Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Lovísa Arnardóttir skrifar 25. apríl 2025 08:23 Guðrún Hafsteinsdóttir segir gæsluvarðhald alvarlegt inngrip. Það séu ströng skilyrði um slíkt inngrip. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir það taka á að heyra frásagnir þolenda kynferðisofbeldis og að þeir upplifi ekki að réttarkerfið verndi þá. Það sé þó mikilvægt að fólk beri traust til réttarríkisins og að lögregla og dómskerfi fái rými til að vinna sína vinnu. Nauðsynlegt sé þó að réttarkerfið grípi þolendur eins og aðra. Fjallað hefur verið um það í fréttum að sömu þrír mennirnir séu grunaðir um tvær hópnauðganir. Þeir eru ekki í gæsluvarðhaldi. Einn er farbanni. Greint var frá því í gær að mennirnir eru bannaðir á skemmtistað í miðbænum vegna málanna og hefur verið send út viðvörun til annarra skemmtistaða vegna þeirra. Guðrún var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun um þetta mál og réttarkerfið almennt. Sjá einnig: Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hún segir gríðarlega mikilvægt að réttarkerfið sé skilvirkt og réttlátt og að það verndi þá einstaklinga sem leita til þess. Hún segist telja það gott en það megi sífellt bæta það. Hún hafi lagt áherslu á það í sinni ráðherratíð til dæmis að hraða meðferð kynferðisbrotamála. Það sé nauðsynlegt fyrir þolendur að fá skjóta úrvinnslu. Á sama tíma þurfi að vera skýrt að þegar einhver leggur fram kæru sé hún skoðuð fljótt og vel. Þyki ástæða til að ákæra grípi dómskerfið við og það verði að vera skilvirkt. Við endann sé svo fullnustukerfið og hún hafi lagt mikla áherslu á að gera breytingar á því kerfi þegar hún var ráðherra. Ástandið þar sé óviðunandi. Gæsluvarðhald alvarlegt inngrip Guðrún segist ekki geta svarað því hvers vegna mennirnir hafi ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald og lögreglan verði að svara því hvers vegna það sé. Gæsluvarðhald sé ekki refsing heldur tímabundin frelsissvipting á rannsóknarstigi máls. „Við verðum að hafa það í huga að þetta er alvarlegt inngrip í réttindi einstakling,“ segir Guðrún og að það séu mjög ströng skilyrði vegna þess hve alvarlegt úrræði það er að frelsissvipta einhvern. Það verði að vera rökstuddur grunur um brot og brotið varði fangelsisvist. „Við erum réttarríki og við verðum að bera traust til réttarkerfisins,“ segir Guðrún spurð um það hvort að það að varðveita rétt manna sem séu sakaðir um svo gróf brot sé mögulega á kostnað þolenda. Skiljanlegt að málið veki miklar og erfiðar tilfinningar „Ég skil það mjög vel, að í dæmi sem þessu sem hér er nefnd, að það veki miklar og erfiðar tilfinningar. Hér erum við að tala um gríðarlega alvarlega glæpi og þess vegna ber ég traust til lögreglunnar til að sinna sínum störfum.“ Guðrún segir að tryggja verði öllum réttláta málsmeðferð. Þolendur kynferðisbrota upplifi þó oft að það sé ekki tilfellið. Hún segir mikla áherslu lagða á málaflokkinn í dómsmálaráðuneytinu og það sé þörf á að halda þessari vinnu áfram. Það þurfi að tryggja öryggi þolenda og trúa þeim. „Fyrst og fremst þurfum við að trúa þolendum og grípa þá… Það er upplifun mjög margra þolenda að þeir séu ekki gripnir og öryggi þeirra sé ekki tryggt. Það þurfum við að laga og það er verkefni sem við erum sífellt í og höfum verið í,“ segir Guðrún. Lögreglunni hafi til dæmis verið tryggt meira fjármagn á síðasta kjörtímabili til að sinna þessum málaflokki. Hægt er að hlusta á viðtalið að ofan. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Bítið Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Sjá meira
Fjallað hefur verið um það í fréttum að sömu þrír mennirnir séu grunaðir um tvær hópnauðganir. Þeir eru ekki í gæsluvarðhaldi. Einn er farbanni. Greint var frá því í gær að mennirnir eru bannaðir á skemmtistað í miðbænum vegna málanna og hefur verið send út viðvörun til annarra skemmtistaða vegna þeirra. Guðrún var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun um þetta mál og réttarkerfið almennt. Sjá einnig: Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hún segir gríðarlega mikilvægt að réttarkerfið sé skilvirkt og réttlátt og að það verndi þá einstaklinga sem leita til þess. Hún segist telja það gott en það megi sífellt bæta það. Hún hafi lagt áherslu á það í sinni ráðherratíð til dæmis að hraða meðferð kynferðisbrotamála. Það sé nauðsynlegt fyrir þolendur að fá skjóta úrvinnslu. Á sama tíma þurfi að vera skýrt að þegar einhver leggur fram kæru sé hún skoðuð fljótt og vel. Þyki ástæða til að ákæra grípi dómskerfið við og það verði að vera skilvirkt. Við endann sé svo fullnustukerfið og hún hafi lagt mikla áherslu á að gera breytingar á því kerfi þegar hún var ráðherra. Ástandið þar sé óviðunandi. Gæsluvarðhald alvarlegt inngrip Guðrún segist ekki geta svarað því hvers vegna mennirnir hafi ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald og lögreglan verði að svara því hvers vegna það sé. Gæsluvarðhald sé ekki refsing heldur tímabundin frelsissvipting á rannsóknarstigi máls. „Við verðum að hafa það í huga að þetta er alvarlegt inngrip í réttindi einstakling,“ segir Guðrún og að það séu mjög ströng skilyrði vegna þess hve alvarlegt úrræði það er að frelsissvipta einhvern. Það verði að vera rökstuddur grunur um brot og brotið varði fangelsisvist. „Við erum réttarríki og við verðum að bera traust til réttarkerfisins,“ segir Guðrún spurð um það hvort að það að varðveita rétt manna sem séu sakaðir um svo gróf brot sé mögulega á kostnað þolenda. Skiljanlegt að málið veki miklar og erfiðar tilfinningar „Ég skil það mjög vel, að í dæmi sem þessu sem hér er nefnd, að það veki miklar og erfiðar tilfinningar. Hér erum við að tala um gríðarlega alvarlega glæpi og þess vegna ber ég traust til lögreglunnar til að sinna sínum störfum.“ Guðrún segir að tryggja verði öllum réttláta málsmeðferð. Þolendur kynferðisbrota upplifi þó oft að það sé ekki tilfellið. Hún segir mikla áherslu lagða á málaflokkinn í dómsmálaráðuneytinu og það sé þörf á að halda þessari vinnu áfram. Það þurfi að tryggja öryggi þolenda og trúa þeim. „Fyrst og fremst þurfum við að trúa þolendum og grípa þá… Það er upplifun mjög margra þolenda að þeir séu ekki gripnir og öryggi þeirra sé ekki tryggt. Það þurfum við að laga og það er verkefni sem við erum sífellt í og höfum verið í,“ segir Guðrún. Lögreglunni hafi til dæmis verið tryggt meira fjármagn á síðasta kjörtímabili til að sinna þessum málaflokki. Hægt er að hlusta á viðtalið að ofan.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Bítið Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent