Lífið

Halla og Biden hittust í út­för páfans

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Vel virðist hafa farið á með forsetunum tveimur.
Vel virðist hafa farið á með forsetunum tveimur. Halla Tómasdóttir/Instagram

Halla Tómasdóttir forseti Íslands birti í dag mynd af sér ásamt Joe Biden fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Þau eru stödd í Páfagarði og voru viðstödd útför páfans ásamt fjölda annarra þjóðarleiðtoga.

Halla Tómasdóttir var viðstödd útför páfans ásamt tveimur öðrum fulltrúum Íslands, Þorgerði Katrínu utanríkisráðherra og Einari Gunnarssyni sendiherra.

Halla minntist Frans páfa á dögunum og sagði hún þá að heimurinn hefði misst mikilvægan leiðtoga sem ávallt hafði kærleika og umhyggju fyrir þeim sem minnst mega sín í fyrirrúmi.

Joe Biden minntist páfans einnig í færslu á dögunum þar sem hann sagði Frans páfa hafa verið frábrugðin öllum sem hefðu á undan honum komið.

Hann hafi verið einn áhrifamesti leiðtogi undanfarinna ára og kvaðst Biden þakklátur að hafa fengið að kynnast honum.

Halla og Þorgerður.Instagram





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.