Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar 5. maí 2025 08:03 Fyrir níu árum sagði ráðherra í ríkisstjórn Íslands í sjónvarpsviðtali að það væri „augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi“. Þá snerist umræðan um peninga sem höfðu verið geymdir í aflandsfélögum í þekktum skattaskjólum, og rökstuddur grunur var um að hefði verið komið undan svo ekki þyrfti að greiða skatta af þeim í ríkissjóð Íslendinga. Nú, níu árum síðar, er að koma upp enn eitt flækjustigið fyrir þá sem eiga mikinn pening þegar fyrir liggur að þeir eiga mögulega að greiða aðeins meira í ríkissjóð og til samfélagsins sem bjó þá til. Þannig háttar nefnilega að til stendur að leiðrétta veiðigjöld fyrir aðgang að þjóðarauðlind þannig að þeir sem fá að nýta hana fái ekki lengur að ákveða hvað þeir greiði í leigu. Þess í stað munu þeir þurfa að greiða markaðsgjald. Þessi leiðrétting mun skila því að veiðigjöld munu duga fyrir fleiru en bara þjónustu ríkisins við sjávarútveg og áætlað er að hún skili 17,3 milljörðum krónum í ríkissjóð á næsta ári. Það er hækkun upp á 6,1 milljarð króna frá því sem gjaldið myndi skila samkvæmt núgildandi lögum. Skilaboðin sem stórútgerðin hefur sent í gegnum hagsmunagæsluarm sinn og talsmenn í stjórnmálum er að þrátt fyrir að eigið fé geirans sé sennilega komið yfir 500 milljarða króna, að það hafi hækkað um nálægt 200 milljörðum króna á síðustu sjö árum vegna hagnaðar sem var samtals 190 milljarðar króna á árunum 2021 til 2023 eftir fjárfestingu upp á 77 milljarða króna og arðgreiðslur upp á 63 milljarða króna, þá sé ekkert svigrúm til að borga meira. Það sé ekki nóg til. Það er flókið að vera ríkustu Íslendingarnir Nýverið gluggaði ég í sérútgáfu af Frjálsri verslun, tímariti í eigu útgáfufélags Viðskiptablaðsins, sem var gefið út í apríl 2023 og kallaðist „Ríkustu Íslendingarnir“. Það sem vakti athygli mína er hversu margir röðuðu sér í efstu sætin á þessum lista hafi orðið ríkir á sama eða sambærilegan hátt. Höfðu auðgast með því að fá úthlutað kvóta frá ríkinu, kaupa svo meiri kvóta með því að veðsetja þann upprunalega í banka og hægt og rólega byggja upp stórveldi í sjávarútvegi, oft með þeim afleiðingum að kvóti var fluttur úr þorpum og bæjum í krafti stærðarhagkvæmni. Þannig sátu frændurnir Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján V. Vilhelmsson, ásamt fjölskyldum sínum, í sætum 2-3 á lista Frjálsrar verslunar. Auður þeirra, það sem þeir gætu átt eftir ef þeir myndu selja allar eignir sínar og borga upp allar skuldir á sama tíma, var metinn á 110 milljarða króna hvor, eða samtals 220 milljarða króna. Auður Þorsteins Más og Kristjáns á rætur sínar í Samherja, fyrirtækis sem þeir stofnuðu. Einungis einn Íslendingur, Björgólfur Thor Björgólfsson, var talinn hafa átt meiri auð fyrir um tveimur árum, um 300 milljarða króna. Samherja var skipt upp í tvö fyrirtæki árið 2018 og á árunum 2020 til 2022 voru báðir hlutirnir fluttir að mestu til barna Þorsteins Más og Kristjáns með blöndu af fyrirframgreiddum arfi og „sölu“ með lánum frá foreldrunum. Það er bara svo rosalega flókið Í fimmta sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir ríkustu Íslendinganna var Vestmanneyingurinn Guðbjörg Matthíasdóttir og fjölskylda hennar. Auður þeirra var metinn á 80 milljarða króna. Ísfélagið er það sjávarútvegsfyrirtæki sem heldur á þriðja hæsta einstaka kvótanum, með 6,81 prósent hans. Rétt á eftir Guðbjörgu á listanum var Guðmundur Kristjánsson, oftast og nær einvörðungu kenndur við Brim. Hann var sagður eiga auð upp á 75 milljarða króna þarna fyrir rúmum tveimur árum síðan. Guðmundur er enda langstærsti eigandi Brims í gegnum Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem á 44 prósent hlut í Brimi. Hann er auk þess forstjóri fyrirtækisins til viðbótar við að vera stjórnarformaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hagsmunagæsluarms sjávarútvegsins. Útgerðarfélag Reykjavíkur er líka í eigin útgerð og Guðmundur er eini eigandi félagsins. Brim heldur á 10,5 prósent af öllum úthlutuðum kvóta, dótturfélög þess Sólborg og Grunnur og hlutdeildarfélagið Þórsberg halda á 2,09 prósent hans og Útgerðarfélag Reykjavíkur á 2,99 prósent. Flóknara verður það eiginlega ekki Það voru fleiri á listanum yfir ríkustu Íslendinganna sem koma úr útgerð. Í níunda sæti, með auð upp á 50 milljarða króna, voru Björk Aðalsteinsdóttir, dóttir Alla ríka, og eiginmaður hennar, Þorsteinn Kristjánsson. Þau eru aðaleigendur útgerðarfélagsins Eskju á Eskifirði sem Þorsteinn stýrir sem forstjóri og dóttir þeirra veitir stjórnarformennsku en móðurfélag þess hagnaðist um næstum þrjá milljarða króna árið 2023 og gekk vel í fyrra, þannig að það má slá því föstu að auður þessarar fjölskyldu hefur haldið áfram að vaxa síðustu ár. Kaupfélag Skagfirðinga rataði ekki á lista Frjálsrar verslunar, enda sker það sig úr meðal stærstu kvótaeigenda. Það er samvinnufélag í eigu rúmlega 1.300 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, ekki fjölskyldufyrirtæki. Starfsemi þess er að mestu leyti í landbúnaði og sjávarútvegi. Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum. Það var 15,5 milljarðar króna árið 2010. Þegar árinu 2023 lauk var að metið á 58,6 milljarða króna. Stærsta ástæða þess er innreið Kaupfélagsins inn í sjávarútveg, enda er kvóti langverðmætasta bókfærða eign þess. Fisk Seafood, í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, heldur á 5,65 prósent af öllum úthlutuðum aflaheimildum. Fyrirtækið á auk þess 32,9 prósent í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Þá á Vinnslustöðin allt hlutafé í útgerðarfélaginu Huginn í Vestmannaeyjum og næstum allt hlutafé í ÓS ehf. FISK á til viðbótar allt hlutafé í útgerðinni Soffanías Cecilsson. Miðað við að Kaupfélagið skilaði 3,3 milljarða króna hagnaði á árinu 2024, og má ekki greiða út arð, þá má ætla að auður þess hafi nú þegar skriðið vel yfir 60 milljarða króna. Þessar fjórar fjölskyldur og eitt kaupfélag áttu því, samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar og einum ársreikningi, auð upp á að minnsta kosti 483,6 milljarða króna í lok árs 2023. Sá auður hefur mjög sennilega vaxið vel síðan og er auk þess verulega vanmetinn, enda verðmætasta eign allra í þessum hópi kvóti, sem er verulega vanmetinn í bókum útgerða. Ef miðað er við gerð stór viðskipta á síðustu árum þá skeikar þar hundruðum milljarða króna. En er þetta í alvöru svo flókið? Ef leiðrétt veiðigjöld hefðu verið komin í gagnið árið 2023 þá hefðu tíu stærstu greiðendurnir greitt um 80 prósent af aukningunni og næstum 70 prósent allra greiddra veiðigjalda. Fyrirliggjandi frumvarp um leiðréttingu veiðigjalda, sem tekið verður til umræðu á Alþingi í dag, gerir ráð fyrir að sömu tíu fyrirtæki muni greiða 67 prósent allra veiðigjalda eftir að það verður samþykkt. Af þessum tíu stærstu eru átta að mestu í eigu þeirra fjögurra fjölskyldna og eins kaupfélags sem eru til umfjöllunar hér að ofan. Þeirra sem eiga að minnsta kosti 483,6 milljarða króna í samanlögðum auð. Ríkidæmi sem telur um þriðjung af öllum árlegum útgjöldum ríkissjóðs sem notast til að greiða fyrir alla þá þjónustu sem íslenska ríkið veitir næstum 400 þúsund þegnum sínum. Það er enginn vafi að leiðrétting veiðigjalda er að leggjast fyrst og síðast eigendur þessara fyrirtækja. Hún er ekki að leggjast á sveitarfélög í viðkvæmri stöðu, ekki á fólkið sem vinnur í vinnslunni, ekki litlar og meðalstórar útgerðir. Hún er að leggjast á þá allra stærstu, sem hafa hagnast ævintýralega á því að fá að nýta sameiginlega auðlind á síðustu árum og áratugum og á grunni þess keypt sig inn í flesta aðra anga íslensks samfélags. Það eru þeir sem er verið að verja í dæmalausum auglýsingum sem tröllríða ljósvakanum um þessar mundir. Það eru þeir sem stjórnarandstaðan er að verja þegar hún lýsir hönnuðum hliðarveruleika í pontu Alþingis. Það eru þeir sem verið er að verja þegar það er látið í það skína að flókið sé að greiða sanngjarna og réttláta auðlindarentu fyrir nýtingu þjóðarauðlindar. Það flóknasta við að eiga peninga virðist nefnilega vera að því meira sem þú átt af þeim, því erfiðara er að borga réttlátt gjald til samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar og einn eigenda nytjastofna á Íslandsmiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Sjávarútvegur Þórður Snær Júlíusson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Fyrir níu árum sagði ráðherra í ríkisstjórn Íslands í sjónvarpsviðtali að það væri „augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi“. Þá snerist umræðan um peninga sem höfðu verið geymdir í aflandsfélögum í þekktum skattaskjólum, og rökstuddur grunur var um að hefði verið komið undan svo ekki þyrfti að greiða skatta af þeim í ríkissjóð Íslendinga. Nú, níu árum síðar, er að koma upp enn eitt flækjustigið fyrir þá sem eiga mikinn pening þegar fyrir liggur að þeir eiga mögulega að greiða aðeins meira í ríkissjóð og til samfélagsins sem bjó þá til. Þannig háttar nefnilega að til stendur að leiðrétta veiðigjöld fyrir aðgang að þjóðarauðlind þannig að þeir sem fá að nýta hana fái ekki lengur að ákveða hvað þeir greiði í leigu. Þess í stað munu þeir þurfa að greiða markaðsgjald. Þessi leiðrétting mun skila því að veiðigjöld munu duga fyrir fleiru en bara þjónustu ríkisins við sjávarútveg og áætlað er að hún skili 17,3 milljörðum krónum í ríkissjóð á næsta ári. Það er hækkun upp á 6,1 milljarð króna frá því sem gjaldið myndi skila samkvæmt núgildandi lögum. Skilaboðin sem stórútgerðin hefur sent í gegnum hagsmunagæsluarm sinn og talsmenn í stjórnmálum er að þrátt fyrir að eigið fé geirans sé sennilega komið yfir 500 milljarða króna, að það hafi hækkað um nálægt 200 milljörðum króna á síðustu sjö árum vegna hagnaðar sem var samtals 190 milljarðar króna á árunum 2021 til 2023 eftir fjárfestingu upp á 77 milljarða króna og arðgreiðslur upp á 63 milljarða króna, þá sé ekkert svigrúm til að borga meira. Það sé ekki nóg til. Það er flókið að vera ríkustu Íslendingarnir Nýverið gluggaði ég í sérútgáfu af Frjálsri verslun, tímariti í eigu útgáfufélags Viðskiptablaðsins, sem var gefið út í apríl 2023 og kallaðist „Ríkustu Íslendingarnir“. Það sem vakti athygli mína er hversu margir röðuðu sér í efstu sætin á þessum lista hafi orðið ríkir á sama eða sambærilegan hátt. Höfðu auðgast með því að fá úthlutað kvóta frá ríkinu, kaupa svo meiri kvóta með því að veðsetja þann upprunalega í banka og hægt og rólega byggja upp stórveldi í sjávarútvegi, oft með þeim afleiðingum að kvóti var fluttur úr þorpum og bæjum í krafti stærðarhagkvæmni. Þannig sátu frændurnir Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján V. Vilhelmsson, ásamt fjölskyldum sínum, í sætum 2-3 á lista Frjálsrar verslunar. Auður þeirra, það sem þeir gætu átt eftir ef þeir myndu selja allar eignir sínar og borga upp allar skuldir á sama tíma, var metinn á 110 milljarða króna hvor, eða samtals 220 milljarða króna. Auður Þorsteins Más og Kristjáns á rætur sínar í Samherja, fyrirtækis sem þeir stofnuðu. Einungis einn Íslendingur, Björgólfur Thor Björgólfsson, var talinn hafa átt meiri auð fyrir um tveimur árum, um 300 milljarða króna. Samherja var skipt upp í tvö fyrirtæki árið 2018 og á árunum 2020 til 2022 voru báðir hlutirnir fluttir að mestu til barna Þorsteins Más og Kristjáns með blöndu af fyrirframgreiddum arfi og „sölu“ með lánum frá foreldrunum. Það er bara svo rosalega flókið Í fimmta sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir ríkustu Íslendinganna var Vestmanneyingurinn Guðbjörg Matthíasdóttir og fjölskylda hennar. Auður þeirra var metinn á 80 milljarða króna. Ísfélagið er það sjávarútvegsfyrirtæki sem heldur á þriðja hæsta einstaka kvótanum, með 6,81 prósent hans. Rétt á eftir Guðbjörgu á listanum var Guðmundur Kristjánsson, oftast og nær einvörðungu kenndur við Brim. Hann var sagður eiga auð upp á 75 milljarða króna þarna fyrir rúmum tveimur árum síðan. Guðmundur er enda langstærsti eigandi Brims í gegnum Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem á 44 prósent hlut í Brimi. Hann er auk þess forstjóri fyrirtækisins til viðbótar við að vera stjórnarformaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hagsmunagæsluarms sjávarútvegsins. Útgerðarfélag Reykjavíkur er líka í eigin útgerð og Guðmundur er eini eigandi félagsins. Brim heldur á 10,5 prósent af öllum úthlutuðum kvóta, dótturfélög þess Sólborg og Grunnur og hlutdeildarfélagið Þórsberg halda á 2,09 prósent hans og Útgerðarfélag Reykjavíkur á 2,99 prósent. Flóknara verður það eiginlega ekki Það voru fleiri á listanum yfir ríkustu Íslendinganna sem koma úr útgerð. Í níunda sæti, með auð upp á 50 milljarða króna, voru Björk Aðalsteinsdóttir, dóttir Alla ríka, og eiginmaður hennar, Þorsteinn Kristjánsson. Þau eru aðaleigendur útgerðarfélagsins Eskju á Eskifirði sem Þorsteinn stýrir sem forstjóri og dóttir þeirra veitir stjórnarformennsku en móðurfélag þess hagnaðist um næstum þrjá milljarða króna árið 2023 og gekk vel í fyrra, þannig að það má slá því föstu að auður þessarar fjölskyldu hefur haldið áfram að vaxa síðustu ár. Kaupfélag Skagfirðinga rataði ekki á lista Frjálsrar verslunar, enda sker það sig úr meðal stærstu kvótaeigenda. Það er samvinnufélag í eigu rúmlega 1.300 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, ekki fjölskyldufyrirtæki. Starfsemi þess er að mestu leyti í landbúnaði og sjávarútvegi. Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum. Það var 15,5 milljarðar króna árið 2010. Þegar árinu 2023 lauk var að metið á 58,6 milljarða króna. Stærsta ástæða þess er innreið Kaupfélagsins inn í sjávarútveg, enda er kvóti langverðmætasta bókfærða eign þess. Fisk Seafood, í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, heldur á 5,65 prósent af öllum úthlutuðum aflaheimildum. Fyrirtækið á auk þess 32,9 prósent í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Þá á Vinnslustöðin allt hlutafé í útgerðarfélaginu Huginn í Vestmannaeyjum og næstum allt hlutafé í ÓS ehf. FISK á til viðbótar allt hlutafé í útgerðinni Soffanías Cecilsson. Miðað við að Kaupfélagið skilaði 3,3 milljarða króna hagnaði á árinu 2024, og má ekki greiða út arð, þá má ætla að auður þess hafi nú þegar skriðið vel yfir 60 milljarða króna. Þessar fjórar fjölskyldur og eitt kaupfélag áttu því, samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar og einum ársreikningi, auð upp á að minnsta kosti 483,6 milljarða króna í lok árs 2023. Sá auður hefur mjög sennilega vaxið vel síðan og er auk þess verulega vanmetinn, enda verðmætasta eign allra í þessum hópi kvóti, sem er verulega vanmetinn í bókum útgerða. Ef miðað er við gerð stór viðskipta á síðustu árum þá skeikar þar hundruðum milljarða króna. En er þetta í alvöru svo flókið? Ef leiðrétt veiðigjöld hefðu verið komin í gagnið árið 2023 þá hefðu tíu stærstu greiðendurnir greitt um 80 prósent af aukningunni og næstum 70 prósent allra greiddra veiðigjalda. Fyrirliggjandi frumvarp um leiðréttingu veiðigjalda, sem tekið verður til umræðu á Alþingi í dag, gerir ráð fyrir að sömu tíu fyrirtæki muni greiða 67 prósent allra veiðigjalda eftir að það verður samþykkt. Af þessum tíu stærstu eru átta að mestu í eigu þeirra fjögurra fjölskyldna og eins kaupfélags sem eru til umfjöllunar hér að ofan. Þeirra sem eiga að minnsta kosti 483,6 milljarða króna í samanlögðum auð. Ríkidæmi sem telur um þriðjung af öllum árlegum útgjöldum ríkissjóðs sem notast til að greiða fyrir alla þá þjónustu sem íslenska ríkið veitir næstum 400 þúsund þegnum sínum. Það er enginn vafi að leiðrétting veiðigjalda er að leggjast fyrst og síðast eigendur þessara fyrirtækja. Hún er ekki að leggjast á sveitarfélög í viðkvæmri stöðu, ekki á fólkið sem vinnur í vinnslunni, ekki litlar og meðalstórar útgerðir. Hún er að leggjast á þá allra stærstu, sem hafa hagnast ævintýralega á því að fá að nýta sameiginlega auðlind á síðustu árum og áratugum og á grunni þess keypt sig inn í flesta aðra anga íslensks samfélags. Það eru þeir sem er verið að verja í dæmalausum auglýsingum sem tröllríða ljósvakanum um þessar mundir. Það eru þeir sem stjórnarandstaðan er að verja þegar hún lýsir hönnuðum hliðarveruleika í pontu Alþingis. Það eru þeir sem verið er að verja þegar það er látið í það skína að flókið sé að greiða sanngjarna og réttláta auðlindarentu fyrir nýtingu þjóðarauðlindar. Það flóknasta við að eiga peninga virðist nefnilega vera að því meira sem þú átt af þeim, því erfiðara er að borga réttlátt gjald til samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar og einn eigenda nytjastofna á Íslandsmiðum.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun