Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. maí 2025 20:04 Stefán Kormákur, sem er 6 ára og tilvonandi sauðfjárbóndi með fallegt lamb. Það skemmtilegasta, sem hann gerir er að stússast í fjárhúsinu með foreldrum sínum þegar sauðburður stendur yfir enda ætlar hann að verða sauðfjárbóndi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er í mörgu að snúast hjá sauðfjárbændum þessa dagana því nú stendur sauðburður yfir í fjárhúsum landsins. Tveir svartir hrútar komu í heiminn þegar fréttamaður heimsótti fjárbú á Rangárvöllum. Bærinn Ártún er á Rangárvöllum mitt á milli Hellu og Hvolsvallar en þar stendur sauðburður, sem hæst yfir og hefur gengið mjög vel til þessa. „Maður lifir fyrir þetta, maður lifir fyrir þennan tíma. Það skemmtilegasta er að sjá lömbin fæðast og komast á legg. Þetta er heilmikil vinna og viðvera en engin erfiðisvinna alltaf, meiri viðvera“, segir Rögnvaldur Stefánsson, sauðfjárbóndi í Ártúni en hann er sjálfur frá bænum Leifsstöðum í Öxarfirði. Hvernig finnst þér að vera að vinna í sauðburði? „Það er ekkert skemmtilegra en að vera í fjárhúsinu allan daginn og sjá falleg lömb fæðast og svo náttúrulega þegar vel gengur þá er allt gaman,“ segir Sigríður Linda Hyström sauðfjárbóndi í Ártúni og unnusta Rögnvaldar. En hvernig lýsa bændur þessum árstíma í sveitinni? „Bara frábært, ég myndi ekki vilja vera án þess., aldrei,“ segir Halla Bjarnadóttir, sauðfjárbóndi í Ártúni og mamma Sigríðar Lindu. Og hérna er ungt fólk að taka við þessu öllu saman hjá ykkur, dóttir þín og maður hennar, er það ekki? „Jú, jú, sem er bara mjög skemmtilegt og framtíðin er bara björt,“ segir Halla. Fjölskyldan í Ártúni, sem er með sauðfjárbúskapinn saman en það er Halla, Rögnvaldur, Sigríður Linda og bræðurnir Stefán Kormákur og Rúnar Kristófer, sem eru synir Rögnvaldar og Sigríðar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og tilvonandi sauðfjárbóndi í fjölskyldunni, sem er aðeins sex ára gamall og heitir Stefán Kormákur er meira og minna allan daginn út í fjárhúsi þegar sauðburður stendur yfir. Hann segist vera harðákveðin í að vera bóndi en hann er þó ekki viss hvað kindurnar verði margar á búinu. Og hér er Stefán Kormákur með bróður sínum, Rúnari Kristófer, sem heldur á fallegu lambi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hvað haldið þið, ein kindin bar á meðan fréttamaður var í heimsókn og að sjálfsögðu hjálpaði Stefán Kormákur pabba sínum að sækja lömbin en það voru tveir myndarlegir svartir hrútar. Allt gekk vel. Svörtu hrútarnir, sem komu í heiminn á meðan fréttamaður var á staðnum. Að sjálfsögðu fengu þeir ljósmynd af sér með mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Sauðfé Landbúnaður Krakkar Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Bærinn Ártún er á Rangárvöllum mitt á milli Hellu og Hvolsvallar en þar stendur sauðburður, sem hæst yfir og hefur gengið mjög vel til þessa. „Maður lifir fyrir þetta, maður lifir fyrir þennan tíma. Það skemmtilegasta er að sjá lömbin fæðast og komast á legg. Þetta er heilmikil vinna og viðvera en engin erfiðisvinna alltaf, meiri viðvera“, segir Rögnvaldur Stefánsson, sauðfjárbóndi í Ártúni en hann er sjálfur frá bænum Leifsstöðum í Öxarfirði. Hvernig finnst þér að vera að vinna í sauðburði? „Það er ekkert skemmtilegra en að vera í fjárhúsinu allan daginn og sjá falleg lömb fæðast og svo náttúrulega þegar vel gengur þá er allt gaman,“ segir Sigríður Linda Hyström sauðfjárbóndi í Ártúni og unnusta Rögnvaldar. En hvernig lýsa bændur þessum árstíma í sveitinni? „Bara frábært, ég myndi ekki vilja vera án þess., aldrei,“ segir Halla Bjarnadóttir, sauðfjárbóndi í Ártúni og mamma Sigríðar Lindu. Og hérna er ungt fólk að taka við þessu öllu saman hjá ykkur, dóttir þín og maður hennar, er það ekki? „Jú, jú, sem er bara mjög skemmtilegt og framtíðin er bara björt,“ segir Halla. Fjölskyldan í Ártúni, sem er með sauðfjárbúskapinn saman en það er Halla, Rögnvaldur, Sigríður Linda og bræðurnir Stefán Kormákur og Rúnar Kristófer, sem eru synir Rögnvaldar og Sigríðar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og tilvonandi sauðfjárbóndi í fjölskyldunni, sem er aðeins sex ára gamall og heitir Stefán Kormákur er meira og minna allan daginn út í fjárhúsi þegar sauðburður stendur yfir. Hann segist vera harðákveðin í að vera bóndi en hann er þó ekki viss hvað kindurnar verði margar á búinu. Og hér er Stefán Kormákur með bróður sínum, Rúnari Kristófer, sem heldur á fallegu lambi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hvað haldið þið, ein kindin bar á meðan fréttamaður var í heimsókn og að sjálfsögðu hjálpaði Stefán Kormákur pabba sínum að sækja lömbin en það voru tveir myndarlegir svartir hrútar. Allt gekk vel. Svörtu hrútarnir, sem komu í heiminn á meðan fréttamaður var á staðnum. Að sjálfsögðu fengu þeir ljósmynd af sér með mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Sauðfé Landbúnaður Krakkar Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira