Þar má sjá gamla viðurkenningu, lúður og mold. Þar er einnig að finna barnastól sem hann festi en kann ekki að losa. Eflaust eitthvað sem margir tengja við.

„Mitt ADHD í hnotskurn. Lúður úr 100 árs gömlum rabbarbara stelk sem var gjöf frá meistara Páli á Húsafelli, eldgömul viðurkenning útaf DVD sölu, barnastóll sem ég náði að festa en get ómögulega losað 😁 Og hvaðan kemur þessu mold, kynni einhver að spyrja (td. @jogagnarr) Það man ég ekki,“ segir Jón léttur á Facebook.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ADHD greining Jóns ratar í fjölmiðla. Fjallað var um týpískan ADHD-dag í lífi Jóns á Vísi árið 2016. Þar lýsti Jón afar viðburðarríkum degi í Grafarholti og sagðist líklega ekki komast af án fjölskyldu sinnar og sagði athyglisbrestinn versna með árunum.