„Nýjasti og vinsælasti fjölskyldumeðlimurinn,“ skrifaði Gríma við færsluna. Þar má sjá myndir af ferfætlingnum, sem er tík og hefur fengið nafnið Cupu, að því er kemur fram í ummælum við myndina.
Skúli og Gríma hafa verið saman frá 2017. Parið á saman tvo syni, Jaka, sem verður fimm ára þann 4. maí næstkomandi, og Storm, sem varð þriggja ára í september.
Tuttugu og þrjú ár skilja parið að í aldri en Skúli er fæddur árið 1968 og Gríma árið 1991. Skúli á þrjú börn úr fyrra sambandi.