Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar 1. maí 2025 09:32 Alþjóðlegur dagur íslenska hestsins minnir okkur á að sterk ímynd og virðing verða ekki til af sjálfu sér. Í dag, 1. maí, fögnum við alþjóðlegum degi íslenska hestsins. Þennan dag sameinast fólk um allan heim í að heiðra einstakan hest sem tengir saman þjóðir, kynslóðir og menningarheima. Og þó að við Íslendingar eigum hestinn að einhverju leyti sjálfsagðan, þá er mikilvægt að rifja upp hversu mikið hann skiptir máli – og hvers vegna við þurfum að huga að orðspori hans með sama metnaði og við hugum að velferð hans. Því jafnvel þótt við þekkjum hann vel, þá er það ekki sjálfgefið að heimurinn geri það líka. Ímynd og orðspor mótast ekki af sjálfu sér. Það þarf að rækta þau – með frásögnum, sýnileika, fagmennsku og markvissum aðgerðum. Þar skiptir máli að við tökum höndum saman. Ef ekkert er gert, taka aðrir við keflinu og segja sína útgáfu af sögunni – og hún er ekki alltaf í takt við þau gildi og þá sérstöðu sem íslenski hesturinn stendur fyrir. Í heiminum eru yfir 350 hestakyn og rúmlega 58 milljónir hesta. Þar er íslenski hesturinn aðeins einn af mörgum möguleikum. Við sem höfum kynnst honum þurfum ekki að spyrja hvaða hest við viljum – en úti í heimi stendur hann frammi fyrir samkeppni sem við verðum að taka alvarlega. Það eru um 30 milljónir manna sem stunda hestamennsku á heimsvísu. Ef okkur tekst að ná athygli og trausti aðeins hluta þeirra, eykst tækifærið fyrir allt hestasamfélagið – ekki aðeins til útflutnings, heldur einnig til að efla greinina innanlands. Af þessum sökum hefur verið lögð áhersla á að vinna markvisst að því að efla ímynd og orðspor hestsins erlendis, meðal annars í gegnum verkefnið Horses of Iceland, sem fagnar nú 10 ára afmæli. Með þátttöku í fagsýningum, samstarfi við fjölmiðla, kynningarefni og samráð innan greinarinnar hefur tekist að halda sögunni lifandi og vakið athygli á hestinum sem hluta af menningu og lífsstíl – ekki eingöngu sem útflutningsvöru. Orðspor íslenska hestsins skiptir máli. Það hefur áhrif á verðmæti hrossa, sýnileika í ferðaþjónustu, viðhorf til greinarinnar og þau tækifæri sem ungt fólk og fagfólk sér í framtíðinni. Þegar áhugi eykst erlendis, skilar það sér til okkar allra – ekki bara í krónum og aurum, heldur í virðingu, stöðugleika og trú á því sem við höfum byggt upp í gegnum kynslóðir. Við getum valið að segja söguna sjálf – eða leyfa öðrum að móta hana. Í dag minnum við okkur á að íslenski hesturinn á ekki bara ríkan sess í hjörtum okkar. Hann á líka skilið skýra rödd út á við. Höfundir er verkefnastjóri Horses of Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur íslenska hestsins minnir okkur á að sterk ímynd og virðing verða ekki til af sjálfu sér. Í dag, 1. maí, fögnum við alþjóðlegum degi íslenska hestsins. Þennan dag sameinast fólk um allan heim í að heiðra einstakan hest sem tengir saman þjóðir, kynslóðir og menningarheima. Og þó að við Íslendingar eigum hestinn að einhverju leyti sjálfsagðan, þá er mikilvægt að rifja upp hversu mikið hann skiptir máli – og hvers vegna við þurfum að huga að orðspori hans með sama metnaði og við hugum að velferð hans. Því jafnvel þótt við þekkjum hann vel, þá er það ekki sjálfgefið að heimurinn geri það líka. Ímynd og orðspor mótast ekki af sjálfu sér. Það þarf að rækta þau – með frásögnum, sýnileika, fagmennsku og markvissum aðgerðum. Þar skiptir máli að við tökum höndum saman. Ef ekkert er gert, taka aðrir við keflinu og segja sína útgáfu af sögunni – og hún er ekki alltaf í takt við þau gildi og þá sérstöðu sem íslenski hesturinn stendur fyrir. Í heiminum eru yfir 350 hestakyn og rúmlega 58 milljónir hesta. Þar er íslenski hesturinn aðeins einn af mörgum möguleikum. Við sem höfum kynnst honum þurfum ekki að spyrja hvaða hest við viljum – en úti í heimi stendur hann frammi fyrir samkeppni sem við verðum að taka alvarlega. Það eru um 30 milljónir manna sem stunda hestamennsku á heimsvísu. Ef okkur tekst að ná athygli og trausti aðeins hluta þeirra, eykst tækifærið fyrir allt hestasamfélagið – ekki aðeins til útflutnings, heldur einnig til að efla greinina innanlands. Af þessum sökum hefur verið lögð áhersla á að vinna markvisst að því að efla ímynd og orðspor hestsins erlendis, meðal annars í gegnum verkefnið Horses of Iceland, sem fagnar nú 10 ára afmæli. Með þátttöku í fagsýningum, samstarfi við fjölmiðla, kynningarefni og samráð innan greinarinnar hefur tekist að halda sögunni lifandi og vakið athygli á hestinum sem hluta af menningu og lífsstíl – ekki eingöngu sem útflutningsvöru. Orðspor íslenska hestsins skiptir máli. Það hefur áhrif á verðmæti hrossa, sýnileika í ferðaþjónustu, viðhorf til greinarinnar og þau tækifæri sem ungt fólk og fagfólk sér í framtíðinni. Þegar áhugi eykst erlendis, skilar það sér til okkar allra – ekki bara í krónum og aurum, heldur í virðingu, stöðugleika og trú á því sem við höfum byggt upp í gegnum kynslóðir. Við getum valið að segja söguna sjálf – eða leyfa öðrum að móta hana. Í dag minnum við okkur á að íslenski hesturinn á ekki bara ríkan sess í hjörtum okkar. Hann á líka skilið skýra rödd út á við. Höfundir er verkefnastjóri Horses of Iceland.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun