Gengst við kókaínfíkn sinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. apríl 2025 11:29 Måns Zelmerlöw á sviði í Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrr í ár. V'isir/Andri Eurovision-sigurvegarinn Måns viðurkennir að hafa glímt við kókaínfíkn eftir að hafa áður neitað því. Fyrrverandi eiginkona Måns sakaði hann um vímuefnaneyslu, framhjáhöld og ofbeldi. Måns neitar því að hafa beitt fjölskyldu sína ofbeldi og segist ekki hafa neytt vímuefna fyrir framan börn sín. Måns Zelmerlöw hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Popparinn sem sigraði Eurovision árið 2015 með laginu „Heroes“ lenti í öðru sæti á eftir grínhljómsveitinni KAJ í Melodifestivalen í Svíþjóð á dögunum. Hann brást illa við ósigrinum og sagðist sérstaklega hissa á atkvæðum alþjóðlegra dómnefnda. Hann hélt svo uppteknum hætti dagana á eftir og sendi gagnrýnendum sínum pillu á samfélagsmiðlum. Skömmu síðar kom í ljós að Måns hefði skilið við eiginkonu sína Ciöru skömmu fyrir tónleikana. Þau höfðu verið saman í tíu ár og eiga tvö börn saman. Fyrrverandi eiginkona Måns, leikkonan Ciara Janson, opnaði sig í mars um skilnað þeirra hjóna og sagðist ekki geta þagað lengur yfir skilnaðinum og ástæðum hans. „Ég get ekki lengur horft upp á fjölskyldu mína lifa í fjandsamlegu umhverfi þar sem þau verða vitni að fíkniefnamisnotkun, andlegu og líkamlegu ofbeldi og endalausu framhjáhaldi,“ skrifaði hún í tilkynningu sem hún birti á Instagram. Måns neitaði þá öllum ásökunum Ciöru en á mánudag viðurkenndi hann í viðtali við sænska dagblaðið Göteborgs-Posten að hafa notað kókaín. „Ég hef verið á móti fíkniefnum alla mína ævi, en fyrir tveimur árum birtist efnið í tónleikaferðalagarútunni. Allir hinir voru að nota það. Þetta er alvanalegt í mínum bransa þannig það var erfitt að prófa þetta ekki, sagði Måns við blaðið. Þá sagði hann að hann hefði leitað sér aðstoðar og hefði unnið bug á fíkn sinni. Hann sagðist stoltur af því að hafa unnið bug á fíkninni og myndi aldrei snerta kókaín aftur. Hann áréttaði að hann hefði aldrei notað vímuefni fyrir framan börn sín og neyslan hefði einungis tengst djamminu. Måns spilaði í Laugardalshöll á úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2017 og tók þar tvö lög sem má heyra hér að neðan: Svíþjóð Eurovision Fíkn Tengdar fréttir Måns mættur á markaðinn Sænska poppstjarnan Måns Zelmerlow og breska leikkonan Ciara Zelmerlow standa nú í skilnaði. Þau höfðu verið saman í tíu ár og eiga saman tvö börn. 17. mars 2025 15:41 Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sænsk-finnska gríngrúppan Kaj mun koma fram fyrir Svíþjóð í Eurovision í Basel í maí. Kaj vann sænsku forkeppnina, Melodifestivalen, í kvöld. öðru sæti var Måns Zelmerlöw sem vann Eurovision árið 2015 með lagið Heroes. 8. mars 2025 23:19 Stjarna í nærmynd: Måns Zelmerlöw Hver er maðurinn á bakvið leðurbuxurnar? 27. maí 2015 09:30 Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin Sjá meira
Måns Zelmerlöw hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Popparinn sem sigraði Eurovision árið 2015 með laginu „Heroes“ lenti í öðru sæti á eftir grínhljómsveitinni KAJ í Melodifestivalen í Svíþjóð á dögunum. Hann brást illa við ósigrinum og sagðist sérstaklega hissa á atkvæðum alþjóðlegra dómnefnda. Hann hélt svo uppteknum hætti dagana á eftir og sendi gagnrýnendum sínum pillu á samfélagsmiðlum. Skömmu síðar kom í ljós að Måns hefði skilið við eiginkonu sína Ciöru skömmu fyrir tónleikana. Þau höfðu verið saman í tíu ár og eiga tvö börn saman. Fyrrverandi eiginkona Måns, leikkonan Ciara Janson, opnaði sig í mars um skilnað þeirra hjóna og sagðist ekki geta þagað lengur yfir skilnaðinum og ástæðum hans. „Ég get ekki lengur horft upp á fjölskyldu mína lifa í fjandsamlegu umhverfi þar sem þau verða vitni að fíkniefnamisnotkun, andlegu og líkamlegu ofbeldi og endalausu framhjáhaldi,“ skrifaði hún í tilkynningu sem hún birti á Instagram. Måns neitaði þá öllum ásökunum Ciöru en á mánudag viðurkenndi hann í viðtali við sænska dagblaðið Göteborgs-Posten að hafa notað kókaín. „Ég hef verið á móti fíkniefnum alla mína ævi, en fyrir tveimur árum birtist efnið í tónleikaferðalagarútunni. Allir hinir voru að nota það. Þetta er alvanalegt í mínum bransa þannig það var erfitt að prófa þetta ekki, sagði Måns við blaðið. Þá sagði hann að hann hefði leitað sér aðstoðar og hefði unnið bug á fíkn sinni. Hann sagðist stoltur af því að hafa unnið bug á fíkninni og myndi aldrei snerta kókaín aftur. Hann áréttaði að hann hefði aldrei notað vímuefni fyrir framan börn sín og neyslan hefði einungis tengst djamminu. Måns spilaði í Laugardalshöll á úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2017 og tók þar tvö lög sem má heyra hér að neðan:
Svíþjóð Eurovision Fíkn Tengdar fréttir Måns mættur á markaðinn Sænska poppstjarnan Måns Zelmerlow og breska leikkonan Ciara Zelmerlow standa nú í skilnaði. Þau höfðu verið saman í tíu ár og eiga saman tvö börn. 17. mars 2025 15:41 Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sænsk-finnska gríngrúppan Kaj mun koma fram fyrir Svíþjóð í Eurovision í Basel í maí. Kaj vann sænsku forkeppnina, Melodifestivalen, í kvöld. öðru sæti var Måns Zelmerlöw sem vann Eurovision árið 2015 með lagið Heroes. 8. mars 2025 23:19 Stjarna í nærmynd: Måns Zelmerlöw Hver er maðurinn á bakvið leðurbuxurnar? 27. maí 2015 09:30 Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin Sjá meira
Måns mættur á markaðinn Sænska poppstjarnan Måns Zelmerlow og breska leikkonan Ciara Zelmerlow standa nú í skilnaði. Þau höfðu verið saman í tíu ár og eiga saman tvö börn. 17. mars 2025 15:41
Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sænsk-finnska gríngrúppan Kaj mun koma fram fyrir Svíþjóð í Eurovision í Basel í maí. Kaj vann sænsku forkeppnina, Melodifestivalen, í kvöld. öðru sæti var Måns Zelmerlöw sem vann Eurovision árið 2015 með lagið Heroes. 8. mars 2025 23:19