Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar 30. apríl 2025 08:00 Blindrafélagið í samstarfi við Sjónstöðina sjá um að úthluta blindum og sjónskertum einstaklingum leiðsöguhundum. Hundarnir eru öflugt hjálpartæki fyrir blint og sjónskert fólk og veita þeir notendum aukið öryggi. Notandi leiðsöguhunds öðlast aukið frelsi til þess að komast um í umhverfi sínu, jafnt innandyra sem utan. Þetta magnaða samstarf er svo frábært því báðir aðilar nýta sína styrkleika til að teyminu gangi sem best og að allt gangi á sem farsælastan hátt. Ef hundinum eru ekki gefnar skipanir ber hann ábyrgð á því að fylgja vinstri kanti, ef hægt er að beygja til vinstri gerir hann það, hann sneiðir fram hjá hindrunum sem ekki krefjast þess að farið sé út af gangstétt og ef það er ekki hægt stoppar hundurinn og notandinn tekur svo ákvörðun um hvað skuli gera í málinu. Svo er það notandinn sem sér um restina. Í samstarfi mínu við leiðsöguhundinn minn hann Gaur er það ég sem ákveð hvaða leið skuli fara, hvar skuli beygja, hvenær skuli fara yfir götur o.s.frv. Svo erum við með ýmiskonar kennileiti á ferðum okkar sem ég bið Gaur að finna fyrir mig til dæmis bekki, ruslatunnur, staura og tröppur. Ég hugsa það oft að sennilega lýtur Gaur á vinnuna sem leik því í hans heimi er þetta eins og einn stór ratleikur þar sem hann fær stöðugt pepp og er hrósað í hástert í hvert skipti sem hann gerir það sem ég bið um. Í hvert skipti sem hann finnur gangstéttakant, staur eða ljósastaur fær hann viðbrögð eins og hann hafi skorað mark í mikilvægum fótboltaleik. Í hans heimi er hann að fá staðfestingu á því að hann sé besti hundurinn mörg hundruð sinnum á dag. Ég held að það sé engum blöðum um það að fletta og þeir sem mig þekkja geta tekið undir það að þessi blessaða skepna hefur svo sannarlega auðgað líf mitt og gert mig að betri manneskju og það er yfirlýst markmið okkar Gaurs að verða bestir í heimi í að fara saman í göngutúr og höldum því ótrauðir áfram þar til Gaur fer á eftirlaun. Að lokum vil ég minna á mikilvægt verkefni, Vinir Leiðsöguhunda, sem Blindrafélagið fór af stað með fyrir ári síðan. Verkefnið hefur það tilgang að auka umræðu og sýnileika leiðsöguhunda, auka virkni notenda þeirra og hvetja til þátttöku í samfélaginu. Á vefsvæðinu okkar má kynna sér allt um þetta frábæra verkefni Vinir leiðsöguhunda | Blindrafélagið. Höfundur er formaður leiðsöguhundadeildar Blindrafélagsins og notandi leiðsöguhundsins Gaurlaugs Guðvarðar Þorkellssonar Steindal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Hundar Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Blindrafélagið í samstarfi við Sjónstöðina sjá um að úthluta blindum og sjónskertum einstaklingum leiðsöguhundum. Hundarnir eru öflugt hjálpartæki fyrir blint og sjónskert fólk og veita þeir notendum aukið öryggi. Notandi leiðsöguhunds öðlast aukið frelsi til þess að komast um í umhverfi sínu, jafnt innandyra sem utan. Þetta magnaða samstarf er svo frábært því báðir aðilar nýta sína styrkleika til að teyminu gangi sem best og að allt gangi á sem farsælastan hátt. Ef hundinum eru ekki gefnar skipanir ber hann ábyrgð á því að fylgja vinstri kanti, ef hægt er að beygja til vinstri gerir hann það, hann sneiðir fram hjá hindrunum sem ekki krefjast þess að farið sé út af gangstétt og ef það er ekki hægt stoppar hundurinn og notandinn tekur svo ákvörðun um hvað skuli gera í málinu. Svo er það notandinn sem sér um restina. Í samstarfi mínu við leiðsöguhundinn minn hann Gaur er það ég sem ákveð hvaða leið skuli fara, hvar skuli beygja, hvenær skuli fara yfir götur o.s.frv. Svo erum við með ýmiskonar kennileiti á ferðum okkar sem ég bið Gaur að finna fyrir mig til dæmis bekki, ruslatunnur, staura og tröppur. Ég hugsa það oft að sennilega lýtur Gaur á vinnuna sem leik því í hans heimi er þetta eins og einn stór ratleikur þar sem hann fær stöðugt pepp og er hrósað í hástert í hvert skipti sem hann gerir það sem ég bið um. Í hvert skipti sem hann finnur gangstéttakant, staur eða ljósastaur fær hann viðbrögð eins og hann hafi skorað mark í mikilvægum fótboltaleik. Í hans heimi er hann að fá staðfestingu á því að hann sé besti hundurinn mörg hundruð sinnum á dag. Ég held að það sé engum blöðum um það að fletta og þeir sem mig þekkja geta tekið undir það að þessi blessaða skepna hefur svo sannarlega auðgað líf mitt og gert mig að betri manneskju og það er yfirlýst markmið okkar Gaurs að verða bestir í heimi í að fara saman í göngutúr og höldum því ótrauðir áfram þar til Gaur fer á eftirlaun. Að lokum vil ég minna á mikilvægt verkefni, Vinir Leiðsöguhunda, sem Blindrafélagið fór af stað með fyrir ári síðan. Verkefnið hefur það tilgang að auka umræðu og sýnileika leiðsöguhunda, auka virkni notenda þeirra og hvetja til þátttöku í samfélaginu. Á vefsvæðinu okkar má kynna sér allt um þetta frábæra verkefni Vinir leiðsöguhunda | Blindrafélagið. Höfundur er formaður leiðsöguhundadeildar Blindrafélagsins og notandi leiðsöguhundsins Gaurlaugs Guðvarðar Þorkellssonar Steindal.
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar