Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar 30. apríl 2025 10:02 Góðan daginn, blessuðu lesendur! Vitið þið af hverju ég elska þjóðfræði? Hún er vel til þess fallin til að skoða hópa mjög náið. Í staðinn fyrir tölfræði og spurningakannanir, þá eru þjóðfræðingar frekar oft í því að tala við fólkið beint og fá þessa djúsí, persónubundna bita sem einungis er hægt að fá úr nánu samtali. Satt að segja eru djúpviðtöl mjög skemmtileg leið til að læra um hópa og einstaklingana sem eru tilheyra honum. Þegar ég lærði um tilvist íslenskra furries, þá vissi ég að ég þyrfti að rannsaka þann hóp nánar. Ég var nógu heppin að fá að taka viðtal við nokkra einstaklinga sem eru meðlimir þessa samfélags. Við töluðum um lífið og veginn, um „fursónur“ og tengsl einstaklingana við þær og einnig töluðum við um „fursuits“ – sem eru dýrabúningar og kannski það fyrsta sem fólk hugsar um þegar það heyrir orðið „furries“. Það sem ég fann út er að þetta er bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál. Það er mikilvægt að auka þekkingu á hópnum og þess vegna langar mig að kynna ykkur aðeins fyrir honum. En hvað er ‚furry‘ eiginlega? Mikill hluti af furry-fólki eru listamenn, rithöfundar, tölvuleikja- og hlutverkaleikjaspilarar. Það sem einkennir „furry“-hópinn mest er manngerving dýra, og að taka að sér hlutverk dýrslegrar persónu, eða „fursónu“, en nafnið er dregið af orðunum ‚furry‘ og ‚persóna‘. Getur þetta komið fram í list, hlutverkaleikjum og annars konar performans. Margir af meðlimum furry samfélagsins búa til, eða fái einhvern annan til þess að búa til, búning í mynd fursónu sinnar (Roberts, 2022). En hvað er fursóna? Margar ástæður geta legið að baki þess að fólk bregður sér í gervi fursónu. Stór hluti þeirra sem finna sig í furry-samfélaginu er fólk sem hefur upplifað sig utangarðs. Þetta getur verið hinsegin fólk og jafnvel skynsegin fólk. Það að geta tekið að sér hlutverk einhverrar annarrar persónu getur hjálpað mikið með að byggja upp sjálfstraust. Sérstaklega þegar þetta er persóna sem maður vill frekar vera (Icelandfurs, e.d.). Og af hverju ekki að lifa sig enn þá meira inn í hlutverkið með því að klæðast búning sem líkist fursónunni? Búningahönnunin Heilmikil vinna og efniviður fer í að sauma slíkan búning, eða „fursuit“ saman. Algengt er að nota frauðplast til að móta höfuðkúpuna og síðan límband til að búa til búkinn, en einnig er hægt að nota önnur efni, eins og trefjaplast. Eftir að formin hafa verið búin til er loðfeldurinn annaðhvort límdur eða saumaður á. Í gerð höfuðsins þarf einnig að gæta þess að augnholur séu til staðar. Það þýðir ekkert að labba um í blindni þótt sætur sé. Algengast er að augnholurnar séu þar sem augun á grímunni eru, eða í gegnum nasaholurnar. Ekki eiga allir furries sinn eigin búning. Margar ástæður liggja þar að baki. Það getur verið dýrt að búa svona búning til. Einnig er hann frekar plássfrekur. Margir grípa til þess ráðs að búa bara til hluta af svona búning, eins og bara höfuð og loppur (Wikifur, 2024) Búningurinn er örugglega eitt stærsta tákn furries. Þegar fólk er beðið um að ímynda sér hvernig furry einstaklingur lítur út þá er búningurinn yfirleitt það fyrsta sem dúkkar upp í kollinum á þeim. En ekki eiga allir furries svona búning, enda fer mikil vinna og peningur í hönnun og viðhald. Það er því ekki nauðsynlegt fyrir furries að eiga slíkan mun til að geta talist meðlimir hópsins. Það eina sem þarf er að hafa gaman af list þar sem mannleg dýr eru í fararbroddi. Þetta er skemmtilegur hópur, sem ég hvet öll sem hafa áhuga til að kynna sér! Höfundur er þjóðfræðinemi og listafrík. Heimildaskrá Iceland Furs, (e.d.) Hvað er „Furry?“ https://icelandfurs.is/hvad-er-furry/ Roberts, S.E., 2022, 7. nóvember. What are ‚furries?‘ Debunking myths about kids identifying as animals, and litter boxes in schools. Wikifur, (2024. 6. nóvember), Fursuit making https://en.wikifur.com/wiki/Fursuit_making Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Mest lesið Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Góðan daginn, blessuðu lesendur! Vitið þið af hverju ég elska þjóðfræði? Hún er vel til þess fallin til að skoða hópa mjög náið. Í staðinn fyrir tölfræði og spurningakannanir, þá eru þjóðfræðingar frekar oft í því að tala við fólkið beint og fá þessa djúsí, persónubundna bita sem einungis er hægt að fá úr nánu samtali. Satt að segja eru djúpviðtöl mjög skemmtileg leið til að læra um hópa og einstaklingana sem eru tilheyra honum. Þegar ég lærði um tilvist íslenskra furries, þá vissi ég að ég þyrfti að rannsaka þann hóp nánar. Ég var nógu heppin að fá að taka viðtal við nokkra einstaklinga sem eru meðlimir þessa samfélags. Við töluðum um lífið og veginn, um „fursónur“ og tengsl einstaklingana við þær og einnig töluðum við um „fursuits“ – sem eru dýrabúningar og kannski það fyrsta sem fólk hugsar um þegar það heyrir orðið „furries“. Það sem ég fann út er að þetta er bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál. Það er mikilvægt að auka þekkingu á hópnum og þess vegna langar mig að kynna ykkur aðeins fyrir honum. En hvað er ‚furry‘ eiginlega? Mikill hluti af furry-fólki eru listamenn, rithöfundar, tölvuleikja- og hlutverkaleikjaspilarar. Það sem einkennir „furry“-hópinn mest er manngerving dýra, og að taka að sér hlutverk dýrslegrar persónu, eða „fursónu“, en nafnið er dregið af orðunum ‚furry‘ og ‚persóna‘. Getur þetta komið fram í list, hlutverkaleikjum og annars konar performans. Margir af meðlimum furry samfélagsins búa til, eða fái einhvern annan til þess að búa til, búning í mynd fursónu sinnar (Roberts, 2022). En hvað er fursóna? Margar ástæður geta legið að baki þess að fólk bregður sér í gervi fursónu. Stór hluti þeirra sem finna sig í furry-samfélaginu er fólk sem hefur upplifað sig utangarðs. Þetta getur verið hinsegin fólk og jafnvel skynsegin fólk. Það að geta tekið að sér hlutverk einhverrar annarrar persónu getur hjálpað mikið með að byggja upp sjálfstraust. Sérstaklega þegar þetta er persóna sem maður vill frekar vera (Icelandfurs, e.d.). Og af hverju ekki að lifa sig enn þá meira inn í hlutverkið með því að klæðast búning sem líkist fursónunni? Búningahönnunin Heilmikil vinna og efniviður fer í að sauma slíkan búning, eða „fursuit“ saman. Algengt er að nota frauðplast til að móta höfuðkúpuna og síðan límband til að búa til búkinn, en einnig er hægt að nota önnur efni, eins og trefjaplast. Eftir að formin hafa verið búin til er loðfeldurinn annaðhvort límdur eða saumaður á. Í gerð höfuðsins þarf einnig að gæta þess að augnholur séu til staðar. Það þýðir ekkert að labba um í blindni þótt sætur sé. Algengast er að augnholurnar séu þar sem augun á grímunni eru, eða í gegnum nasaholurnar. Ekki eiga allir furries sinn eigin búning. Margar ástæður liggja þar að baki. Það getur verið dýrt að búa svona búning til. Einnig er hann frekar plássfrekur. Margir grípa til þess ráðs að búa bara til hluta af svona búning, eins og bara höfuð og loppur (Wikifur, 2024) Búningurinn er örugglega eitt stærsta tákn furries. Þegar fólk er beðið um að ímynda sér hvernig furry einstaklingur lítur út þá er búningurinn yfirleitt það fyrsta sem dúkkar upp í kollinum á þeim. En ekki eiga allir furries svona búning, enda fer mikil vinna og peningur í hönnun og viðhald. Það er því ekki nauðsynlegt fyrir furries að eiga slíkan mun til að geta talist meðlimir hópsins. Það eina sem þarf er að hafa gaman af list þar sem mannleg dýr eru í fararbroddi. Þetta er skemmtilegur hópur, sem ég hvet öll sem hafa áhuga til að kynna sér! Höfundur er þjóðfræðinemi og listafrík. Heimildaskrá Iceland Furs, (e.d.) Hvað er „Furry?“ https://icelandfurs.is/hvad-er-furry/ Roberts, S.E., 2022, 7. nóvember. What are ‚furries?‘ Debunking myths about kids identifying as animals, and litter boxes in schools. Wikifur, (2024. 6. nóvember), Fursuit making https://en.wikifur.com/wiki/Fursuit_making
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun