Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar 5. maí 2025 10:02 Þessi fyrirsögn kemur í hugann þegar ég hugsa um landsfund Landsambands eldri borgara sem haldinn var í Reykjanesbæ þann 29. apríl sl. Þar voru um 170 manns mættir af öllu landinu til að ræða sín mál og leggja grunninn að komandi mánuðum og árum í starfi sambandsins. Krafturinn og samstaðan í hópnum kom svo greinilega fram og er það ekki lítið veganesti fyrir þá stjórn sem nú tekur við taumunum. Til okkar á fundinn komu góðir gestir, m.a. forseti Íslands Halla Tómasdóttir og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Báðar minntu þær okkur sérstaklega á það að við eigum að halda utan um náungan og passa upp á hvert annað þar sem einmanaleiki er vaxandi vandamál í öllum aldurshópum. Við fengum frábæra fyrirlesara á fundinn sem enn og aftur minntu á einmanaleika og félagslega einangrun, sem getur haft alvarlegar afleyðingar. Eins og vera ber voru kjaramálin og húsnæðismálin helstu umræðuefnin. Áherslur okkar í kjaramálum eru þær sömu og hafa verið undanfarin ár þ.e. að hækka grunnlífeyri og minnka munin á milli hans og lægstu taxta. Munurinn í dag er tæplega 105.000 kr. Grunnlífeyrir stendur núna í kr. 347.521 sem getur ómögulega verið eitthvað sem fólk getur lifað af. Skerðingarmörkin voru rædd en þau eru 36.500 kr. vegna lífeyristekna og fjármagnstekna. Hver króna umfram 36.500 kr. skerðist um 45 aura. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkistjórnar er komið inn á mjög margar af þeim kröfum sem LEB hefur verið með svo það virðist sem loksins sé farið að hlusta á okkur. Fyrir liggur frumvarp sem gerir ráð fyrir því að grunnlífeyrir hækki samkvæmt launavísitölu sem er mjög jákvætt en því miður þrátt fyrir þetta þá mun bilið á milli grunnlífeyris og lægsta taxta halda áfram að aukast og þessi munur er óásættanlegur. Ef launavísitala hefði verið í gildi t.d. frá desember 2019 til desember 2024 þá væri grunnlífeyririnn rúmlega 30.000 kr. hærri en hann er í dag. Það er líka gert ráð fyrir því í stjórnarsáttmálanum að skerðingarmörkin hækki úr 36.500 kr. í 60.000 kr. Þetta er vel en þessi aðgerð mun ekki skila meira í vasa lífeyrisþega en 6.555 kr. þegar búið er að reikna skatta og skerðingar.. Mikið var rætt um húsnæðismál eldri borgara á fundinum og ljóst er að þeir sem eru með lægstu tekjurnar eru að borga allt upp í 70-80% af sínum tekjum í húsnæðiskostnað og ljóst að þá er ekki mikið eftir til að lifa á. Það kom mjög skýrt fram á fundinum að það þarf að rétta sérstaklega hlut þeirra verst settu. Málflutningur LEB um að það séu 15.000 manns sem eru með tekjur undir lágmarkslaunum var staðfestur í svari við fyrirspurn frá Ingibjörgu Isaksen til Fjármála-og efnahagsmálaráðherra um hverjar væru tekjur lífeyrisþega m.v. lægstu laun. Í svarinu kemur fram að á árinu 2023 voru lágmarkslaun rúmlega 402.000 kr og fram kemur að 27% karla og 40% kvenna voru með tekjur undir lágmarkslaunum. Er það verjandi fyrir pólítíkina í landinu að svona skuli vera komið fyrir stórum hópi eldri borgara? Landsfundur LEB sagði nei og fól stjórn og kjaranefnd sambandsins að berjast fyrir málefnum eldri borgara með kjafti og klóm með samstilltum stuðningi allra eldri borgara þessa lands. Nýkjörin stjórn mun ekki liggja á liði sínu með að halda stjórnvöldum og öðrum er málið varða vakandi um okkar málefni. Höfundur formaður LEB Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Björn Snæbjörnsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi fyrirsögn kemur í hugann þegar ég hugsa um landsfund Landsambands eldri borgara sem haldinn var í Reykjanesbæ þann 29. apríl sl. Þar voru um 170 manns mættir af öllu landinu til að ræða sín mál og leggja grunninn að komandi mánuðum og árum í starfi sambandsins. Krafturinn og samstaðan í hópnum kom svo greinilega fram og er það ekki lítið veganesti fyrir þá stjórn sem nú tekur við taumunum. Til okkar á fundinn komu góðir gestir, m.a. forseti Íslands Halla Tómasdóttir og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Báðar minntu þær okkur sérstaklega á það að við eigum að halda utan um náungan og passa upp á hvert annað þar sem einmanaleiki er vaxandi vandamál í öllum aldurshópum. Við fengum frábæra fyrirlesara á fundinn sem enn og aftur minntu á einmanaleika og félagslega einangrun, sem getur haft alvarlegar afleyðingar. Eins og vera ber voru kjaramálin og húsnæðismálin helstu umræðuefnin. Áherslur okkar í kjaramálum eru þær sömu og hafa verið undanfarin ár þ.e. að hækka grunnlífeyri og minnka munin á milli hans og lægstu taxta. Munurinn í dag er tæplega 105.000 kr. Grunnlífeyrir stendur núna í kr. 347.521 sem getur ómögulega verið eitthvað sem fólk getur lifað af. Skerðingarmörkin voru rædd en þau eru 36.500 kr. vegna lífeyristekna og fjármagnstekna. Hver króna umfram 36.500 kr. skerðist um 45 aura. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkistjórnar er komið inn á mjög margar af þeim kröfum sem LEB hefur verið með svo það virðist sem loksins sé farið að hlusta á okkur. Fyrir liggur frumvarp sem gerir ráð fyrir því að grunnlífeyrir hækki samkvæmt launavísitölu sem er mjög jákvætt en því miður þrátt fyrir þetta þá mun bilið á milli grunnlífeyris og lægsta taxta halda áfram að aukast og þessi munur er óásættanlegur. Ef launavísitala hefði verið í gildi t.d. frá desember 2019 til desember 2024 þá væri grunnlífeyririnn rúmlega 30.000 kr. hærri en hann er í dag. Það er líka gert ráð fyrir því í stjórnarsáttmálanum að skerðingarmörkin hækki úr 36.500 kr. í 60.000 kr. Þetta er vel en þessi aðgerð mun ekki skila meira í vasa lífeyrisþega en 6.555 kr. þegar búið er að reikna skatta og skerðingar.. Mikið var rætt um húsnæðismál eldri borgara á fundinum og ljóst er að þeir sem eru með lægstu tekjurnar eru að borga allt upp í 70-80% af sínum tekjum í húsnæðiskostnað og ljóst að þá er ekki mikið eftir til að lifa á. Það kom mjög skýrt fram á fundinum að það þarf að rétta sérstaklega hlut þeirra verst settu. Málflutningur LEB um að það séu 15.000 manns sem eru með tekjur undir lágmarkslaunum var staðfestur í svari við fyrirspurn frá Ingibjörgu Isaksen til Fjármála-og efnahagsmálaráðherra um hverjar væru tekjur lífeyrisþega m.v. lægstu laun. Í svarinu kemur fram að á árinu 2023 voru lágmarkslaun rúmlega 402.000 kr og fram kemur að 27% karla og 40% kvenna voru með tekjur undir lágmarkslaunum. Er það verjandi fyrir pólítíkina í landinu að svona skuli vera komið fyrir stórum hópi eldri borgara? Landsfundur LEB sagði nei og fól stjórn og kjaranefnd sambandsins að berjast fyrir málefnum eldri borgara með kjafti og klóm með samstilltum stuðningi allra eldri borgara þessa lands. Nýkjörin stjórn mun ekki liggja á liði sínu með að halda stjórnvöldum og öðrum er málið varða vakandi um okkar málefni. Höfundur formaður LEB
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun