Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Jón Þór Stefánsson skrifar 30. apríl 2025 21:41 Vilhjálmur Bjarnason ræddi njósnamálið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Stöð 2 Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og eitt viðfang njósna sem hafa verið á allra vörum síðan fjallað var um þær í gærkvöldi, furðar sig á tali ríkissaksóknara um að meint brot kunni að vera fyrnd. „Ríkissaksóknari byrjar á því að gefa yfirlýsingu um það að málið sé hugsanlega fyrnt. Það er nú kannski skárra að ríkissaksóknari finni áður út hvort þetta hafi verið brot, og taki síðan afstöðu til fyrningar,“ sagði Vilhjálmur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að í sínum huga hafi málið byrjað að fyrnast 8. apríl síðastliðinn, þegar honum var fyrst greint frá því. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sagði í skriflegu svarið við Rúv að líklega væru þessi meintu brot, sem varða njósnir sem voru framkvæmdar haustið 2012, fyrnd. Saksóknaraembættinu hafi borist tilkynningar frá héraðssaksóknara og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu um möguleg brot í opinberu starfi, brot á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Slík brot fyrnist þó að fimm árum liðnum og þar af leiðandi geti embættið ekki gripið til rannsóknaraðgerða. Ljóst að málinu sé ekki lokið Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Vilhjálmur að í sínum huga væri ljóst að brotið hefði verið á honum. „Eins og málið horfir við mér er verið að fremja glæp. Það er verið að safna skipulega upplýsingum um mig frá klukkan sex þrjátíu til fjörtíu á morgnanna þangað til fram eftir degi. Þetta er allt skipulega skráð. Og líkur benda til þess að mér sé flétt upp í miðlægu kerfi lögreglunnar.“ Ertu eitthvað búinn að melta þetta? „Það er lítið hægt að melta þetta. Þetta er auðvitað mjög stórt og mikið brot gagnvart mér og minni persónu og gagnvart þeim sem urðu fyrir þessu,“ sagði Vilhjálmur. „Á ég að þurfa að þola það að menn séu að sniglast í kringum mig, elta mig, veita mér eftirför og svo framvegis. Ég á aldrei að þurfa að þola þetta. Og Landsamband lögreglumanna getur aldrei talað um þetta sem mistök.“ Sérðu fyrir þér að leita réttar þíns? „Ég ætla ekki að segja neitt um það. En það getur hver sem er hugsar með sér hvað viðkomandi muni gera. Það er greinilegt að þessu máli er ekki lokið ef fólk lítur þetta svona alvarlegum augum.“ Lögreglumál Lögreglan Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Ríkissaksóknari byrjar á því að gefa yfirlýsingu um það að málið sé hugsanlega fyrnt. Það er nú kannski skárra að ríkissaksóknari finni áður út hvort þetta hafi verið brot, og taki síðan afstöðu til fyrningar,“ sagði Vilhjálmur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að í sínum huga hafi málið byrjað að fyrnast 8. apríl síðastliðinn, þegar honum var fyrst greint frá því. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sagði í skriflegu svarið við Rúv að líklega væru þessi meintu brot, sem varða njósnir sem voru framkvæmdar haustið 2012, fyrnd. Saksóknaraembættinu hafi borist tilkynningar frá héraðssaksóknara og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu um möguleg brot í opinberu starfi, brot á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Slík brot fyrnist þó að fimm árum liðnum og þar af leiðandi geti embættið ekki gripið til rannsóknaraðgerða. Ljóst að málinu sé ekki lokið Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Vilhjálmur að í sínum huga væri ljóst að brotið hefði verið á honum. „Eins og málið horfir við mér er verið að fremja glæp. Það er verið að safna skipulega upplýsingum um mig frá klukkan sex þrjátíu til fjörtíu á morgnanna þangað til fram eftir degi. Þetta er allt skipulega skráð. Og líkur benda til þess að mér sé flétt upp í miðlægu kerfi lögreglunnar.“ Ertu eitthvað búinn að melta þetta? „Það er lítið hægt að melta þetta. Þetta er auðvitað mjög stórt og mikið brot gagnvart mér og minni persónu og gagnvart þeim sem urðu fyrir þessu,“ sagði Vilhjálmur. „Á ég að þurfa að þola það að menn séu að sniglast í kringum mig, elta mig, veita mér eftirför og svo framvegis. Ég á aldrei að þurfa að þola þetta. Og Landsamband lögreglumanna getur aldrei talað um þetta sem mistök.“ Sérðu fyrir þér að leita réttar þíns? „Ég ætla ekki að segja neitt um það. En það getur hver sem er hugsar með sér hvað viðkomandi muni gera. Það er greinilegt að þessu máli er ekki lokið ef fólk lítur þetta svona alvarlegum augum.“
Lögreglumál Lögreglan Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira