Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. apríl 2025 10:50 „Þetta er glæsilegt skip en ég skal ekki dæma fyrr en að för lokinni,“ skrifaði ofurstinn meðal annars í bréfið. AP Bréf ritað af einum þekktasta eftirlifanda Titanic-sjóslyssins seldist fyrir 51 milljón króna á uppboði í Bretlandi í gær. Hinn bandaríski Archibald Gracie ofursti skrifaði bréf og dagsetti þann 10. apríl 1912, daginn sem skipinu var ýtt úr vör í fyrsta sinn. Bréfinu er lýst sem táknrænum fyrirboða fyrir því sem koma skyldi en í því skrifar Gracie til kunningja að hann hugðist ekki að leggja dóm á skipið fyrr en að ferðinni lokinni. BBC fjallar um málið. Bréfið var póstlagt þegar skipið kom við í Queenstown á Írlandi þann 11. apríl. Það var stimplað í London daginn eftir. Eins og kunnugt er sökk Titanic þann 14. apríl 1912 með þeim afleiðingum að um 1500 af 2200 farþegum létust. Gracie, sem dvaldi í fyrsta farrými skipsins, lifði slysið af. Hann skrifaði í framhaldinu bók að nafni Sannleikurinn um Titanic, þar sem hann rak minningar sínar af atburðarásinni. Þrátt fyrir að hafa lifað af slasaðist hann verulega og þjáðist af eftirköstum ofkælingar. Hann féll í dá í lok árs 1912 og lést af völdum fylgikvilla tengdum sykursýki skömmu síðar. Búist var við að bréfið myndi seljast á að hámarki sextíu þúsund pund en óþekktur kaupandi bauð aftur á móti 300 þúsund pund í bréfið, sem samsvara 51 milljón króna. Uppboðshaldarinn sagði ekkert sem ritað var um borð á Titanic hafa selst á jafn háu verði. Titanic Bretland Fornminjar Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Hinn bandaríski Archibald Gracie ofursti skrifaði bréf og dagsetti þann 10. apríl 1912, daginn sem skipinu var ýtt úr vör í fyrsta sinn. Bréfinu er lýst sem táknrænum fyrirboða fyrir því sem koma skyldi en í því skrifar Gracie til kunningja að hann hugðist ekki að leggja dóm á skipið fyrr en að ferðinni lokinni. BBC fjallar um málið. Bréfið var póstlagt þegar skipið kom við í Queenstown á Írlandi þann 11. apríl. Það var stimplað í London daginn eftir. Eins og kunnugt er sökk Titanic þann 14. apríl 1912 með þeim afleiðingum að um 1500 af 2200 farþegum létust. Gracie, sem dvaldi í fyrsta farrými skipsins, lifði slysið af. Hann skrifaði í framhaldinu bók að nafni Sannleikurinn um Titanic, þar sem hann rak minningar sínar af atburðarásinni. Þrátt fyrir að hafa lifað af slasaðist hann verulega og þjáðist af eftirköstum ofkælingar. Hann féll í dá í lok árs 1912 og lést af völdum fylgikvilla tengdum sykursýki skömmu síðar. Búist var við að bréfið myndi seljast á að hámarki sextíu þúsund pund en óþekktur kaupandi bauð aftur á móti 300 þúsund pund í bréfið, sem samsvara 51 milljón króna. Uppboðshaldarinn sagði ekkert sem ritað var um borð á Titanic hafa selst á jafn háu verði.
Titanic Bretland Fornminjar Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira