„Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. maí 2025 12:18 Grímur Grímsson þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi lögreglumaður segir sér hafa brugðið við fréttirnar. Vísir/Vilhelm Grímur Grímsson alþingismaður og fyrrverandi lögreglumaður segir umfjöllun Kveiks um njósnir starfandi lögreglumanns að undirlagi Björgólfs Thors hafa verið sér mikil vonbrigði. Hann segir þáttinn hafa verið erfiðan að horfa á. Hann var ásamt Margréti Valdimarsdóttur afbrotafræðingi til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann segist ekki hafa haft trú á að mál sem þessi kæmu upp hjá lögreglunni en hann á að baki langan starfsferil hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, áður en hann tók sæti fyrir Viðreisn á Alþingi starfaði hann sem yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar. „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni,“ segir hann. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur tekur undir með Grími. „Þetta er svo vandræðalegt að það gleymist hvað þetta er alvarlegt,“ segir hún. Aðgangur að LÖKE skilyrtur störfum lögreglunnar Hún segir það ekki koma sér á óvart að auðmaður noti umfangsmikil auðæfi sín til að hafa áhrif á dómsmál gegn sér og að lögreglumenn, eins og aðrar stéttir, hafi alveg jafnríka tilhneigingu til fégræðgis. Grímur segir það alvarlegt að lögreglumaður hafi notað aðgang sinn að gagnagrunni lögreglunnar, í daglegu tali kölluðum LÖKE, í annarlegum tilgangi. Hann segir allt sem fram fari í gagnagrunninum skráð og því að auðvelt ætti að vera að komast að því sem fór fram í tilfelli Lúðvík Kristinssonar, sem tók að sér verkefni gegn greiðslu fyrir njósnafyrirtæki Jóns Óttars Ólafssonar. Sjá einnig: Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins „Þetta eru mjög viðkvæmar upplýsingar sem við höfum engar heimildir til þess að nota með neinum öðrum hætti en þeim sem varðar störf lögreglunnar,“ segir hann. Hann segir lögreglumenn skrifa undir plögg þar sem er áskilið að kerfið, LÖKE, sé umgengið með tilteknum hætti og alls ekki í persónulegum tilgangi, hvað þá í fjárhagslegu skyni. Eftirlit með eftirliti Margrét segir mikilvægt að sjálfstætt og óháð eftirlit sé með eftirliti lögreglunnar á borgurum. Lögreglumenn séu jafnfégráðugir og við hin. „Í mínum huga þarf allt regluverk að taka mið af því að þessi möguleiki er fyrir hendi,“ segir hún. „Þrátt fyrir að meginþorri starfsmanna stofnunar vinni þar af heilindum og vinni gott starf þá myndast oft svona menning innan stofnana sem þarf að skoða og hefur verið lýst mjög skýrt í rannsóknum á lögreglumenningu í öðrum löndum. Þar sem tilgangurinn fer að helga meðalið, reglur fara að verða viðmið frekar en eitthvað sem er farið eftir,“ segir Margrét. Freistingin fyrir hendi Grímur segir það mögulega til marks um að hann sé næfur en hann trúir því ekki að teljandi tilfelli séu af því að lögreglumenn beiti heimildum sínum til eftirlits með borgurum á annasaman hátt. „Ég trúi ekki að það séu starfsmenn hjá lögreglu hvorki fyrrverandi eða aðrir í einhverju magni í ólögmætum aðgerðum,“ segir hann. En eins og Margrét bendir á. „Ef peningar eru í boði og það er hægt að selja hvað sem er þá er freistingin fyrir hendi.“ Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir „Vona að þú sofir vel“ „Vona að þú sofir vel“. Þessi skilaboð bárust Helga Seljan blaðamanni á Messenger Facebook í kjölfar Kveiks-þáttar sem fjallaði um njósnir sem fyrirtækið PPP ehf. stóð fyrir að undirlagi Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis 2012. 2. maí 2025 14:23 Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Fyrrverandi lögreglumenn sem njósnuðu um fólk fyrir hönd Björgólfs Thors Björgólfssonar buðu fyrst þjónustu sína lögmönnum sem undirbjuggu málsókn gegn Björgólfi. Einn lögmannanna segir að aðeins hafi verið rætt um lögmæta gagnaöflun. 2. maí 2025 13:51 Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og eitt viðfang njósna sem hafa verið á allra vörum síðan fjallað var um þær í gærkvöldi, furðar sig á tali ríkissaksóknara um að meint brot kunni að vera fyrnd. 30. apríl 2025 21:41 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sjá meira
Hann var ásamt Margréti Valdimarsdóttur afbrotafræðingi til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann segist ekki hafa haft trú á að mál sem þessi kæmu upp hjá lögreglunni en hann á að baki langan starfsferil hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, áður en hann tók sæti fyrir Viðreisn á Alþingi starfaði hann sem yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar. „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni,“ segir hann. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur tekur undir með Grími. „Þetta er svo vandræðalegt að það gleymist hvað þetta er alvarlegt,“ segir hún. Aðgangur að LÖKE skilyrtur störfum lögreglunnar Hún segir það ekki koma sér á óvart að auðmaður noti umfangsmikil auðæfi sín til að hafa áhrif á dómsmál gegn sér og að lögreglumenn, eins og aðrar stéttir, hafi alveg jafnríka tilhneigingu til fégræðgis. Grímur segir það alvarlegt að lögreglumaður hafi notað aðgang sinn að gagnagrunni lögreglunnar, í daglegu tali kölluðum LÖKE, í annarlegum tilgangi. Hann segir allt sem fram fari í gagnagrunninum skráð og því að auðvelt ætti að vera að komast að því sem fór fram í tilfelli Lúðvík Kristinssonar, sem tók að sér verkefni gegn greiðslu fyrir njósnafyrirtæki Jóns Óttars Ólafssonar. Sjá einnig: Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins „Þetta eru mjög viðkvæmar upplýsingar sem við höfum engar heimildir til þess að nota með neinum öðrum hætti en þeim sem varðar störf lögreglunnar,“ segir hann. Hann segir lögreglumenn skrifa undir plögg þar sem er áskilið að kerfið, LÖKE, sé umgengið með tilteknum hætti og alls ekki í persónulegum tilgangi, hvað þá í fjárhagslegu skyni. Eftirlit með eftirliti Margrét segir mikilvægt að sjálfstætt og óháð eftirlit sé með eftirliti lögreglunnar á borgurum. Lögreglumenn séu jafnfégráðugir og við hin. „Í mínum huga þarf allt regluverk að taka mið af því að þessi möguleiki er fyrir hendi,“ segir hún. „Þrátt fyrir að meginþorri starfsmanna stofnunar vinni þar af heilindum og vinni gott starf þá myndast oft svona menning innan stofnana sem þarf að skoða og hefur verið lýst mjög skýrt í rannsóknum á lögreglumenningu í öðrum löndum. Þar sem tilgangurinn fer að helga meðalið, reglur fara að verða viðmið frekar en eitthvað sem er farið eftir,“ segir Margrét. Freistingin fyrir hendi Grímur segir það mögulega til marks um að hann sé næfur en hann trúir því ekki að teljandi tilfelli séu af því að lögreglumenn beiti heimildum sínum til eftirlits með borgurum á annasaman hátt. „Ég trúi ekki að það séu starfsmenn hjá lögreglu hvorki fyrrverandi eða aðrir í einhverju magni í ólögmætum aðgerðum,“ segir hann. En eins og Margrét bendir á. „Ef peningar eru í boði og það er hægt að selja hvað sem er þá er freistingin fyrir hendi.“
Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir „Vona að þú sofir vel“ „Vona að þú sofir vel“. Þessi skilaboð bárust Helga Seljan blaðamanni á Messenger Facebook í kjölfar Kveiks-þáttar sem fjallaði um njósnir sem fyrirtækið PPP ehf. stóð fyrir að undirlagi Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis 2012. 2. maí 2025 14:23 Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Fyrrverandi lögreglumenn sem njósnuðu um fólk fyrir hönd Björgólfs Thors Björgólfssonar buðu fyrst þjónustu sína lögmönnum sem undirbjuggu málsókn gegn Björgólfi. Einn lögmannanna segir að aðeins hafi verið rætt um lögmæta gagnaöflun. 2. maí 2025 13:51 Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og eitt viðfang njósna sem hafa verið á allra vörum síðan fjallað var um þær í gærkvöldi, furðar sig á tali ríkissaksóknara um að meint brot kunni að vera fyrnd. 30. apríl 2025 21:41 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sjá meira
„Vona að þú sofir vel“ „Vona að þú sofir vel“. Þessi skilaboð bárust Helga Seljan blaðamanni á Messenger Facebook í kjölfar Kveiks-þáttar sem fjallaði um njósnir sem fyrirtækið PPP ehf. stóð fyrir að undirlagi Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis 2012. 2. maí 2025 14:23
Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Fyrrverandi lögreglumenn sem njósnuðu um fólk fyrir hönd Björgólfs Thors Björgólfssonar buðu fyrst þjónustu sína lögmönnum sem undirbjuggu málsókn gegn Björgólfi. Einn lögmannanna segir að aðeins hafi verið rætt um lögmæta gagnaöflun. 2. maí 2025 13:51
Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og eitt viðfang njósna sem hafa verið á allra vörum síðan fjallað var um þær í gærkvöldi, furðar sig á tali ríkissaksóknara um að meint brot kunni að vera fyrnd. 30. apríl 2025 21:41
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent