: Sléttur dalbotninn ofan ármóta Eyjafjarðarár og Djúpadalsár gerði melana við bæinn Melgerði að náttúrulegum lendingarstað. Breski herinn gerði þar herflugvöll á stríðsárunum sem bandaríski herinn tók svo við. Í miðri heimsstyjöld, árið 1942, keypti Flugfélag Íslands Beechcraft landflugvél, fyrstu tveggja hreyfla flugvél Íslendinga, og tveim árum síðar tvær nýjar De Havilland Rapide landvélar, sem næstu árin héldu uppi flugi milli Reykjavíkur og Melgerðismela. Á stríðsárunum þurfti að mála þær rauðar til að aðgreina þær frá herflugvélum. Gömul loftmynd af herflugvellinum á Melgerðismelum.Minjasafnið á Akureyri/Flugsafn Íslands Með komu Gljáfaxa til Flugfélags Íslands árið 1946 og síðan fleiri Douglas Dakota-véla efldist innanlandsflug á landflugvélum. Þristarnir þóttu stórir á þeim tíma, tóku 28 farþega, og Melgerðismelar urðu helsti áfangastaður innanlandsflugsins frá Reykjavík. Melgerðismelar voru hins vegar í 25 kílómetra fjarlægð frá Akureyri og malarvegurinn á milli seinfarinn um sveitina. Því var fljótlega farið að huga að gerð nýs flugvallar nær bænum. Honum var fundinn staður á leirunum við ósa Eyjafjarðarár. Fyllingarefni var fengið með sanddælingu úr ósnum og var flugvöllurinn tekinn í notkun í desember árið 1954. Núverandi Akureyrarflugvöllur var vígður í desember 1954Snorri Snorrason Þátturinn um Akureyrarflugvöll og þátt Eyfirðinga í íslensku flugsögunni er sá tólfti í þáttaröðinni um Flugþjóðina, sem hóf göngu sína á Stöð 2 síðastliðið haust. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð alla þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er fyrsta kynningarstiklan fyrir Flugþjóðina:
Flugþjóðin Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Eyjafjarðarsveit Seinni heimsstyrjöldin Söfn Samgöngur Tengdar fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega. 22. apríl 2025 22:11 Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53 Deila um það hvort flugsaga Íslendinga hafi byrjað á Akureyri eða Reykjavík Flugsaga Íslendinga spannar tugi ára og í nýjustu þáttum Kristjáns Más, sem bera nafnið Flugþjóðin, er farið yfir hana í smáatriðum. Þættirnir fóru í loftið á Stöð 2 á mánudagskvöldið. 4. september 2024 10:31 Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega. 22. apríl 2025 22:11
Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53
Deila um það hvort flugsaga Íslendinga hafi byrjað á Akureyri eða Reykjavík Flugsaga Íslendinga spannar tugi ára og í nýjustu þáttum Kristjáns Más, sem bera nafnið Flugþjóðin, er farið yfir hana í smáatriðum. Þættirnir fóru í loftið á Stöð 2 á mánudagskvöldið. 4. september 2024 10:31
Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00