Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 3. maí 2025 11:30 Flestir foreldrar í Reykjavík þekkja frístundarvefinn, vefur sem hefur geymt upplýsingar um námskeið til íþrótta og tómstunda í Reykjavík í mörg ár. Margir foreldrar kannast við að sitja framan við skjáinn til að skrá ungana sína í spennandi sumarnámskeið, valið hverfi, tímabil og skannað fjölbreytt framboð á námskeiðum og afþreyingu. Vefurinn var komin til ára sinna og brýnt að uppfæra hann og aðlaga að nýjum stöðlum. Sá annmarki hefur verið á vefnum að hann hefur einungis haldið utan um þjónustuframboð fyrir börn og ungmenni en ekki önnur aldursskeið eins og eldra fólk. Úr því þurfti að bæta. Samræmd upplýsingagjöf í þágu eldra fólks í Reykjavík Öldungaráð Reykjavíkurborgar samþykkti tillögu á síðasta ári um að gerður yrði samræmdur vettvangur sem innihéldi upplýsingar, tímasetningar og gjaldskrá um framboð á tómstundum og heilsueflingu, líkamlegri, andlegri og félagslegri, sem Reykjavíkurborg veitir, styður eða styrkir til eldra fólks í öllum hverfum í rauntíma. Í tillögunni var vísað til frístundavefs Reykjavíkurborgar, fristund.is sem viðmið til að byggja á. Prufuútgáfa þessa nýja vefs hefur nú litið dagsins ljós og er í vinnslu. Upplýsingavefurinn sem allir foreldrar þekkja býður nú upp á þjónustuframboð fyrir eldra fólk líka. Það er stórt skref í átt til betri og samræmdari upplýsingagjöf um þjónustu við eldra fólk í Reykjavík. Hvaða er í boði, á hvaða tíma og í hvaða hverfum til að mynda hvenær íþróttahús borgarinnar eru opin fyrir eldra fólk yfir vetrartímann, á hvaða dögum sundleikfimi er í Breiðholtslaug, hvenær Kraftur í KR hittist eða postulínsmálun er á Vitatorgi. Skipulögð heilsuefling í þágu eldra fólks Sterkur er máttur heilsueflingar, félagslegrar þátttöku og virkni en fyrir utan líkamlegan og andlegan ávinning sem hlýst af hreyfingu þá vegur félagslegi þátturinn þungt í því að sporna gegn meinsemd 21. aldar - einmanaleikanum. Reykjavíkurborg býður upp á fjölbreytta og umfangsmikla þjónustu fyrir íbúa sína á öllum aldri. Með því að samræma upplýsingar um þjónustu fyrir alla aldurshópa opnast tækifæri til að halda utan um fjölbreytt þjónustuframboð í þágu eldra fólks eins og menningarviðburði, sundleikfimi, styrktarþjálfun, dagskrá gönguhópa og félagsmiðstöðva sem og aðra viðburði, námskeið eða afþreyingu innan starfstöðva borgarinnar sem eldra fólk sækir víðsvegar um borg - allt á einum stað. Samræmd upplýsingagjöf eykur lífsgæði enn frekar, opnar á íbúar sæki sér afþreyingu bæði innan hverfis og utan sem þeir hafa áhuga á. Maður er manns gaman. Viltu segja þína skoðun á nýjum vef? Nýi vefurinn er komin í prófun. Mikilvægt að áhugasöm komi að því að segja, hvernig hann og viðmótið virkar á borgarbúa. Þessi útgáfa á vefnum er sett í loftið til að kanna virkni og viðmót og er ekki endanlegur vefur. Hann kemur síðar þegar prófunarútgáfan hefur fengið sína rýni og betrum bætur. Vefslóðin er https://fristund.is/ og þar er hægt að ýta á ábendinga glugga sem spyr hvað sé gott og hvað má gera betur. Langar mig að hvetja öll sem hafa áhuga á góðri þjónustu borgarinnar að gefa sér tíma til að rýna vefnum eins og hann birtist. Börn, foreldrar, ungt fólk, eldra fólk þarf að geta nýtt sér hann og því mikilvægt að flest gefi sér tíma til að prófa - einmitt til að gera þjónustu borgina Reykjavík ennþá betri. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, fyrrverandi formaður öldungaráðs og fulltrúi í menningar- og íþróttaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Eldri borgarar Reykjavík Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Flestir foreldrar í Reykjavík þekkja frístundarvefinn, vefur sem hefur geymt upplýsingar um námskeið til íþrótta og tómstunda í Reykjavík í mörg ár. Margir foreldrar kannast við að sitja framan við skjáinn til að skrá ungana sína í spennandi sumarnámskeið, valið hverfi, tímabil og skannað fjölbreytt framboð á námskeiðum og afþreyingu. Vefurinn var komin til ára sinna og brýnt að uppfæra hann og aðlaga að nýjum stöðlum. Sá annmarki hefur verið á vefnum að hann hefur einungis haldið utan um þjónustuframboð fyrir börn og ungmenni en ekki önnur aldursskeið eins og eldra fólk. Úr því þurfti að bæta. Samræmd upplýsingagjöf í þágu eldra fólks í Reykjavík Öldungaráð Reykjavíkurborgar samþykkti tillögu á síðasta ári um að gerður yrði samræmdur vettvangur sem innihéldi upplýsingar, tímasetningar og gjaldskrá um framboð á tómstundum og heilsueflingu, líkamlegri, andlegri og félagslegri, sem Reykjavíkurborg veitir, styður eða styrkir til eldra fólks í öllum hverfum í rauntíma. Í tillögunni var vísað til frístundavefs Reykjavíkurborgar, fristund.is sem viðmið til að byggja á. Prufuútgáfa þessa nýja vefs hefur nú litið dagsins ljós og er í vinnslu. Upplýsingavefurinn sem allir foreldrar þekkja býður nú upp á þjónustuframboð fyrir eldra fólk líka. Það er stórt skref í átt til betri og samræmdari upplýsingagjöf um þjónustu við eldra fólk í Reykjavík. Hvaða er í boði, á hvaða tíma og í hvaða hverfum til að mynda hvenær íþróttahús borgarinnar eru opin fyrir eldra fólk yfir vetrartímann, á hvaða dögum sundleikfimi er í Breiðholtslaug, hvenær Kraftur í KR hittist eða postulínsmálun er á Vitatorgi. Skipulögð heilsuefling í þágu eldra fólks Sterkur er máttur heilsueflingar, félagslegrar þátttöku og virkni en fyrir utan líkamlegan og andlegan ávinning sem hlýst af hreyfingu þá vegur félagslegi þátturinn þungt í því að sporna gegn meinsemd 21. aldar - einmanaleikanum. Reykjavíkurborg býður upp á fjölbreytta og umfangsmikla þjónustu fyrir íbúa sína á öllum aldri. Með því að samræma upplýsingar um þjónustu fyrir alla aldurshópa opnast tækifæri til að halda utan um fjölbreytt þjónustuframboð í þágu eldra fólks eins og menningarviðburði, sundleikfimi, styrktarþjálfun, dagskrá gönguhópa og félagsmiðstöðva sem og aðra viðburði, námskeið eða afþreyingu innan starfstöðva borgarinnar sem eldra fólk sækir víðsvegar um borg - allt á einum stað. Samræmd upplýsingagjöf eykur lífsgæði enn frekar, opnar á íbúar sæki sér afþreyingu bæði innan hverfis og utan sem þeir hafa áhuga á. Maður er manns gaman. Viltu segja þína skoðun á nýjum vef? Nýi vefurinn er komin í prófun. Mikilvægt að áhugasöm komi að því að segja, hvernig hann og viðmótið virkar á borgarbúa. Þessi útgáfa á vefnum er sett í loftið til að kanna virkni og viðmót og er ekki endanlegur vefur. Hann kemur síðar þegar prófunarútgáfan hefur fengið sína rýni og betrum bætur. Vefslóðin er https://fristund.is/ og þar er hægt að ýta á ábendinga glugga sem spyr hvað sé gott og hvað má gera betur. Langar mig að hvetja öll sem hafa áhuga á góðri þjónustu borgarinnar að gefa sér tíma til að rýna vefnum eins og hann birtist. Börn, foreldrar, ungt fólk, eldra fólk þarf að geta nýtt sér hann og því mikilvægt að flest gefi sér tíma til að prófa - einmitt til að gera þjónustu borgina Reykjavík ennþá betri. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, fyrrverandi formaður öldungaráðs og fulltrúi í menningar- og íþróttaráði.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar