Fangelsi oft eina úrræðið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. apríl 2025 14:07 Hælisleitendur sem hefur verið vísað úr landi en vilja ekki fara sjálfviljugir eru vistaðir í fangelsi. Vísir Alls hafa um ríflega 70 hælisleitendur þurft að sæta fangelsisvist áður en þeim er vísað úr landi síðustu mánuði. Verkefnisstjóri hjá ríkislögreglustjóra segir engin önnur úrræði í boði og mikilvægt að gera úrbætur. Í flestum tilvikum hafi fólkið ekki brotið neitt annað af sér en að vera ólöglegt í landinu. Fangelsin eru sprungin og full af fólki sem á ekki heima þar, eins og einstaklingum sem á að vísa úr landi og fólki með alvarlegar geðraskanir að sögn formanns Félags fangavarða. Ástandið hafi aldrei verið eins slæmt. Yfirvöld þurfi að bregðast við því öryggi fanga, starfsmanna og almennings sé ógnað. Þetta kom fram í fréttum okkar fyrir helgi. Þá sendi Afstaða félag fanga frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem gagnrýnt var að hælisleitendur sem hafa fengið synjun á umsókn um dvalarleyfi og fara ekki sjálfviljugir úr landi séu vistaðir í fangelsi þar sem þeir bíði brottvísunar, stundum vikum saman. Mikil aukning á þvinguðum brottflutningum Marín Þórsdóttur verkefnisstjóri hjá heimferða- og fylgdardeild ríkislögreglustjóra segir að síðustu níu mánuði hafi alls 72 hælisleitendur, sem hafi verið úrskurðaðir ólöglegir í landinu en ekki viljað fara úr landi, setið í fangelsi fyrir brottvísun. Af þeim hafi 17 þurft að bíða eftir brottvísun í gæsluvarðhaldi. Hún segir að mikil aukning hafi orðið í þvinguðum brottflutningum frá ágúst 2023. „Við reynum alltaf að leitast eftir samvinnu við einstaklinga sem á að vísa úr landi. Ef það tekst hins vegar ekki þá þarf stundum að vista fólk í fangelsi fram að brottför. Hluti þeirra er svo vistaður í gæsluvarðhaldi. Við reynum að láta fólk ekki bíða þar inni lengur en í sólahring þó það geti dregist “ segir Marín. Marín segir skorta úrræði í málaflokknum „Það er ákveðið úrræðaleysi því oftast eru þetta einstaklingar sem hafa ekkert annað unnið til saka en að vera ólöglegir í landinu. Það væri gott að hafa aðrar leiðir og vista þá ekki fólk í fangelsum heldur í annars konar lokuðu úrræði. En við höfum því miður ekki slíkt úrræði og því þarf að fara að loka fólk inni á Hólmsheiði sem er öryggisfangelsi eða á Hverfisgötu,“ segir Marín. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Fangelsin eru sprungin og full af fólki sem á ekki heima þar, eins og einstaklingum sem á að vísa úr landi og fólki með alvarlegar geðraskanir að sögn formanns Félags fangavarða. Ástandið hafi aldrei verið eins slæmt. Yfirvöld þurfi að bregðast við því öryggi fanga, starfsmanna og almennings sé ógnað. Þetta kom fram í fréttum okkar fyrir helgi. Þá sendi Afstaða félag fanga frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem gagnrýnt var að hælisleitendur sem hafa fengið synjun á umsókn um dvalarleyfi og fara ekki sjálfviljugir úr landi séu vistaðir í fangelsi þar sem þeir bíði brottvísunar, stundum vikum saman. Mikil aukning á þvinguðum brottflutningum Marín Þórsdóttur verkefnisstjóri hjá heimferða- og fylgdardeild ríkislögreglustjóra segir að síðustu níu mánuði hafi alls 72 hælisleitendur, sem hafi verið úrskurðaðir ólöglegir í landinu en ekki viljað fara úr landi, setið í fangelsi fyrir brottvísun. Af þeim hafi 17 þurft að bíða eftir brottvísun í gæsluvarðhaldi. Hún segir að mikil aukning hafi orðið í þvinguðum brottflutningum frá ágúst 2023. „Við reynum alltaf að leitast eftir samvinnu við einstaklinga sem á að vísa úr landi. Ef það tekst hins vegar ekki þá þarf stundum að vista fólk í fangelsi fram að brottför. Hluti þeirra er svo vistaður í gæsluvarðhaldi. Við reynum að láta fólk ekki bíða þar inni lengur en í sólahring þó það geti dregist “ segir Marín. Marín segir skorta úrræði í málaflokknum „Það er ákveðið úrræðaleysi því oftast eru þetta einstaklingar sem hafa ekkert annað unnið til saka en að vera ólöglegir í landinu. Það væri gott að hafa aðrar leiðir og vista þá ekki fólk í fangelsum heldur í annars konar lokuðu úrræði. En við höfum því miður ekki slíkt úrræði og því þarf að fara að loka fólk inni á Hólmsheiði sem er öryggisfangelsi eða á Hverfisgötu,“ segir Marín. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira