„Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2025 11:02 Jeremy Pargo hrósaði DeAndre Kane í hástert eftir endurkomusigur Grindavíkur á Stjörnunni í gær. vísir/guðmundur þórlaugarson Jeremy Pargo var alsæll þegar hann mætti í settið hjá Bónus Körfuboltakvöldi eftir ævintýralegan sigur Grindavíkur á Stjörnunni, 95-92, í Smáranum í gær. Stjörnumenn leiddu nær allan tímann og þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir kom Hilmar Smári Henningsson þeim ellefu stigum yfir, 79-90. Þá vöknuðu Grindvíkingar af værum blundi, komu til baka og unnu síðustu fjórar mínúturnar 14-2 og leikinn með þremur stigum, 95-92. Liðin þurfa því að mætast í oddaleik í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ á mánudaginn. Pargo lagði sín lóð á vogarskálarnar en hann skoraði 22 stig, tók fimm fráköst og gaf sex stoðsendingar. „Þú verður að fara strax í meðhöndlun. Það er stór leikur á mánudaginn og sem betur fer bjargaði kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, okkur í kvöld,“ sagði Pargo þegar hann mætti í settið til Stefáns Árna Pálssonar, Pavels Ermolinskij og Teits Örlygssonar. Kane átti stórleik í Smáranum í gær en hann spilaði allar fjörutíu mínúturnar; skoraði 33 stig, tók fjórtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann var ekki alltaf sáttur með samherja sína og braut meðal annars þjálfaraspjald Jóhanns Þórs Ólafssonar, þjálfara Grindavíkur, í einu leikhléi. „Réttilega því við vorum ekki að gera það sem við áttum að gera. Þegar við fórum eftir planinu áttum við góð augnablik í vörninni. En við misstum einbeitinguna svo oft þar sem við gerðum ekki það sem við þurftum að gera í vörninni og gáfum þrist eftir þrist eftir þrist. Þessir gaurar settu niður nokkur stór skot. Ef við náum stjórn á því eigum við góða möguleika á að vinna,“ sagði Pargo. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - viðtal við Jeremy Pargo Þeir Kane þekkjast vel frá fyrri tíð og Stefán Árni bað Pargo um að lýsa leiðtogahæfileikum Kanes. „Hann gengur um alla daga með þessa sömu tilfinningu og ef þú þekkir hann elskar þú hann. Ég skil ekki hvernig fólk getur þekkt þennan gaur og ekki notið ástríðunnar sem hann spilar með. Hann gerði allt fyrir okkur. Hvar værum við án hans?“ Kane átti sinn þátt í að Pargo ákvað að koma til Íslands. Pargo vill meina að Kane hefði átt að gera meira með sína hæfileika. „Hann er félagi minn. Ég spila með honum í bakvarðastöðunum hvar sem er. Hann á örugglega eftir að drepa mig fyrir að segja ykkur þetta en fyrir tveimur vikum sagði ég honum að hann hefði átt að ná lengra á ferlinum. Hann ætti að vera að dekka einhvern í úrslitakeppni NBA núna en það er önnur saga,“ sagði Pargo. Allt viðtalið við Pargo má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar sagði sitt lið ekki hafa gert nægilega vel undir lok leiksins gegn Grindavík í kvöld en hann var jafnframt stóryrtur í garð dómara leiksins. 2. maí 2025 22:13 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Sjá meira
Stjörnumenn leiddu nær allan tímann og þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir kom Hilmar Smári Henningsson þeim ellefu stigum yfir, 79-90. Þá vöknuðu Grindvíkingar af værum blundi, komu til baka og unnu síðustu fjórar mínúturnar 14-2 og leikinn með þremur stigum, 95-92. Liðin þurfa því að mætast í oddaleik í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ á mánudaginn. Pargo lagði sín lóð á vogarskálarnar en hann skoraði 22 stig, tók fimm fráköst og gaf sex stoðsendingar. „Þú verður að fara strax í meðhöndlun. Það er stór leikur á mánudaginn og sem betur fer bjargaði kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, okkur í kvöld,“ sagði Pargo þegar hann mætti í settið til Stefáns Árna Pálssonar, Pavels Ermolinskij og Teits Örlygssonar. Kane átti stórleik í Smáranum í gær en hann spilaði allar fjörutíu mínúturnar; skoraði 33 stig, tók fjórtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann var ekki alltaf sáttur með samherja sína og braut meðal annars þjálfaraspjald Jóhanns Þórs Ólafssonar, þjálfara Grindavíkur, í einu leikhléi. „Réttilega því við vorum ekki að gera það sem við áttum að gera. Þegar við fórum eftir planinu áttum við góð augnablik í vörninni. En við misstum einbeitinguna svo oft þar sem við gerðum ekki það sem við þurftum að gera í vörninni og gáfum þrist eftir þrist eftir þrist. Þessir gaurar settu niður nokkur stór skot. Ef við náum stjórn á því eigum við góða möguleika á að vinna,“ sagði Pargo. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - viðtal við Jeremy Pargo Þeir Kane þekkjast vel frá fyrri tíð og Stefán Árni bað Pargo um að lýsa leiðtogahæfileikum Kanes. „Hann gengur um alla daga með þessa sömu tilfinningu og ef þú þekkir hann elskar þú hann. Ég skil ekki hvernig fólk getur þekkt þennan gaur og ekki notið ástríðunnar sem hann spilar með. Hann gerði allt fyrir okkur. Hvar værum við án hans?“ Kane átti sinn þátt í að Pargo ákvað að koma til Íslands. Pargo vill meina að Kane hefði átt að gera meira með sína hæfileika. „Hann er félagi minn. Ég spila með honum í bakvarðastöðunum hvar sem er. Hann á örugglega eftir að drepa mig fyrir að segja ykkur þetta en fyrir tveimur vikum sagði ég honum að hann hefði átt að ná lengra á ferlinum. Hann ætti að vera að dekka einhvern í úrslitakeppni NBA núna en það er önnur saga,“ sagði Pargo. Allt viðtalið við Pargo má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar sagði sitt lið ekki hafa gert nægilega vel undir lok leiksins gegn Grindavík í kvöld en hann var jafnframt stóryrtur í garð dómara leiksins. 2. maí 2025 22:13 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Sjá meira
„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar sagði sitt lið ekki hafa gert nægilega vel undir lok leiksins gegn Grindavík í kvöld en hann var jafnframt stóryrtur í garð dómara leiksins. 2. maí 2025 22:13