Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. apríl 2025 22:30 Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Vilhelm Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki sem þurfa mörg að hugsa hlutina alveg upp á nýtt að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Flækjustig tollafgreiðslu í Bandaríkjunum hefur aukist til muna, og íslensk fyrirtæki eru þegar farin að huga að því að gera breytingar. Það er ekki bara fiskur og ál sem flutt er út frá Íslandi heldur einnig ýmislegt annað, til að mynda vörur og þjónusta sem byggja á íslensku hugviti. Fyrirtæki í þessum geira eru mörg hver þegar farin að finna fyrir afleiðingum tollastríðs. „Myndin er virkilega flókin sem gerir það af verkum að allt verður tímafrekara og það þarf að hugsa hlutina svolítið upp á nýtt,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Nú þurfi til að mynda að gera grein fyrir uppruna, og tollafgreiðsla á innflutningi til Bandaríkjanna því orðin mun tímafrekari og flóknari í vöfum. „Nú þarf að gera grein fyrir því til dæmis hvernig vörur eru samsettar. Hvað er mikið af til dæmis stáli eða áli í sem að tilheyrir vörunni og þá þarf að tollafgreiða það miðað við reglurnar og myndin er virkilega flókin,“ segir hann. Það er ekki síður óvissan sem hefur gert fyrirtækjum erfitt fyrir vegna tollastefnu Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem þykir nokkuð óútreiknanleg. Hagsmunasamtökin eiga í nánu samtali við utanríkisþjónustuna vegna þróunarinnar í alþjóðamálum. „Það sem hefur verið rætt þar er til dæmis að halda námskeið fyrir fyrirtæki um það hvernig eigi að gera grein fyrir uppruna í þessum aðstæðum. Þannig að það er margt sem að fólk þarf að læra í þessum breytta veruleika,“ segir Sigurður. Sum fyrirtæki eru þegar farin að huga að því að flytja framleiðslu sína annað, breyta innkaupastefnu eða hækka verð. „Ég veit alla veganna að það eru mörg fyrirtæki að huga að því um þessar mundir, eðlilega. En auðvitað vitum við það líka að hlutirnir gerast mjög hratt þannig að það er býsna erfitt kannski að átta sig á því nákvæmlega núna eða taka ákvarðanir. En svo sannarlega eru öll fyrirtæki meira og minna að huga að þessu, fyrirtæki sem eru að fá aðföng héðan og þaðan úr heiminum.“ Skattar og tollar Donald Trump Mest lesið Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Það er ekki bara fiskur og ál sem flutt er út frá Íslandi heldur einnig ýmislegt annað, til að mynda vörur og þjónusta sem byggja á íslensku hugviti. Fyrirtæki í þessum geira eru mörg hver þegar farin að finna fyrir afleiðingum tollastríðs. „Myndin er virkilega flókin sem gerir það af verkum að allt verður tímafrekara og það þarf að hugsa hlutina svolítið upp á nýtt,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Nú þurfi til að mynda að gera grein fyrir uppruna, og tollafgreiðsla á innflutningi til Bandaríkjanna því orðin mun tímafrekari og flóknari í vöfum. „Nú þarf að gera grein fyrir því til dæmis hvernig vörur eru samsettar. Hvað er mikið af til dæmis stáli eða áli í sem að tilheyrir vörunni og þá þarf að tollafgreiða það miðað við reglurnar og myndin er virkilega flókin,“ segir hann. Það er ekki síður óvissan sem hefur gert fyrirtækjum erfitt fyrir vegna tollastefnu Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem þykir nokkuð óútreiknanleg. Hagsmunasamtökin eiga í nánu samtali við utanríkisþjónustuna vegna þróunarinnar í alþjóðamálum. „Það sem hefur verið rætt þar er til dæmis að halda námskeið fyrir fyrirtæki um það hvernig eigi að gera grein fyrir uppruna í þessum aðstæðum. Þannig að það er margt sem að fólk þarf að læra í þessum breytta veruleika,“ segir Sigurður. Sum fyrirtæki eru þegar farin að huga að því að flytja framleiðslu sína annað, breyta innkaupastefnu eða hækka verð. „Ég veit alla veganna að það eru mörg fyrirtæki að huga að því um þessar mundir, eðlilega. En auðvitað vitum við það líka að hlutirnir gerast mjög hratt þannig að það er býsna erfitt kannski að átta sig á því nákvæmlega núna eða taka ákvarðanir. En svo sannarlega eru öll fyrirtæki meira og minna að huga að þessu, fyrirtæki sem eru að fá aðföng héðan og þaðan úr heiminum.“
Skattar og tollar Donald Trump Mest lesið Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent