Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. apríl 2025 20:02 Birgir Jónasson settur forstjóri fangelsismálastofnunar segir fangelsin yfirfull. Vísir Fordæmalaust ástand hefur skapast í fangelsum landsins að sögn fangelsismálastjóra. Ekki sé hægt að taka á móti föngum í gæsluvarðhald eða afplánun. Stærsti hluti þeirra sem sæta gæsluvarðhaldi eru með erlent ríkisfang. Alvarlegt ástand blasir við í fangelsum landsins. Birgir Jónasson settur forstjóri fangelsismálastofnunar tekur undir áhyggjur Félags fangavarða. „Við getum ekki eins og staðan er núna tekið á móti fólki sem á að sitja í gæsluvarðhaldi eða í afplánun,“ segir hann. Meðal nýrra álagsþátta er að mun fleiri hælisleitendur þurfa að bíða í fangelsum en áður eftir brottvísun. Frá júní í fyrra hafa 72 þurft að bíða í fangelsi eftir því að vera vísað frá landinu. Þar af hafa 17 verið í gæsluvarðhaldi meðan þeir biðu. Refsingar fyrnast „Þetta eru rúmlega 70 prósent af þeim sem sæta gæsluvarðhaldi sem eru af erlendan uppruna. Einhver hluti er þarna vegna brottvísunar. Vegna þess að þeir hafa ekki landvistarleyfi en langstærstu leyti eru þetta einstaklingar sem eru grunaðir um refsiverða háttsemi og eru þá ýmis í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna eða á grundvelli almannahagsmuna, segir hann. Stórum hluta af gæsluvarðhaldsföngum er brottvísað en frá árinu 2024 eru þeir orðnir alls hundrað og fimm. Þeir sem þurfa að afplána dóma sína þurfa varla að hafa miklar áhyggjur af því að þurfa sitja inni þessa daganna því þeir komast ekki fyrir í fangelsunum. „Þessi keðjuverkunaráhrif sem notkun á gæsluvarðhaldi hefur því að við getum ekki kallað fólk inn í afplánun sem kann að hafa þau áhrif að refsingar þá fyrnast,“ segir hann. s Margir sluppu við að sitja inn í fyrra vegna ástandsins. „Þetta voru um hundrað refsidómar sem fyrntust á síðasta ári,“ segir hann. Þá sé öryggi fólks ógnað. „Þetta er mikið öryggismál, þetta er mikið álag fyrir fangaverði og annað sérhæft starfsfólk. Þetta er líka mikið öryggismál því það eru takmörk fyrir því hvað það er hægt að blanda fólki í fangelsum mikið saman,“ segir hann. Fangelsismál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Alvarlegt ástand blasir við í fangelsum landsins. Birgir Jónasson settur forstjóri fangelsismálastofnunar tekur undir áhyggjur Félags fangavarða. „Við getum ekki eins og staðan er núna tekið á móti fólki sem á að sitja í gæsluvarðhaldi eða í afplánun,“ segir hann. Meðal nýrra álagsþátta er að mun fleiri hælisleitendur þurfa að bíða í fangelsum en áður eftir brottvísun. Frá júní í fyrra hafa 72 þurft að bíða í fangelsi eftir því að vera vísað frá landinu. Þar af hafa 17 verið í gæsluvarðhaldi meðan þeir biðu. Refsingar fyrnast „Þetta eru rúmlega 70 prósent af þeim sem sæta gæsluvarðhaldi sem eru af erlendan uppruna. Einhver hluti er þarna vegna brottvísunar. Vegna þess að þeir hafa ekki landvistarleyfi en langstærstu leyti eru þetta einstaklingar sem eru grunaðir um refsiverða háttsemi og eru þá ýmis í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna eða á grundvelli almannahagsmuna, segir hann. Stórum hluta af gæsluvarðhaldsföngum er brottvísað en frá árinu 2024 eru þeir orðnir alls hundrað og fimm. Þeir sem þurfa að afplána dóma sína þurfa varla að hafa miklar áhyggjur af því að þurfa sitja inni þessa daganna því þeir komast ekki fyrir í fangelsunum. „Þessi keðjuverkunaráhrif sem notkun á gæsluvarðhaldi hefur því að við getum ekki kallað fólk inn í afplánun sem kann að hafa þau áhrif að refsingar þá fyrnast,“ segir hann. s Margir sluppu við að sitja inn í fyrra vegna ástandsins. „Þetta voru um hundrað refsidómar sem fyrntust á síðasta ári,“ segir hann. Þá sé öryggi fólks ógnað. „Þetta er mikið öryggismál, þetta er mikið álag fyrir fangaverði og annað sérhæft starfsfólk. Þetta er líka mikið öryggismál því það eru takmörk fyrir því hvað það er hægt að blanda fólki í fangelsum mikið saman,“ segir hann.
Fangelsismál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira