„Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2025 13:20 Brynjar Karl Sigurðsson er yfirþjálfari hjá Aþenu í Efra-Breiðholti. Hann er borinn þungum sökum í skýrslu Samskiptaráðgjafa en hefur sjálfur ýmislegt út á skýrsluna og vinnubrögð við hana að setja. vísir/Anton „Ég vona bara að þessir aðilar fari alla leið og reyni að klára þetta verkefni sitt, að bola mér út, svo að þetta geti farið á eitthvað dómstig. Það er eiginlega það sem ég óska mér. Að ég fái einhvern tímann alvöru rannsókn.“ Þetta segir körfuboltaþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson í kjölfar skýrslu Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs um hans störf. Brynjar Karl er borinn nokkuð þungum sökum í skýrslunni; sagður tala um að gera tilraunir með börn sem sé óábyrgt og í versta falli siðlaust eða skaðlegt, og skorta fræðilegan grunn fyrir þjálfunaraðferðum sínum. „Þetta er glæpsamlegt. Hreinn og klár glæpur. Það hefur aldrei verið brotið á mér svona,“ segir Brynjar Karl og lýsir áliti samskiptaráðgjafa sem algjörri hrákasmíð sem augljóslega sé til komin vegna rimmu hans við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands – sambandið sem hann sækist nú eftir að leiða. Samskiptaráðgjafi fullyrðir að skýrslan sé unnin vegna fyrrverandi iðkenda Brynjars Karls og foreldra þeirra sem kvartað hafi undan aðferðum þjálfarans og jafnvel sakað hann um andlegt ofbeldi. Þessar ásakanir eru settar fram nafnlaust og segir Samskiptaráðgjafi það vegna ótta viðkomandi við viðbrögð Brynjars Karls. „Hvað er fólk hrætt við? Það er hrætt við að hið sanna komi í ljós. Þetta er ekkert nýtt. Þetta hefur alltaf verið svona. Bara nafnlaust. Ég er ekki að segja að það hafi aldrei neinni stelpu ekki liðið vel á æfingu hjá mér en heldur þú að ég sé bara að mæta á æfingar að „búllía“ einhver börn? Ég tek á þessum foreldrum, er sennilega eini gæinn sem gerir það, og þetta er afleiðingin. Það eru engar staðreyndir á bak við þetta. Þetta er bara gert í skjóli þess að enginn nenni að kafa dýpra en í fyrirsagnirnar,“ segir Brynjar Karl í samtali við Vísi í dag. „Búum við ekki í réttarríki? Máttu bara gera þetta? Nú hafa leitað til mín aðilar sem treysta sér ekki til að stíga fram, til að lýsa því sem þeir hafa lent í með þennan samskiptafulltrúa. Á ég að geta tekið Þóru Sigfríði niður með nafnlausum ásökunum?“ spyr Brynjar Karl og vísar til eins af höfundum skýrslunnar, Þóru Sigfríðar Einarsdóttur. Brynjar Karl á leik Aþenu í Bónus-deild kvenna í vetur. Eins og sjá má fylgist myndatökumaður með honum en þannig hefur það verið síðustu ár eða frá gerð heimildamyndarinnar Hækkum rána. Hann segir að því sé til mikið magn myndefnis sem gefið gæti raunverulega innsýn í þjálfunaraðferðir hans.vísir/Diego „Búinn að móðga fullt af foreldrum“ „Ef að þetta eru þeir aðilar sem ég held þá eru þetta sennilega þrír aðilar frá 2017, stelpur sem allar eru orðnar 18 ára gamlar, og svo væntanlega þrír aðilar frá síðustu 2-3 árum. Það voru foreldrar sem ég móðgaði en enga af stelpunum þeirra langaði til að hætta í Aþenu. Ástæðan fyrir því að fólk stígur fram nafnlaust er að annars væri fjöldi vitna til að útskýra hvað átti sér raunverulega stað. Ég er búinn að þjálfa líklega yfir 200 stelpur í gegnum tíðina. Ég er búinn að móðga fullt af foreldrum og stemningin virðist vera sú að fólk sé tilbúið í eitthvað svona stönt. Ég get nefnt til dæmis móður sem að gæti alveg verið partur af þessum hópi, sem á tvö börn á BUGL og svo barn hjá mér sem er mjög kvíðið. Þegar ég þarf svo að „confronta“ mömmuna, af því að hún ræðst á mig og segir að ég sé ósanngjarn og eitthvað þannig, og segi að hún þurfi nú kannski að fara að taka á kvíða barnanna sinna, þá er hún bara búin að ofsækja mig í átta ár. Maður skilur ekki heiftina og geðveikina í sumu fólki sem ætlar sér bara að ná sér niður á manni, nafnlaust,“ segir Brynjar Karl. Hann blæs á það sem fullyrt er í skýrslunni um að fjöldi iðkenda hafi hrökklast frá félagi hans, Aþenu, vegna hans starfa. „Við verðum með 130 krakka í byrjun næsta hausts. Hvaða fjölda er verið að tala um? Alls staðar þar sem ég hef verið þá hefur iðkendafjöldinn sprungið út.“ „Laug að mér þegar ég kom á fyrsta og eina fund okkar“ Það er margt við skýrslu samskiptaráðgjafa og vinnu við hana sem Brynjar Karl hefur út á að setja. Hann var aðeins boðaður á einn fund en fékk svo tækifæri til að gera athugasemdir við það sem fram kom. Brynjar segist hins vegar hafa verið boðaður á fundinn á fölskum forsendum og að samskiptafulltrúi hafi aðeins valið hluta af athugasemdum í skýrsluna sem hentað hafi málflutningnum. „Þóra Sigfríður laug að mér þegar ég kom á fyrsta og eina fund okkar. Hún sagði við mig að ég væri að fara að hitta hana og fulltrúa ÍSÍ. Ég sagðist ekki skilja það. Hvernig gæti fulltrúi ÍSÍ verið þarna þegar við ættum í útistöðum við sambandið? Hún maldaði í móinn en þegar ég mætti var svo enginn fulltrúi frá ÍSÍ. Hún sagðist bara vilja hitta mig, það væru engar ásakanir heldur bara fjölmiðlaumræða. Þannig að þegar ég mæti á þennan fyrsta og eina fund okkar þá veit ég ekki einu sinni að það séu ásakanir og hvað þá hverjar þær eru. Þannig að ég mæti bara þarna inn og hún fer að spyrja bara út í hvernig ég geri hlutina, og ég fór að tala bara eins og við værum í einhverju „casual“ kaffispjalli. Svo segir hún að það væri gott að fá eitthvað um það hvernig mínar þjálfunaraðferðir væru og nefnir að við eigum eftir að hittast aftur. Ég á alveg ógeðslega mikið af stöffi um hvað ég er að gera en ég get ekki bara sent inn einhvern doðrant. Það sem ég er að gera byggir á massívum fræðagrunni,“ segir Brynjar Karl sem harmar að aldrei hafi verið rætt við núverandi leikmenn Aþenu eða liðið heimsótt. Heldur hún að ég sé með leikmenn og foreldra í fjötrum? „Hún segir að stelpurnar [í Aþenu núna] séu ekki marktækar út af „óeðlilegum valdatengslum“ við mig. Það eru fimm stelpur að æfa núna hjá Aþenu sem munu ekki spila með okkur á næstu leiktíð. Hver eru þá valdatengslin? Heldur hún að fólk fari í íþróttalið og sé bara költað í drasl? Að ég sé bara með leikmenn og foreldra í einhverjum fjötrum og það þori enginn út úr félaginu? Það getur vel verið að ég sé ógeðsleg frekja og leiðinlegur gæi en þá bara ferðu.“ „Það sem þetta fólk sem hefur gagnrýnt okkur á allt sameiginlegt er að það hefur aldrei komið til okkar. Það sem var svo svekkjandi, og í raun og veru glæpsamlegt, hjá Þóru var að draga mig svona á asnaeyrunum og gefa mér ekki tækifæri. Hitta mig í 40-50 mínútur, einu sinni. Við sögðum að hún yrði að mæta á æfingu og kynna sér málin en það næsta sem við vitum er að það er komin umsögn og þá er búið að bæta við nafnlausum ásökunum og hlutum sem við ákváðum að svara. Til að byrja með fengum við meira að segja að heyra að við ættum ekki að kommenta á ásakanirnar. Ekki fyrr en okkur var farið að þykja þetta ansi óþægilegt og þá allt í einu áttum við að kommenta á þessar ásakanir, og sett á okkur tímapressa að klára það. Ég ætlaði að sýna Þóru Sigfríði fullt af hlutum en það gafst aldrei tækifæri til þess. Það eru foreldrar inni á öllum okkar fundum með stelpunum. Þannig tryggi ég mig. Ég labba ekkert einn inn í herbergi með 10-12 ára stelpum og byrja að heilaþvo þær. Það eru til hundruð klukkutíma af vídjóum af fundum. Ef að Þóra Sigfríður hefði raunverulegan áhuga á að sjá hvernig þetta fer fram þá hefði hún komið og kynnt sér hlutina,“ segir Brynjar Karl. „Það að setja símann í hendurnar á börnum er tilraun“ Einna alvarlegustu ásakanirnar í álitinu snúa að því að Brynjar geri tilraunir með börn sem geti reynst skaðlegar. Minnst er á það þegar hann skipti í „ljótar“ og „sætar“ á æfingu og lét leikmenn sína venjast ljótum orðum, „ruslatali“, með það til hliðsjónar að enginn ætti að geta sært stelpurnar án þeirra samþykkis, en að fræðilegan rökstuðning skorti fyrir slíkum tilraunum. „Er ekki alltaf verið að gera tilraunir á börnum? Það að setja símann í hendurnar á börnum er tilraun. Hver heldur að hann sé með vísindalega fótfestu fyrir öllu sem hann er að gera? Hvaða þjálfari er það sem byggir þjálfun sína alfarið á vísindum? Hver eru þessi vísindi?“ spyr Brynjar og gefur lítið fyrir vísindin á bakvið álit samskiptaráðgjafa: „Ég er með alvöru vísindamenn sem eru að fara að rífa í sig þessa „vísindalegu“ nálgun sem Þóra þykist fylgja. Þeir gefa þessum pælingum hennar algjöra falleinkunn og munu „debunka“ kjaftæðið í henni.“ Þjálfarinn hafi verið rekinn með skömm Á meðal viðmælenda í skýrslunni er fyrrverandi þjálfari Aþenu sem samskiptaráðgjafi ræddi við í gegnum fjarfundarbúnað. Brynjar segir að í stað þess að ræða við fjölda annarra þjálfara sem starfað hafi fyrir Aþenu hafi samskiptaráðgjafi „headhuntað“ þennan eina þjálfara sem rekinn hafi verið með skömm eftir skamman tíma hjá Aþenu. „Ég get sýnt mikið myndefni sem sýnir okkar samskipti,“ segir Brynjar Karl en allt frá vinnu við heimildamyndina Hækkum rána, sem út kom árið 2021, hafa myndatökuvélar áfram verið á þjálfaranum og hans liði sem Brynjar segir að komi til með að enda í heimildaþáttaröð. Myndefnið komi ekki vel út fyrir þjálfarann sem í skýrslunni sakar Brynjar um að búa til „költ“ og skapa eitrað andrúmsloft. „Ég rak hann ekki. Ég er ekki formaður, þó að ég sé yfirþjálfari. En ég var mjög ósáttur við hann. Til dæmis þegar hann lýgur því að hann sé ekki með bíl þegar hann á að mæta á æfingar upp á Kjalarnesi, að þjálfa litla krakka, en er samt með bíl frá okkur. Sefur yfir sig í hádegisleik. Sinnir ekki nýju strákunum sem eru að koma inn í félagið, þó það sé sérstaklega brýnt fyrir honum. Hann gerði ekkert sem hann var beðinn um. Það er svo mikið kjaftæði sem kemur frá honum að ég veit ekki hvað skal segja. Að hann sé að verja drengina frá mér? Þetta er bara útópískt,“ segir Brynjar. „Ægivald sem þarf ekki að svara einum né neinum“ En telur Brynjar að skýrsla samskiptaráðgjafa, sem skilað hefur verið inn til KKÍ, ÍSÍ og ÍBR, komi til með að hafa einhverjar afleiðingar? „Ég vona bara að þessir aðilar fari alla leið og reyni að klára þetta verkefni sitt, að bola mér út, svo að þetta geti farið á eitthvað dómstig. Það er eiginlega það sem ég óska mér. Að ég fái einhvern tímann alvöru rannsókn. Ég myndi bara fagna því en ég get það ekki þegar þetta eru vinnubrögðin. Það er alveg á hreinu þegar maður skoðar þessi gögn að Þóra er að taka að sér að vera ákveðinn „hit man“ í þessu. Við þurfum að rannsaka Þóru. Við erum með ÍSÍ og samskiptafulltrúa, og þetta er bara eitthvað ægivald sem þarf ekki að svara einum né neinum. Þau geta gert nákvæmlega það sem þau vilja, í krafti sinnar stöðu og nafnleyndar.“ Aþena Körfubolti Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Brynjar Karl er borinn nokkuð þungum sökum í skýrslunni; sagður tala um að gera tilraunir með börn sem sé óábyrgt og í versta falli siðlaust eða skaðlegt, og skorta fræðilegan grunn fyrir þjálfunaraðferðum sínum. „Þetta er glæpsamlegt. Hreinn og klár glæpur. Það hefur aldrei verið brotið á mér svona,“ segir Brynjar Karl og lýsir áliti samskiptaráðgjafa sem algjörri hrákasmíð sem augljóslega sé til komin vegna rimmu hans við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands – sambandið sem hann sækist nú eftir að leiða. Samskiptaráðgjafi fullyrðir að skýrslan sé unnin vegna fyrrverandi iðkenda Brynjars Karls og foreldra þeirra sem kvartað hafi undan aðferðum þjálfarans og jafnvel sakað hann um andlegt ofbeldi. Þessar ásakanir eru settar fram nafnlaust og segir Samskiptaráðgjafi það vegna ótta viðkomandi við viðbrögð Brynjars Karls. „Hvað er fólk hrætt við? Það er hrætt við að hið sanna komi í ljós. Þetta er ekkert nýtt. Þetta hefur alltaf verið svona. Bara nafnlaust. Ég er ekki að segja að það hafi aldrei neinni stelpu ekki liðið vel á æfingu hjá mér en heldur þú að ég sé bara að mæta á æfingar að „búllía“ einhver börn? Ég tek á þessum foreldrum, er sennilega eini gæinn sem gerir það, og þetta er afleiðingin. Það eru engar staðreyndir á bak við þetta. Þetta er bara gert í skjóli þess að enginn nenni að kafa dýpra en í fyrirsagnirnar,“ segir Brynjar Karl í samtali við Vísi í dag. „Búum við ekki í réttarríki? Máttu bara gera þetta? Nú hafa leitað til mín aðilar sem treysta sér ekki til að stíga fram, til að lýsa því sem þeir hafa lent í með þennan samskiptafulltrúa. Á ég að geta tekið Þóru Sigfríði niður með nafnlausum ásökunum?“ spyr Brynjar Karl og vísar til eins af höfundum skýrslunnar, Þóru Sigfríðar Einarsdóttur. Brynjar Karl á leik Aþenu í Bónus-deild kvenna í vetur. Eins og sjá má fylgist myndatökumaður með honum en þannig hefur það verið síðustu ár eða frá gerð heimildamyndarinnar Hækkum rána. Hann segir að því sé til mikið magn myndefnis sem gefið gæti raunverulega innsýn í þjálfunaraðferðir hans.vísir/Diego „Búinn að móðga fullt af foreldrum“ „Ef að þetta eru þeir aðilar sem ég held þá eru þetta sennilega þrír aðilar frá 2017, stelpur sem allar eru orðnar 18 ára gamlar, og svo væntanlega þrír aðilar frá síðustu 2-3 árum. Það voru foreldrar sem ég móðgaði en enga af stelpunum þeirra langaði til að hætta í Aþenu. Ástæðan fyrir því að fólk stígur fram nafnlaust er að annars væri fjöldi vitna til að útskýra hvað átti sér raunverulega stað. Ég er búinn að þjálfa líklega yfir 200 stelpur í gegnum tíðina. Ég er búinn að móðga fullt af foreldrum og stemningin virðist vera sú að fólk sé tilbúið í eitthvað svona stönt. Ég get nefnt til dæmis móður sem að gæti alveg verið partur af þessum hópi, sem á tvö börn á BUGL og svo barn hjá mér sem er mjög kvíðið. Þegar ég þarf svo að „confronta“ mömmuna, af því að hún ræðst á mig og segir að ég sé ósanngjarn og eitthvað þannig, og segi að hún þurfi nú kannski að fara að taka á kvíða barnanna sinna, þá er hún bara búin að ofsækja mig í átta ár. Maður skilur ekki heiftina og geðveikina í sumu fólki sem ætlar sér bara að ná sér niður á manni, nafnlaust,“ segir Brynjar Karl. Hann blæs á það sem fullyrt er í skýrslunni um að fjöldi iðkenda hafi hrökklast frá félagi hans, Aþenu, vegna hans starfa. „Við verðum með 130 krakka í byrjun næsta hausts. Hvaða fjölda er verið að tala um? Alls staðar þar sem ég hef verið þá hefur iðkendafjöldinn sprungið út.“ „Laug að mér þegar ég kom á fyrsta og eina fund okkar“ Það er margt við skýrslu samskiptaráðgjafa og vinnu við hana sem Brynjar Karl hefur út á að setja. Hann var aðeins boðaður á einn fund en fékk svo tækifæri til að gera athugasemdir við það sem fram kom. Brynjar segist hins vegar hafa verið boðaður á fundinn á fölskum forsendum og að samskiptafulltrúi hafi aðeins valið hluta af athugasemdum í skýrsluna sem hentað hafi málflutningnum. „Þóra Sigfríður laug að mér þegar ég kom á fyrsta og eina fund okkar. Hún sagði við mig að ég væri að fara að hitta hana og fulltrúa ÍSÍ. Ég sagðist ekki skilja það. Hvernig gæti fulltrúi ÍSÍ verið þarna þegar við ættum í útistöðum við sambandið? Hún maldaði í móinn en þegar ég mætti var svo enginn fulltrúi frá ÍSÍ. Hún sagðist bara vilja hitta mig, það væru engar ásakanir heldur bara fjölmiðlaumræða. Þannig að þegar ég mæti á þennan fyrsta og eina fund okkar þá veit ég ekki einu sinni að það séu ásakanir og hvað þá hverjar þær eru. Þannig að ég mæti bara þarna inn og hún fer að spyrja bara út í hvernig ég geri hlutina, og ég fór að tala bara eins og við værum í einhverju „casual“ kaffispjalli. Svo segir hún að það væri gott að fá eitthvað um það hvernig mínar þjálfunaraðferðir væru og nefnir að við eigum eftir að hittast aftur. Ég á alveg ógeðslega mikið af stöffi um hvað ég er að gera en ég get ekki bara sent inn einhvern doðrant. Það sem ég er að gera byggir á massívum fræðagrunni,“ segir Brynjar Karl sem harmar að aldrei hafi verið rætt við núverandi leikmenn Aþenu eða liðið heimsótt. Heldur hún að ég sé með leikmenn og foreldra í fjötrum? „Hún segir að stelpurnar [í Aþenu núna] séu ekki marktækar út af „óeðlilegum valdatengslum“ við mig. Það eru fimm stelpur að æfa núna hjá Aþenu sem munu ekki spila með okkur á næstu leiktíð. Hver eru þá valdatengslin? Heldur hún að fólk fari í íþróttalið og sé bara költað í drasl? Að ég sé bara með leikmenn og foreldra í einhverjum fjötrum og það þori enginn út úr félaginu? Það getur vel verið að ég sé ógeðsleg frekja og leiðinlegur gæi en þá bara ferðu.“ „Það sem þetta fólk sem hefur gagnrýnt okkur á allt sameiginlegt er að það hefur aldrei komið til okkar. Það sem var svo svekkjandi, og í raun og veru glæpsamlegt, hjá Þóru var að draga mig svona á asnaeyrunum og gefa mér ekki tækifæri. Hitta mig í 40-50 mínútur, einu sinni. Við sögðum að hún yrði að mæta á æfingu og kynna sér málin en það næsta sem við vitum er að það er komin umsögn og þá er búið að bæta við nafnlausum ásökunum og hlutum sem við ákváðum að svara. Til að byrja með fengum við meira að segja að heyra að við ættum ekki að kommenta á ásakanirnar. Ekki fyrr en okkur var farið að þykja þetta ansi óþægilegt og þá allt í einu áttum við að kommenta á þessar ásakanir, og sett á okkur tímapressa að klára það. Ég ætlaði að sýna Þóru Sigfríði fullt af hlutum en það gafst aldrei tækifæri til þess. Það eru foreldrar inni á öllum okkar fundum með stelpunum. Þannig tryggi ég mig. Ég labba ekkert einn inn í herbergi með 10-12 ára stelpum og byrja að heilaþvo þær. Það eru til hundruð klukkutíma af vídjóum af fundum. Ef að Þóra Sigfríður hefði raunverulegan áhuga á að sjá hvernig þetta fer fram þá hefði hún komið og kynnt sér hlutina,“ segir Brynjar Karl. „Það að setja símann í hendurnar á börnum er tilraun“ Einna alvarlegustu ásakanirnar í álitinu snúa að því að Brynjar geri tilraunir með börn sem geti reynst skaðlegar. Minnst er á það þegar hann skipti í „ljótar“ og „sætar“ á æfingu og lét leikmenn sína venjast ljótum orðum, „ruslatali“, með það til hliðsjónar að enginn ætti að geta sært stelpurnar án þeirra samþykkis, en að fræðilegan rökstuðning skorti fyrir slíkum tilraunum. „Er ekki alltaf verið að gera tilraunir á börnum? Það að setja símann í hendurnar á börnum er tilraun. Hver heldur að hann sé með vísindalega fótfestu fyrir öllu sem hann er að gera? Hvaða þjálfari er það sem byggir þjálfun sína alfarið á vísindum? Hver eru þessi vísindi?“ spyr Brynjar og gefur lítið fyrir vísindin á bakvið álit samskiptaráðgjafa: „Ég er með alvöru vísindamenn sem eru að fara að rífa í sig þessa „vísindalegu“ nálgun sem Þóra þykist fylgja. Þeir gefa þessum pælingum hennar algjöra falleinkunn og munu „debunka“ kjaftæðið í henni.“ Þjálfarinn hafi verið rekinn með skömm Á meðal viðmælenda í skýrslunni er fyrrverandi þjálfari Aþenu sem samskiptaráðgjafi ræddi við í gegnum fjarfundarbúnað. Brynjar segir að í stað þess að ræða við fjölda annarra þjálfara sem starfað hafi fyrir Aþenu hafi samskiptaráðgjafi „headhuntað“ þennan eina þjálfara sem rekinn hafi verið með skömm eftir skamman tíma hjá Aþenu. „Ég get sýnt mikið myndefni sem sýnir okkar samskipti,“ segir Brynjar Karl en allt frá vinnu við heimildamyndina Hækkum rána, sem út kom árið 2021, hafa myndatökuvélar áfram verið á þjálfaranum og hans liði sem Brynjar segir að komi til með að enda í heimildaþáttaröð. Myndefnið komi ekki vel út fyrir þjálfarann sem í skýrslunni sakar Brynjar um að búa til „költ“ og skapa eitrað andrúmsloft. „Ég rak hann ekki. Ég er ekki formaður, þó að ég sé yfirþjálfari. En ég var mjög ósáttur við hann. Til dæmis þegar hann lýgur því að hann sé ekki með bíl þegar hann á að mæta á æfingar upp á Kjalarnesi, að þjálfa litla krakka, en er samt með bíl frá okkur. Sefur yfir sig í hádegisleik. Sinnir ekki nýju strákunum sem eru að koma inn í félagið, þó það sé sérstaklega brýnt fyrir honum. Hann gerði ekkert sem hann var beðinn um. Það er svo mikið kjaftæði sem kemur frá honum að ég veit ekki hvað skal segja. Að hann sé að verja drengina frá mér? Þetta er bara útópískt,“ segir Brynjar. „Ægivald sem þarf ekki að svara einum né neinum“ En telur Brynjar að skýrsla samskiptaráðgjafa, sem skilað hefur verið inn til KKÍ, ÍSÍ og ÍBR, komi til með að hafa einhverjar afleiðingar? „Ég vona bara að þessir aðilar fari alla leið og reyni að klára þetta verkefni sitt, að bola mér út, svo að þetta geti farið á eitthvað dómstig. Það er eiginlega það sem ég óska mér. Að ég fái einhvern tímann alvöru rannsókn. Ég myndi bara fagna því en ég get það ekki þegar þetta eru vinnubrögðin. Það er alveg á hreinu þegar maður skoðar þessi gögn að Þóra er að taka að sér að vera ákveðinn „hit man“ í þessu. Við þurfum að rannsaka Þóru. Við erum með ÍSÍ og samskiptafulltrúa, og þetta er bara eitthvað ægivald sem þarf ekki að svara einum né neinum. Þau geta gert nákvæmlega það sem þau vilja, í krafti sinnar stöðu og nafnleyndar.“
Aþena Körfubolti Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins