Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. apríl 2025 21:45 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Vísir/Einar Tæknifyrirtækið Meta hyggst nota opinbert efni notenda sinna á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram til að þjálfa gervigreind. Forstjóri Persónuverndar hvetur fólk til að hafa varann á hvað það birti á samfélagsmiðlum. Hún ætlar sjálf að afþakka að efnið hennar verði notað en fólk þurfa taka sjálfstæða ákvörðun. Fyrir nokkrum dögum var greint frá að í lok maí 2025 mun Meta nýta færslur, myndir og athugasemdir notenda Facebook og Instagram í Evrópu til að þjálfa gervigreind. Áætlað var að hefja þjálfunina árið 2024 en þeirri ákvörðun var frestað eftir athugasemdir írsku persónuverndarstofnunarinnar við lagagrundvöll og skort á gagnsæi. „Við vissum alltaf að samfélagsmiðlar væru að nota gögnin okkar að einhverju leiti. Nú er það orðið svart á hvítu að þetta er það sem þeir ætla að gera, að nota gögn sem að fólk hefur sent frá sér áður og það sem mun koma,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, í Reykjavík síðdegis. „Sem að við höfum bent á að persónuverndarlöggjöfin er bjargvættur í þessu öllu saman að því leitinu til að núna fáum við að segja af eða á hvort okkur sé alveg sama um þessi not.“ Að sögn Helgu er vandamálið hins vegar skortur á upplýsingum um hvað verði nýtt í þjálfun gervigreindar og hvað ekki. Um sé að ræða valdamestu fyrirtæki heims sem eiga tól sem milljónir manna nota án endurgjalds og því þurfi að hafa varann á. Almenningur sem nýtir sér ókeypis miðla sé í sjálfu sér að taka áhættu og ættu ekki að ræða þar viðkvæm mál, jafnvel í lokuðum spjallhópum. „Hvar stoppar fyrirtækið sem hefur í rauninni tækifærið til að nýta helling þarna inni? Við vitum það ekki og þess vegna höfum við sagt við fólk, farið þið varlega.“ Viti ekki hver áhrifin verða Helga segir einnig að fólk viti ekki alveg í dag hver áhrif þess að mata gervigreind af samfélagsmiðlum almennings verði. „Fyrirtæki hafa stundum nýtt þessar upplýsingar í að stoppa okkur af í einhverju sem við viljum fá. Upplýsingar hafa verið nýttar gegn fólki, til að fá atvinnu, að fá að komast í háskóla og allt sem við höfum talið upp í gegnum árin,“ segir hún. Helga segist hafa heyrt um atvik þar sem leitað er að einstaklingum á netinu sem sækja um starf eða háskólanám til að meta hvers konar persóna viðkomandi er. „Þess vegna er fínt að hafa valið. Viltu að stórfyrirtæki sé að nota allar myndirnar, jafnvel af nýja barnabarninu eða fermingunni eða þessu og hinu, til að þjálfa rosalega flott gervigreindartól? Það er kannski falleg hugsun að leyfa það og hinir sem eru varkárir hafa val um að segja nei takk,“ segir Helga. Hún segist sjálf muna afþakka að efnið á hennar eigin samfélagsmiðlum verði nýtt í þjálfun gervigreindar en jafnframt að hver og einn einstaklingur ætti að taka sjálfur ákvörðun um hvort þeir afþakki notkunina eða ekki. Meta Gervigreind Samfélagsmiðlar Persónuvernd Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum var greint frá að í lok maí 2025 mun Meta nýta færslur, myndir og athugasemdir notenda Facebook og Instagram í Evrópu til að þjálfa gervigreind. Áætlað var að hefja þjálfunina árið 2024 en þeirri ákvörðun var frestað eftir athugasemdir írsku persónuverndarstofnunarinnar við lagagrundvöll og skort á gagnsæi. „Við vissum alltaf að samfélagsmiðlar væru að nota gögnin okkar að einhverju leiti. Nú er það orðið svart á hvítu að þetta er það sem þeir ætla að gera, að nota gögn sem að fólk hefur sent frá sér áður og það sem mun koma,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, í Reykjavík síðdegis. „Sem að við höfum bent á að persónuverndarlöggjöfin er bjargvættur í þessu öllu saman að því leitinu til að núna fáum við að segja af eða á hvort okkur sé alveg sama um þessi not.“ Að sögn Helgu er vandamálið hins vegar skortur á upplýsingum um hvað verði nýtt í þjálfun gervigreindar og hvað ekki. Um sé að ræða valdamestu fyrirtæki heims sem eiga tól sem milljónir manna nota án endurgjalds og því þurfi að hafa varann á. Almenningur sem nýtir sér ókeypis miðla sé í sjálfu sér að taka áhættu og ættu ekki að ræða þar viðkvæm mál, jafnvel í lokuðum spjallhópum. „Hvar stoppar fyrirtækið sem hefur í rauninni tækifærið til að nýta helling þarna inni? Við vitum það ekki og þess vegna höfum við sagt við fólk, farið þið varlega.“ Viti ekki hver áhrifin verða Helga segir einnig að fólk viti ekki alveg í dag hver áhrif þess að mata gervigreind af samfélagsmiðlum almennings verði. „Fyrirtæki hafa stundum nýtt þessar upplýsingar í að stoppa okkur af í einhverju sem við viljum fá. Upplýsingar hafa verið nýttar gegn fólki, til að fá atvinnu, að fá að komast í háskóla og allt sem við höfum talið upp í gegnum árin,“ segir hún. Helga segist hafa heyrt um atvik þar sem leitað er að einstaklingum á netinu sem sækja um starf eða háskólanám til að meta hvers konar persóna viðkomandi er. „Þess vegna er fínt að hafa valið. Viltu að stórfyrirtæki sé að nota allar myndirnar, jafnvel af nýja barnabarninu eða fermingunni eða þessu og hinu, til að þjálfa rosalega flott gervigreindartól? Það er kannski falleg hugsun að leyfa það og hinir sem eru varkárir hafa val um að segja nei takk,“ segir Helga. Hún segist sjálf muna afþakka að efnið á hennar eigin samfélagsmiðlum verði nýtt í þjálfun gervigreindar en jafnframt að hver og einn einstaklingur ætti að taka sjálfur ákvörðun um hvort þeir afþakki notkunina eða ekki.
Meta Gervigreind Samfélagsmiðlar Persónuvernd Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira