Elvar og félagar sátu í fallsæti fyrir leik dagsins og því um mikilvægan leik að ræða fyrir liðið.
Heimamenn í Maroussi lentu í vandræðum í upphafi leiks og voru 14 stigum undir að loknum 1. leikhluta, en fundu taktinn fyrir hálfleikhlé og minnkuðu muninn niður í fjögur stig áður en gengið var til búningsherbergja, staðan 39-43.
Elvar og félagar höfðu svo öll völd á vellinum í seinni hálfleik og náðu fljótt forystunni. Eftir það leit liðið aldrei um öxl og vann að lokum öruggan 2 stiga sigur, 91-68.
Elvar var sem áður segir stigahæsti leikmaður vallarins, en hann skoraði 21 stig, tík fjögur fráköst og gaf sex stoðsendingar.