Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2025 11:04 Inga Sæland í ræðustól Alþingis. Vísir/Anton Brink Verkfræðingafélag Íslands hefur sent Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra bréf með áskorun um að endurskoða skipan í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til að tryggja að fagleg hæfni og sérmenntun á sviði mannvirkjagerðar fái raunverulegt vægi við ákvarðanatöku í þessum mikilvæga málaflokki. Ráðherra skipaði nýja stjórn um miðjan mars. Þar skipti hún fyrri stjórn út á einu bretti og setti fimm nýja menn í staðinn. Fjórir af fimm hafa tengsl við Flokk fólksins en sá fimmti er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og skipaður af sambandinu. Verkfræðingafélagið telur að nýskipuð stjórn uppfylli ekki þau lögbundnu skilyrði sem gerð séu með viðunandi hætti. Enginn stjórnarmaður búi yfir sérfræðikunnáttu á sviði mannvirkjagerðar og einungis einn stjórnarmaður hafi tengingu við byggingariðnaðinn - sem húsasmíðameistari og fasteignasali. Sigurður Tyrfingsson er nýr formaður stjórnar. Hér á mynd fyrir kosningarnar 2021 þar sem hann var á lista fyrir Flokk fólksins. Hann er fasteignasali og húsasmíðameistari.Flokkur fólksins „Skipan stjórnar HMS er ekki einungis vanvirðing við þá sérfræðimenntun og fagþekkingu sem tæknimenntað fólk býr yfir heldur ógnar jafnframt faglegri ákvarðanatöku innan stofnunar sem hefur víðtæk áhrif á öryggi, gæði og sjálfbærni í byggðu umhverfi. Með því að hunsa þessa þekkingu er verið sýna skilnings- og skeytingarleysi gagnvart afar mikilvægum málaflokki þar sem verkefnið er að tryggja gæði bygginga, uppræta byggingagalla sem eru viðvarandi vandamál, styðja við byggingarannsóknir og gæta hagsmuna húseigenda á margvíslegan máta,“ segir í bréfinu VFÍ. Jónas Yngvi Ásgrímsson er viðskiptafræðingur að menntun og stundaði síðar nám í viðburðarstjórnun við Háskólann á Hólum. Hann er varaþingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Það sé mat Verkfræðingafélagsins að þessi skipan endurspegli alvarlegt metnaðarleysi í garð málaflokksins, á tímum þar sem brýnt er að takast á við stórar áskoranir í mannvirkjagerð. „Í þessu samhengi skal minnt á fyrri ákvarðanir stjórnvalda sem haft hafa neikvæð áhrif á faglega umgjörð mannvirkjagerðar, svo sem þegar Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins var lögð niður. Þá er rétt að nefna að á undanförnum árum eru mörg dæmi um að stjórnendur mikilvægra innviðastofnana sem byggja á verkfræðilegri sérþekkingu hafi verið skipaðir án nokkurrar sérfræðiþekkingar á viðkomandi sviði,“ segir í bréfinu til Ingu. Rúnar Sigurjónsson er vélsmiður og hefur starfað sem framkvæmdastjóri Bíla-Doktorsins. Hann hefur verið á listum Flokks fólksins fyrir undanfarnar Alþingiskosningar. Sigurður Tyrfingsson er formaður nýju stjórnarinnar. Hann var í þriðja sæti á lista Flokks fólksins í síðustu þingkosningum. Jónas Yngvi Ásgrímsson og Rúnar Sigurjónsson hafa verið á lista flokksins fyrir þingkosningar. Þá er Oddný Árnadóttir fulltrúi Flokks fólksins í stjórn Byggðastofnunar. „Skipan nýrrar stjórnar HMS er því miður enn eitt dæmið um stefnu þar sem fagþekking verkfræðinga, tæknifræðinga og annars tæknimenntaðs fólks er virt að vettugi. Þetta sýnir alvarlegt skilningsleysi stjórnmálafólks á mikilvægi sérfræðimenntunar og djúprar fagþekkingar og hætt er við að það muni hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir þróun og gæði mannvirkja á Íslandi um langa framtíð,“ segir Verkfræðingafélagið. Núverandi stjórn VFÍ Athygli vakti í febrúar þegar Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra skipaði í valnefndir sem hafa þann tilgang að velja fólk í stjórnir stærstu fyrirtækja í eigu ríkisins. Með þeim vildi Daði rjúfa þá hefð sem skipast hefði að velja í embætti eftir pólitískum línum. Frekar ætti að velja hæfasta fólkið hverju sinni. Fyrri stjórn ekki laus við pólitískar tengingar Fyrri stjórn HMS skipuðu þau Sigurjón Örn Þórsson formaður, Herdís Sæmundardóttir varaformaður, Björn Gíslason, Elín Oddný Sigurðar dóttir og Jón Björn Hákonarson sem tilnefndur var af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ekki voru þau laus við pólitískar tengingar þótt meiri fjölbreytni hafi verið að finna sé litið til tengsla þeirra við stjórnmálaflokka. Þannig eiga Sigurjón Örn, Herdís og Jón Björn sér sögu innan Framsóknarflokksins, Björn er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Elín Oddný fyrrverandi varaborgarfulltrúi Vinstri grænna til margra ára. Jón Björn var skipaður af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Flokkur fólksins Húsnæðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Sjá meira
Ráðherra skipaði nýja stjórn um miðjan mars. Þar skipti hún fyrri stjórn út á einu bretti og setti fimm nýja menn í staðinn. Fjórir af fimm hafa tengsl við Flokk fólksins en sá fimmti er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og skipaður af sambandinu. Verkfræðingafélagið telur að nýskipuð stjórn uppfylli ekki þau lögbundnu skilyrði sem gerð séu með viðunandi hætti. Enginn stjórnarmaður búi yfir sérfræðikunnáttu á sviði mannvirkjagerðar og einungis einn stjórnarmaður hafi tengingu við byggingariðnaðinn - sem húsasmíðameistari og fasteignasali. Sigurður Tyrfingsson er nýr formaður stjórnar. Hér á mynd fyrir kosningarnar 2021 þar sem hann var á lista fyrir Flokk fólksins. Hann er fasteignasali og húsasmíðameistari.Flokkur fólksins „Skipan stjórnar HMS er ekki einungis vanvirðing við þá sérfræðimenntun og fagþekkingu sem tæknimenntað fólk býr yfir heldur ógnar jafnframt faglegri ákvarðanatöku innan stofnunar sem hefur víðtæk áhrif á öryggi, gæði og sjálfbærni í byggðu umhverfi. Með því að hunsa þessa þekkingu er verið sýna skilnings- og skeytingarleysi gagnvart afar mikilvægum málaflokki þar sem verkefnið er að tryggja gæði bygginga, uppræta byggingagalla sem eru viðvarandi vandamál, styðja við byggingarannsóknir og gæta hagsmuna húseigenda á margvíslegan máta,“ segir í bréfinu VFÍ. Jónas Yngvi Ásgrímsson er viðskiptafræðingur að menntun og stundaði síðar nám í viðburðarstjórnun við Háskólann á Hólum. Hann er varaþingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Það sé mat Verkfræðingafélagsins að þessi skipan endurspegli alvarlegt metnaðarleysi í garð málaflokksins, á tímum þar sem brýnt er að takast á við stórar áskoranir í mannvirkjagerð. „Í þessu samhengi skal minnt á fyrri ákvarðanir stjórnvalda sem haft hafa neikvæð áhrif á faglega umgjörð mannvirkjagerðar, svo sem þegar Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins var lögð niður. Þá er rétt að nefna að á undanförnum árum eru mörg dæmi um að stjórnendur mikilvægra innviðastofnana sem byggja á verkfræðilegri sérþekkingu hafi verið skipaðir án nokkurrar sérfræðiþekkingar á viðkomandi sviði,“ segir í bréfinu til Ingu. Rúnar Sigurjónsson er vélsmiður og hefur starfað sem framkvæmdastjóri Bíla-Doktorsins. Hann hefur verið á listum Flokks fólksins fyrir undanfarnar Alþingiskosningar. Sigurður Tyrfingsson er formaður nýju stjórnarinnar. Hann var í þriðja sæti á lista Flokks fólksins í síðustu þingkosningum. Jónas Yngvi Ásgrímsson og Rúnar Sigurjónsson hafa verið á lista flokksins fyrir þingkosningar. Þá er Oddný Árnadóttir fulltrúi Flokks fólksins í stjórn Byggðastofnunar. „Skipan nýrrar stjórnar HMS er því miður enn eitt dæmið um stefnu þar sem fagþekking verkfræðinga, tæknifræðinga og annars tæknimenntaðs fólks er virt að vettugi. Þetta sýnir alvarlegt skilningsleysi stjórnmálafólks á mikilvægi sérfræðimenntunar og djúprar fagþekkingar og hætt er við að það muni hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir þróun og gæði mannvirkja á Íslandi um langa framtíð,“ segir Verkfræðingafélagið. Núverandi stjórn VFÍ Athygli vakti í febrúar þegar Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra skipaði í valnefndir sem hafa þann tilgang að velja fólk í stjórnir stærstu fyrirtækja í eigu ríkisins. Með þeim vildi Daði rjúfa þá hefð sem skipast hefði að velja í embætti eftir pólitískum línum. Frekar ætti að velja hæfasta fólkið hverju sinni. Fyrri stjórn ekki laus við pólitískar tengingar Fyrri stjórn HMS skipuðu þau Sigurjón Örn Þórsson formaður, Herdís Sæmundardóttir varaformaður, Björn Gíslason, Elín Oddný Sigurðar dóttir og Jón Björn Hákonarson sem tilnefndur var af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ekki voru þau laus við pólitískar tengingar þótt meiri fjölbreytni hafi verið að finna sé litið til tengsla þeirra við stjórnmálaflokka. Þannig eiga Sigurjón Örn, Herdís og Jón Björn sér sögu innan Framsóknarflokksins, Björn er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Elín Oddný fyrrverandi varaborgarfulltrúi Vinstri grænna til margra ára. Jón Björn var skipaður af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Flokkur fólksins Húsnæðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent