Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar 3. maí 2025 18:00 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vara við norskri leið í sjávarútvegi – en styðja hana fullum fetum í fiskeldi. Það sem SFS kallar „óhagkvæmt“ þegar þau þurfa að greiða meira, verður allt í einu „fyrirmynd“ þegar þau græða meira. Í nýlegri grein á Vísi (2. maí) skrifar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, að Ísland hafi „ekki efni á því að fara norsku leiðina“ í sjávarútvegi. Þar vísar hún til norskra vinnsluhátta þar sem verðmætasköpun færist úr landi, störf tapist og fiskur er unninn erlendis. En þegar kemur að fiskeldi, þá vilja Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi einmitt að Ísland feti norsku leiðina– og helst mildari útgáfu af henni. Í umsögn SFS um frumvarp til laga um fiskeldi frá maí 2024 kemur fram að íslenskt gjaldakerfi fyrir fiskeldi sé „sýnilega meira íþyngjandi […] en í Noregi.“ Þau leggja áherslu á að Ísland megi ekki ganga lengra en Noregur í sköttum og reglum. Jafnframt segja þau: „Viðmiðun við norska skattlagningu er grundvöllur matsins.“ SFS vill nota “norsku” leiðina þegar hún hentar málstaðnum en annars á að forðast hana þegar hún hentar ekki. Fiskurinn unninn heima – nema þegar það er lax Í greininni leggur Heiðrún Lind sérstaka áherslu á að íslenskur fiskur sé unninn heima – og varar við því að verðmætasköpun færist úr landi. Þetta sé stærsta efnahagslega hættan við „norsku leiðina“. En á heimasíðu SFS kemur annað fram þegar kemur að fiskeldi. Þar segir: „Áframvinnsla er ekki háð landfræðilegum takmörkunum, sérstaklega ef fiskurinn er frystur. Verðmæti aukast jafnan við áframvinnslu.“ (Skýrsla BCG á vegum SFS) Með öðrum orðum: þau segja okkur að það sé þjóðhagslegt tap ef þorskur er unninn erlendis – en þegar kemur að eldislaxi, þá er engin áhersla á innlenda vinnslu. Þvert á móti. Þá má flytja verðmætin út, ef það þjónar rekstrarlegu hagræði. Tvískinnungur í stað stefnu SFS er ekki að verja grundvallarstefnu um sjálfbærni, efnahagslegt réttlæti eða innlenda verðmætasköpun. Þau verja aðeins eigin hagsmuni, í hverju máli fyrir sig. Í sjávarútvegi eru skattar vandamál – en í fiskeldi er léttleiki regluverks forgangsmál. Sama fyrirmynd, tvö viðhorf. Það er ekki stefnufesta. Það er tvískinnungur. Þessi mótsögn er ekki bara fræðileg. Þegar áframvinnsla á eldislaxi fer fram erlendis, tapar Ísland ekki aðeins skatttekjum – heldur einnig tækifærum til atvinnusköpunar í byggðum sem þegar búa við þrönga kosti. Á sama tíma sitja íslensk samfélög uppi með mengaða firði og ónýtt lífríki. SFS krefst þess að gróðinn megi fara út – en vill að áhættan sitji eftir heima. SFS talar um að verja störf og verðmætasköpun, en í raun berjast samtökin fyrir mengandi laxeldi í opnum sjókvíum – að norskri fyrirmynd – þar sem verðmætin mega fara úr landi, svo lengi sem arðurinn skili sér til fyrirtækjanna. Þetta kallast á góðri íslensku: Tvískinnungur og yfirvarp. Það er ekkert þjóðhagslegt vit í því að fórna íslenskum fjörðum fyrir úrelt, erlend laxeldismódel sem jafnvel Norðmenn sjálfir eru að endurskoða. Ef við höfum ekki efni á norsku leiðinni – þá eigum við alls ekki að leyfa opið sjokviaeldi í íslenskum fjörðum. Og við eigum að hætta að hlusta á bullið frá þeim sem þéna mest á því að blekkja. Höfundur er lögfræðingur og stjórnarmaður