Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar 1. maí 2025 09:32 Alþjóðlegur dagur íslenska hestsins minnir okkur á að sterk ímynd og virðing verða ekki til af sjálfu sér. Í dag, 1. maí, fögnum við alþjóðlegum degi íslenska hestsins. Þennan dag sameinast fólk um allan heim í að heiðra einstakan hest sem tengir saman þjóðir, kynslóðir og menningarheima. Og þó að við Íslendingar eigum hestinn að einhverju leyti sjálfsagðan, þá er mikilvægt að rifja upp hversu mikið hann skiptir máli – og hvers vegna við þurfum að huga að orðspori hans með sama metnaði og við hugum að velferð hans. Því jafnvel þótt við þekkjum hann vel, þá er það ekki sjálfgefið að heimurinn geri það líka. Ímynd og orðspor mótast ekki af sjálfu sér. Það þarf að rækta þau – með frásögnum, sýnileika, fagmennsku og markvissum aðgerðum. Þar skiptir máli að við tökum höndum saman. Ef ekkert er gert, taka aðrir við keflinu og segja sína útgáfu af sögunni – og hún er ekki alltaf í takt við þau gildi og þá sérstöðu sem íslenski hesturinn stendur fyrir. Í heiminum eru yfir 350 hestakyn og rúmlega 58 milljónir hesta. Þar er íslenski hesturinn aðeins einn af mörgum möguleikum. Við sem höfum kynnst honum þurfum ekki að spyrja hvaða hest við viljum – en úti í heimi stendur hann frammi fyrir samkeppni sem við verðum að taka alvarlega. Það eru um 30 milljónir manna sem stunda hestamennsku á heimsvísu. Ef okkur tekst að ná athygli og trausti aðeins hluta þeirra, eykst tækifærið fyrir allt hestasamfélagið – ekki aðeins til útflutnings, heldur einnig til að efla greinina innanlands. Af þessum sökum hefur verið lögð áhersla á að vinna markvisst að því að efla ímynd og orðspor hestsins erlendis, meðal annars í gegnum verkefnið Horses of Iceland, sem fagnar nú 10 ára afmæli. Með þátttöku í fagsýningum, samstarfi við fjölmiðla, kynningarefni og samráð innan greinarinnar hefur tekist að halda sögunni lifandi og vakið athygli á hestinum sem hluta af menningu og lífsstíl – ekki eingöngu sem útflutningsvöru. Orðspor íslenska hestsins skiptir máli. Það hefur áhrif á verðmæti hrossa, sýnileika í ferðaþjónustu, viðhorf til greinarinnar og þau tækifæri sem ungt fólk og fagfólk sér í framtíðinni. Þegar áhugi eykst erlendis, skilar það sér til okkar allra – ekki bara í krónum og aurum, heldur í virðingu, stöðugleika og trú á því sem við höfum byggt upp í gegnum kynslóðir. Við getum valið að segja söguna sjálf – eða leyfa öðrum að móta hana. Í dag minnum við okkur á að íslenski hesturinn á ekki bara ríkan sess í hjörtum okkar. Hann á líka skilið skýra rödd út á við. Höfundir er verkefnastjóri Horses of Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur íslenska hestsins minnir okkur á að sterk ímynd og virðing verða ekki til af sjálfu sér. Í dag, 1. maí, fögnum við alþjóðlegum degi íslenska hestsins. Þennan dag sameinast fólk um allan heim í að heiðra einstakan hest sem tengir saman þjóðir, kynslóðir og menningarheima. Og þó að við Íslendingar eigum hestinn að einhverju leyti sjálfsagðan, þá er mikilvægt að rifja upp hversu mikið hann skiptir máli – og hvers vegna við þurfum að huga að orðspori hans með sama metnaði og við hugum að velferð hans. Því jafnvel þótt við þekkjum hann vel, þá er það ekki sjálfgefið að heimurinn geri það líka. Ímynd og orðspor mótast ekki af sjálfu sér. Það þarf að rækta þau – með frásögnum, sýnileika, fagmennsku og markvissum aðgerðum. Þar skiptir máli að við tökum höndum saman. Ef ekkert er gert, taka aðrir við keflinu og segja sína útgáfu af sögunni – og hún er ekki alltaf í takt við þau gildi og þá sérstöðu sem íslenski hesturinn stendur fyrir. Í heiminum eru yfir 350 hestakyn og rúmlega 58 milljónir hesta. Þar er íslenski hesturinn aðeins einn af mörgum möguleikum. Við sem höfum kynnst honum þurfum ekki að spyrja hvaða hest við viljum – en úti í heimi stendur hann frammi fyrir samkeppni sem við verðum að taka alvarlega. Það eru um 30 milljónir manna sem stunda hestamennsku á heimsvísu. Ef okkur tekst að ná athygli og trausti aðeins hluta þeirra, eykst tækifærið fyrir allt hestasamfélagið – ekki aðeins til útflutnings, heldur einnig til að efla greinina innanlands. Af þessum sökum hefur verið lögð áhersla á að vinna markvisst að því að efla ímynd og orðspor hestsins erlendis, meðal annars í gegnum verkefnið Horses of Iceland, sem fagnar nú 10 ára afmæli. Með þátttöku í fagsýningum, samstarfi við fjölmiðla, kynningarefni og samráð innan greinarinnar hefur tekist að halda sögunni lifandi og vakið athygli á hestinum sem hluta af menningu og lífsstíl – ekki eingöngu sem útflutningsvöru. Orðspor íslenska hestsins skiptir máli. Það hefur áhrif á verðmæti hrossa, sýnileika í ferðaþjónustu, viðhorf til greinarinnar og þau tækifæri sem ungt fólk og fagfólk sér í framtíðinni. Þegar áhugi eykst erlendis, skilar það sér til okkar allra – ekki bara í krónum og aurum, heldur í virðingu, stöðugleika og trú á því sem við höfum byggt upp í gegnum kynslóðir. Við getum valið að segja söguna sjálf – eða leyfa öðrum að móta hana. Í dag minnum við okkur á að íslenski hesturinn á ekki bara ríkan sess í hjörtum okkar. Hann á líka skilið skýra rödd út á við. Höfundir er verkefnastjóri Horses of Iceland.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun