Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. apríl 2025 21:45 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Vísir/Einar Tæknifyrirtækið Meta hyggst nota opinbert efni notenda sinna á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram til að þjálfa gervigreind. Forstjóri Persónuverndar hvetur fólk til að hafa varann á hvað það birti á samfélagsmiðlum. Hún ætlar sjálf að afþakka að efnið hennar verði notað en fólk þurfa taka sjálfstæða ákvörðun. Fyrir nokkrum dögum var greint frá að í lok maí 2025 mun Meta nýta færslur, myndir og athugasemdir notenda Facebook og Instagram í Evrópu til að þjálfa gervigreind. Áætlað var að hefja þjálfunina árið 2024 en þeirri ákvörðun var frestað eftir athugasemdir írsku persónuverndarstofnunarinnar við lagagrundvöll og skort á gagnsæi. „Við vissum alltaf að samfélagsmiðlar væru að nota gögnin okkar að einhverju leiti. Nú er það orðið svart á hvítu að þetta er það sem þeir ætla að gera, að nota gögn sem að fólk hefur sent frá sér áður og það sem mun koma,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, í Reykjavík síðdegis. „Sem að við höfum bent á að persónuverndarlöggjöfin er bjargvættur í þessu öllu saman að því leitinu til að núna fáum við að segja af eða á hvort okkur sé alveg sama um þessi not.“ Að sögn Helgu er vandamálið hins vegar skortur á upplýsingum um hvað verði nýtt í þjálfun gervigreindar og hvað ekki. Um sé að ræða valdamestu fyrirtæki heims sem eiga tól sem milljónir manna nota án endurgjalds og því þurfi að hafa varann á. Almenningur sem nýtir sér ókeypis miðla sé í sjálfu sér að taka áhættu og ættu ekki að ræða þar viðkvæm mál, jafnvel í lokuðum spjallhópum. „Hvar stoppar fyrirtækið sem hefur í rauninni tækifærið til að nýta helling þarna inni? Við vitum það ekki og þess vegna höfum við sagt við fólk, farið þið varlega.“ Viti ekki hver áhrifin verða Helga segir einnig að fólk viti ekki alveg í dag hver áhrif þess að mata gervigreind af samfélagsmiðlum almennings verði. „Fyrirtæki hafa stundum nýtt þessar upplýsingar í að stoppa okkur af í einhverju sem við viljum fá. Upplýsingar hafa verið nýttar gegn fólki, til að fá atvinnu, að fá að komast í háskóla og allt sem við höfum talið upp í gegnum árin,“ segir hún. Helga segist hafa heyrt um atvik þar sem leitað er að einstaklingum á netinu sem sækja um starf eða háskólanám til að meta hvers konar persóna viðkomandi er. „Þess vegna er fínt að hafa valið. Viltu að stórfyrirtæki sé að nota allar myndirnar, jafnvel af nýja barnabarninu eða fermingunni eða þessu og hinu, til að þjálfa rosalega flott gervigreindartól? Það er kannski falleg hugsun að leyfa það og hinir sem eru varkárir hafa val um að segja nei takk,“ segir Helga. Hún segist sjálf muna afþakka að efnið á hennar eigin samfélagsmiðlum verði nýtt í þjálfun gervigreindar en jafnframt að hver og einn einstaklingur ætti að taka sjálfur ákvörðun um hvort þeir afþakki notkunina eða ekki. Meta Gervigreind Samfélagsmiðlar Persónuvernd Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum var greint frá að í lok maí 2025 mun Meta nýta færslur, myndir og athugasemdir notenda Facebook og Instagram í Evrópu til að þjálfa gervigreind. Áætlað var að hefja þjálfunina árið 2024 en þeirri ákvörðun var frestað eftir athugasemdir írsku persónuverndarstofnunarinnar við lagagrundvöll og skort á gagnsæi. „Við vissum alltaf að samfélagsmiðlar væru að nota gögnin okkar að einhverju leiti. Nú er það orðið svart á hvítu að þetta er það sem þeir ætla að gera, að nota gögn sem að fólk hefur sent frá sér áður og það sem mun koma,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, í Reykjavík síðdegis. „Sem að við höfum bent á að persónuverndarlöggjöfin er bjargvættur í þessu öllu saman að því leitinu til að núna fáum við að segja af eða á hvort okkur sé alveg sama um þessi not.“ Að sögn Helgu er vandamálið hins vegar skortur á upplýsingum um hvað verði nýtt í þjálfun gervigreindar og hvað ekki. Um sé að ræða valdamestu fyrirtæki heims sem eiga tól sem milljónir manna nota án endurgjalds og því þurfi að hafa varann á. Almenningur sem nýtir sér ókeypis miðla sé í sjálfu sér að taka áhættu og ættu ekki að ræða þar viðkvæm mál, jafnvel í lokuðum spjallhópum. „Hvar stoppar fyrirtækið sem hefur í rauninni tækifærið til að nýta helling þarna inni? Við vitum það ekki og þess vegna höfum við sagt við fólk, farið þið varlega.“ Viti ekki hver áhrifin verða Helga segir einnig að fólk viti ekki alveg í dag hver áhrif þess að mata gervigreind af samfélagsmiðlum almennings verði. „Fyrirtæki hafa stundum nýtt þessar upplýsingar í að stoppa okkur af í einhverju sem við viljum fá. Upplýsingar hafa verið nýttar gegn fólki, til að fá atvinnu, að fá að komast í háskóla og allt sem við höfum talið upp í gegnum árin,“ segir hún. Helga segist hafa heyrt um atvik þar sem leitað er að einstaklingum á netinu sem sækja um starf eða háskólanám til að meta hvers konar persóna viðkomandi er. „Þess vegna er fínt að hafa valið. Viltu að stórfyrirtæki sé að nota allar myndirnar, jafnvel af nýja barnabarninu eða fermingunni eða þessu og hinu, til að þjálfa rosalega flott gervigreindartól? Það er kannski falleg hugsun að leyfa það og hinir sem eru varkárir hafa val um að segja nei takk,“ segir Helga. Hún segist sjálf muna afþakka að efnið á hennar eigin samfélagsmiðlum verði nýtt í þjálfun gervigreindar en jafnframt að hver og einn einstaklingur ætti að taka sjálfur ákvörðun um hvort þeir afþakki notkunina eða ekki.
Meta Gervigreind Samfélagsmiðlar Persónuvernd Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira