Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 3. maí 2025 11:30 Flestir foreldrar í Reykjavík þekkja frístundarvefinn, vefur sem hefur geymt upplýsingar um námskeið til íþrótta og tómstunda í Reykjavík í mörg ár. Margir foreldrar kannast við að sitja framan við skjáinn til að skrá ungana sína í spennandi sumarnámskeið, valið hverfi, tímabil og skannað fjölbreytt framboð á námskeiðum og afþreyingu. Vefurinn var komin til ára sinna og brýnt að uppfæra hann og aðlaga að nýjum stöðlum. Sá annmarki hefur verið á vefnum að hann hefur einungis haldið utan um þjónustuframboð fyrir börn og ungmenni en ekki önnur aldursskeið eins og eldra fólk. Úr því þurfti að bæta. Samræmd upplýsingagjöf í þágu eldra fólks í Reykjavík Öldungaráð Reykjavíkurborgar samþykkti tillögu á síðasta ári um að gerður yrði samræmdur vettvangur sem innihéldi upplýsingar, tímasetningar og gjaldskrá um framboð á tómstundum og heilsueflingu, líkamlegri, andlegri og félagslegri, sem Reykjavíkurborg veitir, styður eða styrkir til eldra fólks í öllum hverfum í rauntíma. Í tillögunni var vísað til frístundavefs Reykjavíkurborgar, fristund.is sem viðmið til að byggja á. Prufuútgáfa þessa nýja vefs hefur nú litið dagsins ljós og er í vinnslu. Upplýsingavefurinn sem allir foreldrar þekkja býður nú upp á þjónustuframboð fyrir eldra fólk líka. Það er stórt skref í átt til betri og samræmdari upplýsingagjöf um þjónustu við eldra fólk í Reykjavík. Hvaða er í boði, á hvaða tíma og í hvaða hverfum til að mynda hvenær íþróttahús borgarinnar eru opin fyrir eldra fólk yfir vetrartímann, á hvaða dögum sundleikfimi er í Breiðholtslaug, hvenær Kraftur í KR hittist eða postulínsmálun er á Vitatorgi. Skipulögð heilsuefling í þágu eldra fólks Sterkur er máttur heilsueflingar, félagslegrar þátttöku og virkni en fyrir utan líkamlegan og andlegan ávinning sem hlýst af hreyfingu þá vegur félagslegi þátturinn þungt í því að sporna gegn meinsemd 21. aldar - einmanaleikanum. Reykjavíkurborg býður upp á fjölbreytta og umfangsmikla þjónustu fyrir íbúa sína á öllum aldri. Með því að samræma upplýsingar um þjónustu fyrir alla aldurshópa opnast tækifæri til að halda utan um fjölbreytt þjónustuframboð í þágu eldra fólks eins og menningarviðburði, sundleikfimi, styrktarþjálfun, dagskrá gönguhópa og félagsmiðstöðva sem og aðra viðburði, námskeið eða afþreyingu innan starfstöðva borgarinnar sem eldra fólk sækir víðsvegar um borg - allt á einum stað. Samræmd upplýsingagjöf eykur lífsgæði enn frekar, opnar á íbúar sæki sér afþreyingu bæði innan hverfis og utan sem þeir hafa áhuga á. Maður er manns gaman. Viltu segja þína skoðun á nýjum vef? Nýi vefurinn er komin í prófun. Mikilvægt að áhugasöm komi að því að segja, hvernig hann og viðmótið virkar á borgarbúa. Þessi útgáfa á vefnum er sett í loftið til að kanna virkni og viðmót og er ekki endanlegur vefur. Hann kemur síðar þegar prófunarútgáfan hefur fengið sína rýni og betrum bætur. Vefslóðin er https://fristund.is/ og þar er hægt að ýta á ábendinga glugga sem spyr hvað sé gott og hvað má gera betur. Langar mig að hvetja öll sem hafa áhuga á góðri þjónustu borgarinnar að gefa sér tíma til að rýna vefnum eins og hann birtist. Börn, foreldrar, ungt fólk, eldra fólk þarf að geta nýtt sér hann og því mikilvægt að flest gefi sér tíma til að prófa - einmitt til að gera þjónustu borgina Reykjavík ennþá betri. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, fyrrverandi formaður öldungaráðs og fulltrúi í menningar- og íþróttaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Eldri borgarar Reykjavík Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Flestir foreldrar í Reykjavík þekkja frístundarvefinn, vefur sem hefur geymt upplýsingar um námskeið til íþrótta og tómstunda í Reykjavík í mörg ár. Margir foreldrar kannast við að sitja framan við skjáinn til að skrá ungana sína í spennandi sumarnámskeið, valið hverfi, tímabil og skannað fjölbreytt framboð á námskeiðum og afþreyingu. Vefurinn var komin til ára sinna og brýnt að uppfæra hann og aðlaga að nýjum stöðlum. Sá annmarki hefur verið á vefnum að hann hefur einungis haldið utan um þjónustuframboð fyrir börn og ungmenni en ekki önnur aldursskeið eins og eldra fólk. Úr því þurfti að bæta. Samræmd upplýsingagjöf í þágu eldra fólks í Reykjavík Öldungaráð Reykjavíkurborgar samþykkti tillögu á síðasta ári um að gerður yrði samræmdur vettvangur sem innihéldi upplýsingar, tímasetningar og gjaldskrá um framboð á tómstundum og heilsueflingu, líkamlegri, andlegri og félagslegri, sem Reykjavíkurborg veitir, styður eða styrkir til eldra fólks í öllum hverfum í rauntíma. Í tillögunni var vísað til frístundavefs Reykjavíkurborgar, fristund.is sem viðmið til að byggja á. Prufuútgáfa þessa nýja vefs hefur nú litið dagsins ljós og er í vinnslu. Upplýsingavefurinn sem allir foreldrar þekkja býður nú upp á þjónustuframboð fyrir eldra fólk líka. Það er stórt skref í átt til betri og samræmdari upplýsingagjöf um þjónustu við eldra fólk í Reykjavík. Hvaða er í boði, á hvaða tíma og í hvaða hverfum til að mynda hvenær íþróttahús borgarinnar eru opin fyrir eldra fólk yfir vetrartímann, á hvaða dögum sundleikfimi er í Breiðholtslaug, hvenær Kraftur í KR hittist eða postulínsmálun er á Vitatorgi. Skipulögð heilsuefling í þágu eldra fólks Sterkur er máttur heilsueflingar, félagslegrar þátttöku og virkni en fyrir utan líkamlegan og andlegan ávinning sem hlýst af hreyfingu þá vegur félagslegi þátturinn þungt í því að sporna gegn meinsemd 21. aldar - einmanaleikanum. Reykjavíkurborg býður upp á fjölbreytta og umfangsmikla þjónustu fyrir íbúa sína á öllum aldri. Með því að samræma upplýsingar um þjónustu fyrir alla aldurshópa opnast tækifæri til að halda utan um fjölbreytt þjónustuframboð í þágu eldra fólks eins og menningarviðburði, sundleikfimi, styrktarþjálfun, dagskrá gönguhópa og félagsmiðstöðva sem og aðra viðburði, námskeið eða afþreyingu innan starfstöðva borgarinnar sem eldra fólk sækir víðsvegar um borg - allt á einum stað. Samræmd upplýsingagjöf eykur lífsgæði enn frekar, opnar á íbúar sæki sér afþreyingu bæði innan hverfis og utan sem þeir hafa áhuga á. Maður er manns gaman. Viltu segja þína skoðun á nýjum vef? Nýi vefurinn er komin í prófun. Mikilvægt að áhugasöm komi að því að segja, hvernig hann og viðmótið virkar á borgarbúa. Þessi útgáfa á vefnum er sett í loftið til að kanna virkni og viðmót og er ekki endanlegur vefur. Hann kemur síðar þegar prófunarútgáfan hefur fengið sína rýni og betrum bætur. Vefslóðin er https://fristund.is/ og þar er hægt að ýta á ábendinga glugga sem spyr hvað sé gott og hvað má gera betur. Langar mig að hvetja öll sem hafa áhuga á góðri þjónustu borgarinnar að gefa sér tíma til að rýna vefnum eins og hann birtist. Börn, foreldrar, ungt fólk, eldra fólk þarf að geta nýtt sér hann og því mikilvægt að flest gefi sér tíma til að prófa - einmitt til að gera þjónustu borgina Reykjavík ennþá betri. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, fyrrverandi formaður öldungaráðs og fulltrúi í menningar- og íþróttaráði.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun