Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Kristján Már Unnarsson skrifar 1. maí 2025 09:45 Stefnt er að fyrsta tilraunaflugi ES 30-flugvélarinnar á þessu ári. Heart Aerospace Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar frá Gautaborg í Svíþjóð til Los Angeles í Kaliforníu. Fyrirtækið segir að með þessu sé ætlunin að efla þróun ES 30-rafmagnsflugvélarinnar og styðja betur við fyrirhugað tilraunaflug. Ákvörðunin þykir áfall fyrir Svíþjóð, ekki síst þau skilaboð sem í henni felast. Starfsstöð fyrirtæksins í Gautaborg verður lokað og hefur 75 starfsmönnum þar verið sagt upp. Þrjátíu sæta rafmagnsflugvél fyrirtækisins þykir ein helsta vonarstjarna fluggeirans um sjálfbært og mengunarfrítt atvinnuflug. Núna er stefnt að fyrsta reynsluflugi á þessu ári og að hún verði komin í farþegaflug árið 2029. Prófanir á jörðu niðri hófust í Gautaborg síðastliðið haust, eins og sjá má hér: Icelandair með fimm eintök er í stórum hópi flugfélaga sem hafa nú þegar ýmist pantað samtals 250 eintök eða skrifað undir viljayfirlýsingu um 191 eintak. Norræn flugfélög hafa sérstaklega horft til þessarar flugvélar fyrir flugleiðir innan Skandinavíu. Í fréttatilkynningu er haft eftir Anders Forslund, stofnanda og forstjóra Heart Aerospace, að flutningurinn til Kaliforníu marki nýjan kafla í vegferð Heart Aerospace. Verið sé að þróa lykiltækni, eins og rafhlöður, hugbúnað og rafknúinn vélbúnað flugvélarinnar. ES-30 flugvélin teiknuð í litum Icelandair, sem skrifað hefur undir viljayfirlýsingu um kaup á fimm slíkum vélum.Heart Aerospace „Við erum afar þakklát teymi okkar í Svíþjóð fyrir að vera hluti af þessum kafla í ferðalagi Heart og fyrir allan þann stuðning sem við höfum fengið í Svíþjóð,“ segir Anders Forslund. „Hins vegar, þar sem viðskiptavinir okkar, samstarfsaðilar og fjárfestar eru í auknum mæli staðsettir í Bandaríkjunum, sjáum við meiri tækifæri í að beina kröftum okkar þangað. Með því að sameina starfsemi okkar í Los Angeles getum við hraðað þróun, styrkt samstarf og betur undirbúið Heart Aerospace fyrir framtíðina.“ Stærð flugvélarinnar og flugdrægi gæti hentað vel í innanlandsflugi á Íslandi.Heart Aerspace Í fréttamiðlinum TNW er haft eftir Tobias Bengtsdahl, hjá áhættufjárfestafyrirtækinu Antler, að flutningur Heart til Bandaríkjanna ætti að klingja viðvörunarbjöllum í evrópska tæknigeiranum. „Reglugerðafargan Evrópu og skortur á vilja til að hlusta á óskir markaðarins eru að hrekja nýsköpun í burtu,“ segir Bengtsdahl, sem er búsettur í Stokkhólmi. „Svona fréttir ýta undir þá skoðun að Bandaríkin séu betri staður til nýsköpunar og þróunar - það er vandi Evrópu.“ Fréttir af flugi Svíþjóð Bandaríkin Orkuskipti Loftslagsmál Tækni Nýsköpun Icelandair Evrópusambandið Tengdar fréttir Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace kynnti í dag fyrsta tilraunaeintak þrjátíu sæta rafmagnsflugvélar. Hún gæti orðið fyrsta rafknúna flugvélin í innanlandsflugi hérlendis en Icelandair hefur skráð sig fyrir fimm eintökum. 12. september 2024 22:40 Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Ráðamenn Airbus hafa ítrekað þá stefnumörkun sína að koma eitthundrað sæta flugvél knúinni mengunarlausu eldsneyti í arðbært farþegaflug á næsta áratug. Þetta kom fram á árlegum fundi forystumanna Airbus á dögunum. 12. apríl 2025 08:50 Þessari rafmagnsflugvél er ætlað að flytja 90 farþega Hollenska fyrirtækið Elysian hefur kynnt áform um smíði 90 sæta rafmagnsflugvélar sem þjóna á allt að 800 kílómetra löngum flugleiðum. Fyrirtækið stefnir að því að hún verði komin í farþegaflug árið 2033, eftir níu ár. 28. ágúst 2024 10:40 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Ákvörðunin þykir áfall fyrir Svíþjóð, ekki síst þau skilaboð sem í henni felast. Starfsstöð fyrirtæksins í Gautaborg verður lokað og hefur 75 starfsmönnum þar verið sagt upp. Þrjátíu sæta rafmagnsflugvél fyrirtækisins þykir ein helsta vonarstjarna fluggeirans um sjálfbært og mengunarfrítt atvinnuflug. Núna er stefnt að fyrsta reynsluflugi á þessu ári og að hún verði komin í farþegaflug árið 2029. Prófanir á jörðu niðri hófust í Gautaborg síðastliðið haust, eins og sjá má hér: Icelandair með fimm eintök er í stórum hópi flugfélaga sem hafa nú þegar ýmist pantað samtals 250 eintök eða skrifað undir viljayfirlýsingu um 191 eintak. Norræn flugfélög hafa sérstaklega horft til þessarar flugvélar fyrir flugleiðir innan Skandinavíu. Í fréttatilkynningu er haft eftir Anders Forslund, stofnanda og forstjóra Heart Aerospace, að flutningurinn til Kaliforníu marki nýjan kafla í vegferð Heart Aerospace. Verið sé að þróa lykiltækni, eins og rafhlöður, hugbúnað og rafknúinn vélbúnað flugvélarinnar. ES-30 flugvélin teiknuð í litum Icelandair, sem skrifað hefur undir viljayfirlýsingu um kaup á fimm slíkum vélum.Heart Aerospace „Við erum afar þakklát teymi okkar í Svíþjóð fyrir að vera hluti af þessum kafla í ferðalagi Heart og fyrir allan þann stuðning sem við höfum fengið í Svíþjóð,“ segir Anders Forslund. „Hins vegar, þar sem viðskiptavinir okkar, samstarfsaðilar og fjárfestar eru í auknum mæli staðsettir í Bandaríkjunum, sjáum við meiri tækifæri í að beina kröftum okkar þangað. Með því að sameina starfsemi okkar í Los Angeles getum við hraðað þróun, styrkt samstarf og betur undirbúið Heart Aerospace fyrir framtíðina.“ Stærð flugvélarinnar og flugdrægi gæti hentað vel í innanlandsflugi á Íslandi.Heart Aerspace Í fréttamiðlinum TNW er haft eftir Tobias Bengtsdahl, hjá áhættufjárfestafyrirtækinu Antler, að flutningur Heart til Bandaríkjanna ætti að klingja viðvörunarbjöllum í evrópska tæknigeiranum. „Reglugerðafargan Evrópu og skortur á vilja til að hlusta á óskir markaðarins eru að hrekja nýsköpun í burtu,“ segir Bengtsdahl, sem er búsettur í Stokkhólmi. „Svona fréttir ýta undir þá skoðun að Bandaríkin séu betri staður til nýsköpunar og þróunar - það er vandi Evrópu.“
Fréttir af flugi Svíþjóð Bandaríkin Orkuskipti Loftslagsmál Tækni Nýsköpun Icelandair Evrópusambandið Tengdar fréttir Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace kynnti í dag fyrsta tilraunaeintak þrjátíu sæta rafmagnsflugvélar. Hún gæti orðið fyrsta rafknúna flugvélin í innanlandsflugi hérlendis en Icelandair hefur skráð sig fyrir fimm eintökum. 12. september 2024 22:40 Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Ráðamenn Airbus hafa ítrekað þá stefnumörkun sína að koma eitthundrað sæta flugvél knúinni mengunarlausu eldsneyti í arðbært farþegaflug á næsta áratug. Þetta kom fram á árlegum fundi forystumanna Airbus á dögunum. 12. apríl 2025 08:50 Þessari rafmagnsflugvél er ætlað að flytja 90 farþega Hollenska fyrirtækið Elysian hefur kynnt áform um smíði 90 sæta rafmagnsflugvélar sem þjóna á allt að 800 kílómetra löngum flugleiðum. Fyrirtækið stefnir að því að hún verði komin í farþegaflug árið 2033, eftir níu ár. 28. ágúst 2024 10:40 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace kynnti í dag fyrsta tilraunaeintak þrjátíu sæta rafmagnsflugvélar. Hún gæti orðið fyrsta rafknúna flugvélin í innanlandsflugi hérlendis en Icelandair hefur skráð sig fyrir fimm eintökum. 12. september 2024 22:40
Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Ráðamenn Airbus hafa ítrekað þá stefnumörkun sína að koma eitthundrað sæta flugvél knúinni mengunarlausu eldsneyti í arðbært farþegaflug á næsta áratug. Þetta kom fram á árlegum fundi forystumanna Airbus á dögunum. 12. apríl 2025 08:50
Þessari rafmagnsflugvél er ætlað að flytja 90 farþega Hollenska fyrirtækið Elysian hefur kynnt áform um smíði 90 sæta rafmagnsflugvélar sem þjóna á allt að 800 kílómetra löngum flugleiðum. Fyrirtækið stefnir að því að hún verði komin í farþegaflug árið 2033, eftir níu ár. 28. ágúst 2024 10:40
Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33