Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. apríl 2025 15:22 Jón Ólafsson prófessor segir nýja skiptingu heims blasa við. Vísir/Arnar Halldórsson Prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands segir framtíð öryggismála í Evrópu vera járntjald sem liggi meðfram landamærum Finnlands, Eystrasaltslandanna, Póllandi, Úkraínu og niður að Svartahafi. Hervæðingin í Evrópu muni halda áfram þrátt fyrir að Úkraínustríðinu ljúki. Jón Ólafsson prófessor við heimspekideild HÍ og sérfræðingur í málefnum Rússlands ræddi friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna og varnarmál í Evrópu ásamt Piu Hanson forstöðumanni Alþjóðastofnunar HÍ á Sprengisandi í dag. Reynsluleysi Trump skíni í gegn Bandaríkin hafa gert sig gildandi í friðarviðræðunum og svo virðist af orðræðu ráðamanna Bandaríkjanna sem viðræðurnar séu á lokametrunum, lítið þurfi til að fá samkomulag náist. Bæði Pia og Jón segja þetta áhyggjuefni og sjá ekki fyrir sér að til tíðinda dragi í náinni framtíð. „Það sem er dálítið ógnvænlegt er þetta reynsluleysi af hálfu Bandaríkja og þessi mælskulist einfeldninnar, þetta sé bara eitthvað sem hægt er að klára. Ef að sá árangur hefði orðið á laugardaginn að Trump gerði sér grein fyrir því að þannig er þetta ekki, þá er það út af fyrir sig mjög mikill árangur,“ segir Jón. „Við erum að sjá að einn valdamesti maður heims hefur ekki leiðtogahæfileika í svona hluti. Og hvernig á síðan að leysa þetta mál þegar sá sem er hinum megin hefur aldeilis haft kænskuna með sér alla þá áratugi sem hann hefur verið við völd í Rússlandi? Þetta er mjög ójafn leikur á allan máta,“ segir Pia. Finnland fyrirmynd í varnarmálum Jón segir að eftir að stríðinu lýkur verði aðalvandamálið ekki landsvæði, heldur hvernig sé hægt að hafa hemil á Rússlandi eftir að búið er að semja. Það verði aldrei trúverðugur friður nema að Úkraína hafi öflugar öryggistryggingar. Því þurfi þau landamæri sem eftir munu standa að viðræðum loknum þurfi að tryggja mjög vel hernaðarlega. Finnland sé þar fyrirmyndin. „Og það sem þarf að gerast í Úkraínu er að þar verði varnir gagnvart Rússlandi sem eru í raun sambærilegar við það sem er í Finnlandi. Það þýðir að það séu miklu fleiri undir vopnum í Evrópu, miklu stærra lið sem er hægt að kalla út með fyrirvara, miklu meiri áhersla á ákveðna vopnaframleiðslu og svo framvegis. Þannig að hervæðingin í Evrópu mun halda áfram þó Úkraínustríðið hætti,“ segir Jón. Evrópa hafi gert þau mistök að leyfa Bandaríkjunum að verða stórveldið sem það varð en í leið vera í góðu viðskiptasambandi við Rússland. „Það væri tryggingin, en það reyndist svo sannarlega ekki rétt, hvorki til austurs né vesturs.“ Ný skipting heims Pia tekur í sama streng og segir breytingar á utanríkisstefnu Evrópusambandsins eðlilegar, auðvitað muni varnar- og öryggismál styrkjast þegar stríðinu lýkur. „Við sjáum að Nató er náttúrlega í vissum vandræðum með hversu mikla þátttöku við fáum frá Bandaríkjunum þar inn. Það verða líka að vera öryggismálaspurningar uppi á borðinu hjá Evrópusambandinu,“ segir Pia. Hún segist á ferðum sínum um Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin finna það áþreifanlega að öryggismálin hvíli á borgurunum. „Einmitt, þannig að framtíðin er nýtt járntjald sem liggur niður eftir finnsku landamærunum, Eystrasaltslöndunum, Póllandi, og svo Úkraínu og niður að Svartahafi. Svo er bara spurning um Tyrkland næst. Við erum auðvitað að horfa á nýja skiptingu heimsins hvernig sem á það er litið,“ segir Jón. Hér er aðeins stikað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Rússland Tengdar fréttir Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vladimír Pútín, forseta Rússland, ekki vilja ljúka stríðinu sem hófst með innrás Rússa inn í Úkraínu. Trump sakar Pútín um að draga sig á asnaeyrunum 26. apríl 2025 18:02 Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Umtalsverður munur er á tillögum Bandaríkjastjórnar annars vegar og Evrópuríkja og Úkraínu hins vegar að friðarsamkomulagi við Rússland. Tillögur Bandaríkjastjórnar virðast láta meira undan Rússum og vera óljósari um tryggingar fyrir vörnum Úkraínu og hver skuli bæta tjón landsins af innrásinni. 25. apríl 2025 15:42 Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Donald Trump Bandaríkjaforseti og Volodímír Selenskí Úkraínuforseti áttu korterslangan fund inni í Péturskirkjunni í Páfagarði rétt fyrir útför Frans páfa í morgun. 26. apríl 2025 10:56 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Sjá meira
Jón Ólafsson prófessor við heimspekideild HÍ og sérfræðingur í málefnum Rússlands ræddi friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna og varnarmál í Evrópu ásamt Piu Hanson forstöðumanni Alþjóðastofnunar HÍ á Sprengisandi í dag. Reynsluleysi Trump skíni í gegn Bandaríkin hafa gert sig gildandi í friðarviðræðunum og svo virðist af orðræðu ráðamanna Bandaríkjanna sem viðræðurnar séu á lokametrunum, lítið þurfi til að fá samkomulag náist. Bæði Pia og Jón segja þetta áhyggjuefni og sjá ekki fyrir sér að til tíðinda dragi í náinni framtíð. „Það sem er dálítið ógnvænlegt er þetta reynsluleysi af hálfu Bandaríkja og þessi mælskulist einfeldninnar, þetta sé bara eitthvað sem hægt er að klára. Ef að sá árangur hefði orðið á laugardaginn að Trump gerði sér grein fyrir því að þannig er þetta ekki, þá er það út af fyrir sig mjög mikill árangur,“ segir Jón. „Við erum að sjá að einn valdamesti maður heims hefur ekki leiðtogahæfileika í svona hluti. Og hvernig á síðan að leysa þetta mál þegar sá sem er hinum megin hefur aldeilis haft kænskuna með sér alla þá áratugi sem hann hefur verið við völd í Rússlandi? Þetta er mjög ójafn leikur á allan máta,“ segir Pia. Finnland fyrirmynd í varnarmálum Jón segir að eftir að stríðinu lýkur verði aðalvandamálið ekki landsvæði, heldur hvernig sé hægt að hafa hemil á Rússlandi eftir að búið er að semja. Það verði aldrei trúverðugur friður nema að Úkraína hafi öflugar öryggistryggingar. Því þurfi þau landamæri sem eftir munu standa að viðræðum loknum þurfi að tryggja mjög vel hernaðarlega. Finnland sé þar fyrirmyndin. „Og það sem þarf að gerast í Úkraínu er að þar verði varnir gagnvart Rússlandi sem eru í raun sambærilegar við það sem er í Finnlandi. Það þýðir að það séu miklu fleiri undir vopnum í Evrópu, miklu stærra lið sem er hægt að kalla út með fyrirvara, miklu meiri áhersla á ákveðna vopnaframleiðslu og svo framvegis. Þannig að hervæðingin í Evrópu mun halda áfram þó Úkraínustríðið hætti,“ segir Jón. Evrópa hafi gert þau mistök að leyfa Bandaríkjunum að verða stórveldið sem það varð en í leið vera í góðu viðskiptasambandi við Rússland. „Það væri tryggingin, en það reyndist svo sannarlega ekki rétt, hvorki til austurs né vesturs.“ Ný skipting heims Pia tekur í sama streng og segir breytingar á utanríkisstefnu Evrópusambandsins eðlilegar, auðvitað muni varnar- og öryggismál styrkjast þegar stríðinu lýkur. „Við sjáum að Nató er náttúrlega í vissum vandræðum með hversu mikla þátttöku við fáum frá Bandaríkjunum þar inn. Það verða líka að vera öryggismálaspurningar uppi á borðinu hjá Evrópusambandinu,“ segir Pia. Hún segist á ferðum sínum um Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin finna það áþreifanlega að öryggismálin hvíli á borgurunum. „Einmitt, þannig að framtíðin er nýtt járntjald sem liggur niður eftir finnsku landamærunum, Eystrasaltslöndunum, Póllandi, og svo Úkraínu og niður að Svartahafi. Svo er bara spurning um Tyrkland næst. Við erum auðvitað að horfa á nýja skiptingu heimsins hvernig sem á það er litið,“ segir Jón. Hér er aðeins stikað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Rússland Tengdar fréttir Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vladimír Pútín, forseta Rússland, ekki vilja ljúka stríðinu sem hófst með innrás Rússa inn í Úkraínu. Trump sakar Pútín um að draga sig á asnaeyrunum 26. apríl 2025 18:02 Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Umtalsverður munur er á tillögum Bandaríkjastjórnar annars vegar og Evrópuríkja og Úkraínu hins vegar að friðarsamkomulagi við Rússland. Tillögur Bandaríkjastjórnar virðast láta meira undan Rússum og vera óljósari um tryggingar fyrir vörnum Úkraínu og hver skuli bæta tjón landsins af innrásinni. 25. apríl 2025 15:42 Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Donald Trump Bandaríkjaforseti og Volodímír Selenskí Úkraínuforseti áttu korterslangan fund inni í Péturskirkjunni í Páfagarði rétt fyrir útför Frans páfa í morgun. 26. apríl 2025 10:56 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Sjá meira
Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vladimír Pútín, forseta Rússland, ekki vilja ljúka stríðinu sem hófst með innrás Rússa inn í Úkraínu. Trump sakar Pútín um að draga sig á asnaeyrunum 26. apríl 2025 18:02
Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Umtalsverður munur er á tillögum Bandaríkjastjórnar annars vegar og Evrópuríkja og Úkraínu hins vegar að friðarsamkomulagi við Rússland. Tillögur Bandaríkjastjórnar virðast láta meira undan Rússum og vera óljósari um tryggingar fyrir vörnum Úkraínu og hver skuli bæta tjón landsins af innrásinni. 25. apríl 2025 15:42
Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Donald Trump Bandaríkjaforseti og Volodímír Selenskí Úkraínuforseti áttu korterslangan fund inni í Péturskirkjunni í Páfagarði rétt fyrir útför Frans páfa í morgun. 26. apríl 2025 10:56