IWF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjávarútvegur Noregur Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vara við norskri leið í sjávarútvegi – en styðja hana fullum fetum í fiskeldi. Það sem SFS kallar „óhagkvæmt“ þegar þau þurfa að greiða meira, verður allt í einu „fyrirmynd“ þegar þau græða meira. Í nýlegri grein á Vísi (2. maí) skrifar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, að Ísland hafi „ekki efni á því að fara norsku leiðina“ í sjávarútvegi. Þar vísar hún til norskra vinnsluhátta þar sem verðmætasköpun færist úr landi, störf tapist og fiskur er unninn erlendis. En þegar kemur að fiskeldi, þá vilja Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi einmitt að Ísland feti norsku leiðina– og helst mildari útgáfu af henni. Í umsögn SFS um frumvarp til laga um fiskeldi frá maí 2024 kemur fram að íslenskt gjaldakerfi fyrir fiskeldi sé „sýnilega meira íþyngjandi […] en í Noregi.“ Þau leggja áherslu á að Ísland megi ekki ganga lengra en Noregur í sköttum og reglum. Jafnframt segja þau: „Viðmiðun við norska skattlagningu er grundvöllur matsins.“ SFS vill nota “norsku” leiðina þegar hún hentar málstaðnum en annars á að forðast hana þegar hún hentar ekki. Fiskurinn unninn heima – nema þegar það er lax Í greininni leggur Heiðrún Lind sérstaka áherslu á að íslenskur fiskur sé unninn heima – og varar við því að verðmætasköpun færist úr landi. Þetta sé stærsta efnahagslega hættan við „norsku leiðina“. En á heimasíðu SFS kemur annað fram þegar kemur að fiskeldi. Þar segir: „Áframvinnsla er ekki háð landfræðilegum takmörkunum, sérstaklega ef fiskurinn er frystur. Verðmæti aukast jafnan við áframvinnslu.“ (Skýrsla BCG á vegum SFS) Með öðrum orðum: þau segja okkur að það sé þjóðhagslegt tap ef þorskur er unninn erlendis – en þegar kemur að eldislaxi, þá er engin áhersla á innlenda vinnslu. Þvert á móti. Þá má flytja verðmætin út, ef það þjónar rekstrarlegu hagræði. Tvískinnungur í stað stefnu SFS er ekki að verja grundvallarstefnu um sjálfbærni, efnahagslegt réttlæti eða innlenda verðmætasköpun. Þau verja aðeins eigin hagsmuni, í hverju máli fyrir sig. Í sjávarútvegi eru skattar vandamál – en í fiskeldi er léttleiki regluverks forgangsmál. Sama fyrirmynd, tvö viðhorf. Það er ekki stefnufesta. Það er tvískinnungur. Þessi mótsögn er ekki bara fræðileg. Þegar áframvinnsla á eldislaxi fer fram erlendis, tapar Ísland ekki aðeins skatttekjum – heldur einnig tækifærum til atvinnusköpunar í byggðum sem þegar búa við þrönga kosti. Á sama tíma sitja íslensk samfélög uppi með mengaða firði og ónýtt lífríki. SFS krefst þess að gróðinn megi fara út – en vill að áhættan sitji eftir heima. SFS talar um að verja störf og verðmætasköpun, en í raun berjast samtökin fyrir mengandi laxeldi í opnum sjókvíum – að norskri fyrirmynd – þar sem verðmætin mega fara úr landi, svo lengi sem arðurinn skili sér til fyrirtækjanna. Þetta kallast á góðri íslensku: Tvískinnungur og yfirvarp. Það er ekkert þjóðhagslegt vit í því að fórna íslenskum fjörðum fyrir úrelt, erlend laxeldismódel sem jafnvel Norðmenn sjálfir eru að endurskoða. Ef við höfum ekki efni á norsku leiðinni – þá eigum við alls ekki að leyfa opið sjokviaeldi í íslenskum fjörðum. Og við eigum að hætta að hlusta á bullið frá þeim sem þéna mest á því að blekkja. Höfundur er lögfræðingur og stjórnarmaður IWF.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun