„Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. maí 2025 12:18 Grímur Grímsson þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi lögreglumaður segir sér hafa brugðið við fréttirnar. Vísir/Vilhelm Grímur Grímsson alþingismaður og fyrrverandi lögreglumaður segir umfjöllun Kveiks um njósnir starfandi lögreglumanns að undirlagi Björgólfs Thors hafa verið sér mikil vonbrigði. Hann segir þáttinn hafa verið erfiðan að horfa á. Hann var ásamt Margréti Valdimarsdóttur afbrotafræðingi til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann segist ekki hafa haft trú á að mál sem þessi kæmu upp hjá lögreglunni en hann á að baki langan starfsferil hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, áður en hann tók sæti fyrir Viðreisn á Alþingi starfaði hann sem yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar. „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni,“ segir hann. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur tekur undir með Grími. „Þetta er svo vandræðalegt að það gleymist hvað þetta er alvarlegt,“ segir hún. Aðgangur að LÖKE skilyrtur störfum lögreglunnar Hún segir það ekki koma sér á óvart að auðmaður noti umfangsmikil auðæfi sín til að hafa áhrif á dómsmál gegn sér og að lögreglumenn, eins og aðrar stéttir, hafi alveg jafnríka tilhneigingu til fégræðgis. Grímur segir það alvarlegt að lögreglumaður hafi notað aðgang sinn að gagnagrunni lögreglunnar, í daglegu tali kölluðum LÖKE, í annarlegum tilgangi. Hann segir allt sem fram fari í gagnagrunninum skráð og því að auðvelt ætti að vera að komast að því sem fór fram í tilfelli Lúðvík Kristinssonar, sem tók að sér verkefni gegn greiðslu fyrir njósnafyrirtæki Jóns Óttars Ólafssonar. Sjá einnig: Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins „Þetta eru mjög viðkvæmar upplýsingar sem við höfum engar heimildir til þess að nota með neinum öðrum hætti en þeim sem varðar störf lögreglunnar,“ segir hann. Hann segir lögreglumenn skrifa undir plögg þar sem er áskilið að kerfið, LÖKE, sé umgengið með tilteknum hætti og alls ekki í persónulegum tilgangi, hvað þá í fjárhagslegu skyni. Eftirlit með eftirliti Margrét segir mikilvægt að sjálfstætt og óháð eftirlit sé með eftirliti lögreglunnar á borgurum. Lögreglumenn séu jafnfégráðugir og við hin. „Í mínum huga þarf allt regluverk að taka mið af því að þessi möguleiki er fyrir hendi,“ segir hún. „Þrátt fyrir að meginþorri starfsmanna stofnunar vinni þar af heilindum og vinni gott starf þá myndast oft svona menning innan stofnana sem þarf að skoða og hefur verið lýst mjög skýrt í rannsóknum á lögreglumenningu í öðrum löndum. Þar sem tilgangurinn fer að helga meðalið, reglur fara að verða viðmið frekar en eitthvað sem er farið eftir,“ segir Margrét. Freistingin fyrir hendi Grímur segir það mögulega til marks um að hann sé næfur en hann trúir því ekki að teljandi tilfelli séu af því að lögreglumenn beiti heimildum sínum til eftirlits með borgurum á annasaman hátt. „Ég trúi ekki að það séu starfsmenn hjá lögreglu hvorki fyrrverandi eða aðrir í einhverju magni í ólögmætum aðgerðum,“ segir hann. En eins og Margrét bendir á. „Ef peningar eru í boði og það er hægt að selja hvað sem er þá er freistingin fyrir hendi.“ Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir „Vona að þú sofir vel“ „Vona að þú sofir vel“. Þessi skilaboð bárust Helga Seljan blaðamanni á Messenger Facebook í kjölfar Kveiks-þáttar sem fjallaði um njósnir sem fyrirtækið PPP ehf. stóð fyrir að undirlagi Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis 2012. 2. maí 2025 14:23 Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Fyrrverandi lögreglumenn sem njósnuðu um fólk fyrir hönd Björgólfs Thors Björgólfssonar buðu fyrst þjónustu sína lögmönnum sem undirbjuggu málsókn gegn Björgólfi. Einn lögmannanna segir að aðeins hafi verið rætt um lögmæta gagnaöflun. 2. maí 2025 13:51 Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og eitt viðfang njósna sem hafa verið á allra vörum síðan fjallað var um þær í gærkvöldi, furðar sig á tali ríkissaksóknara um að meint brot kunni að vera fyrnd. 30. apríl 2025 21:41 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Hann var ásamt Margréti Valdimarsdóttur afbrotafræðingi til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann segist ekki hafa haft trú á að mál sem þessi kæmu upp hjá lögreglunni en hann á að baki langan starfsferil hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, áður en hann tók sæti fyrir Viðreisn á Alþingi starfaði hann sem yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar. „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni,“ segir hann. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur tekur undir með Grími. „Þetta er svo vandræðalegt að það gleymist hvað þetta er alvarlegt,“ segir hún. Aðgangur að LÖKE skilyrtur störfum lögreglunnar Hún segir það ekki koma sér á óvart að auðmaður noti umfangsmikil auðæfi sín til að hafa áhrif á dómsmál gegn sér og að lögreglumenn, eins og aðrar stéttir, hafi alveg jafnríka tilhneigingu til fégræðgis. Grímur segir það alvarlegt að lögreglumaður hafi notað aðgang sinn að gagnagrunni lögreglunnar, í daglegu tali kölluðum LÖKE, í annarlegum tilgangi. Hann segir allt sem fram fari í gagnagrunninum skráð og því að auðvelt ætti að vera að komast að því sem fór fram í tilfelli Lúðvík Kristinssonar, sem tók að sér verkefni gegn greiðslu fyrir njósnafyrirtæki Jóns Óttars Ólafssonar. Sjá einnig: Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins „Þetta eru mjög viðkvæmar upplýsingar sem við höfum engar heimildir til þess að nota með neinum öðrum hætti en þeim sem varðar störf lögreglunnar,“ segir hann. Hann segir lögreglumenn skrifa undir plögg þar sem er áskilið að kerfið, LÖKE, sé umgengið með tilteknum hætti og alls ekki í persónulegum tilgangi, hvað þá í fjárhagslegu skyni. Eftirlit með eftirliti Margrét segir mikilvægt að sjálfstætt og óháð eftirlit sé með eftirliti lögreglunnar á borgurum. Lögreglumenn séu jafnfégráðugir og við hin. „Í mínum huga þarf allt regluverk að taka mið af því að þessi möguleiki er fyrir hendi,“ segir hún. „Þrátt fyrir að meginþorri starfsmanna stofnunar vinni þar af heilindum og vinni gott starf þá myndast oft svona menning innan stofnana sem þarf að skoða og hefur verið lýst mjög skýrt í rannsóknum á lögreglumenningu í öðrum löndum. Þar sem tilgangurinn fer að helga meðalið, reglur fara að verða viðmið frekar en eitthvað sem er farið eftir,“ segir Margrét. Freistingin fyrir hendi Grímur segir það mögulega til marks um að hann sé næfur en hann trúir því ekki að teljandi tilfelli séu af því að lögreglumenn beiti heimildum sínum til eftirlits með borgurum á annasaman hátt. „Ég trúi ekki að það séu starfsmenn hjá lögreglu hvorki fyrrverandi eða aðrir í einhverju magni í ólögmætum aðgerðum,“ segir hann. En eins og Margrét bendir á. „Ef peningar eru í boði og það er hægt að selja hvað sem er þá er freistingin fyrir hendi.“
Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir „Vona að þú sofir vel“ „Vona að þú sofir vel“. Þessi skilaboð bárust Helga Seljan blaðamanni á Messenger Facebook í kjölfar Kveiks-þáttar sem fjallaði um njósnir sem fyrirtækið PPP ehf. stóð fyrir að undirlagi Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis 2012. 2. maí 2025 14:23 Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Fyrrverandi lögreglumenn sem njósnuðu um fólk fyrir hönd Björgólfs Thors Björgólfssonar buðu fyrst þjónustu sína lögmönnum sem undirbjuggu málsókn gegn Björgólfi. Einn lögmannanna segir að aðeins hafi verið rætt um lögmæta gagnaöflun. 2. maí 2025 13:51 Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og eitt viðfang njósna sem hafa verið á allra vörum síðan fjallað var um þær í gærkvöldi, furðar sig á tali ríkissaksóknara um að meint brot kunni að vera fyrnd. 30. apríl 2025 21:41 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
„Vona að þú sofir vel“ „Vona að þú sofir vel“. Þessi skilaboð bárust Helga Seljan blaðamanni á Messenger Facebook í kjölfar Kveiks-þáttar sem fjallaði um njósnir sem fyrirtækið PPP ehf. stóð fyrir að undirlagi Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis 2012. 2. maí 2025 14:23
Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Fyrrverandi lögreglumenn sem njósnuðu um fólk fyrir hönd Björgólfs Thors Björgólfssonar buðu fyrst þjónustu sína lögmönnum sem undirbjuggu málsókn gegn Björgólfi. Einn lögmannanna segir að aðeins hafi verið rætt um lögmæta gagnaöflun. 2. maí 2025 13:51
Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og eitt viðfang njósna sem hafa verið á allra vörum síðan fjallað var um þær í gærkvöldi, furðar sig á tali ríkissaksóknara um að meint brot kunni að vera fyrnd. 30. apríl 2025 21:41