Sendu Houston enn á ný í háttinn Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2025 07:31 Stephen Curry hafði ástæðu til að fagna vel í gærkvöld. Getty/Tim Warner Golden State Warriors slógu Houston Rockets enn á ný út úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar í gærkvöld og varð áttunda og síðasta liðið til að komast áfram í 2. umferð. Einvígi liðanna í vesturdeildinni fór í sjö leiki en Steph Curry og félagar unnu oddaleikinn í gær, 103-89, og átti Curry ríkan þátt í því. Hann skoraði 14 af 22 stigum sínum í lokaleikhlutanum og sendi Houston, sem endaði í 2. sæti vesturdeildarinnar í deildarkeppninni, endanlega í háttinn. Buddy Hield var einnig frábær og setti niður níu þrista og alls 33 stig. Chef Curry was cooking in the fourth quarter 👨🍳He had 14 of Golden State's 33 4Q PTS to lead them right to the West Semis! Steph joins LeBron James as the ONLY players since 1997-98 to record 10+ PTS in the fourth quarter of FOUR Game 7's 🤯 pic.twitter.com/1JdldrZlna— NBA (@NBA) May 5, 2025 Houston hafði unnið tvo síðustu leiki en tókst ekki að verða fjórtánda liðið í sögunni til að vinna einvígi eftir að hafa lent 3-1 undir. Þetta er í fimmta sinn frá árinu 2015 sem að Golden State sendir Houston í sumarfrí. Steph and the Warriors eliminate the Rockets AGAIN.Houston has failed to beat Golden State in the playoffs for the fifth time since 2015 😮 pic.twitter.com/mDliYtv8hB— NBA on ESPN (@ESPNNBA) May 5, 2025 „Við sýndum mikla þrautseigju og það létu allir til sín taka. Það hafa allir verið að tal aum liðið okkar í síðustu leikjum, varðandi okkar framkvæmd, orkustigið og allt það. Við náðum að hundsa það og vissum bara að við hefðum 48 mínútur til að grafa djúpt. Allir lögðu sitt að mörkum. Buddy Hield var ótrúlegur,“ sagði Curry eftir leik. Jimmy Butler, sem kom til Golden State frá Miami Heat í skiptum í febrúar, skoraði 20 stig, tók átta fráköst og átti sjö stoðsendingar. „Við höfum þurft að byggja upp liðsanda og traust, á ferðinni, og ég er himinlifandi með að við skyldum ná svona frammistöðu í sjöunda leik. Þessu verkefni er lokið. Fyrsta skrefið komið,“ sagði Curry. Indiana vann deildarmeistarana Golden State spilar því við Minnesota Timberwolves í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Undanúrslitin austanmegin hófust í gær og unnu þá Indiana Pacers 121-112 sigur á Cleveland Cavaliers. Andrew Nembhart skoraði 23 stig fyrir Indiana og Tyrese Haliburton 22. Þetta var fyrsta tap austurdeildarmeistara Cleveland í úrslitakeppninni því liðið hafði unnið 4-0 í einvígi sínu við Miami Heat í fyrstu umferð. „Við erum alveg klárlega ekki taldir sigurstranglegri en við erum að reyna að eiga við það sem við getum. Þetta gefur okkur sjálfstraust en við vorum að spila við besta liðið í okkar deild. Þeir tapa ekki oft,“ sagði Haliburton eftir sigurinn. NBA Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Einvígi liðanna í vesturdeildinni fór í sjö leiki en Steph Curry og félagar unnu oddaleikinn í gær, 103-89, og átti Curry ríkan þátt í því. Hann skoraði 14 af 22 stigum sínum í lokaleikhlutanum og sendi Houston, sem endaði í 2. sæti vesturdeildarinnar í deildarkeppninni, endanlega í háttinn. Buddy Hield var einnig frábær og setti niður níu þrista og alls 33 stig. Chef Curry was cooking in the fourth quarter 👨🍳He had 14 of Golden State's 33 4Q PTS to lead them right to the West Semis! Steph joins LeBron James as the ONLY players since 1997-98 to record 10+ PTS in the fourth quarter of FOUR Game 7's 🤯 pic.twitter.com/1JdldrZlna— NBA (@NBA) May 5, 2025 Houston hafði unnið tvo síðustu leiki en tókst ekki að verða fjórtánda liðið í sögunni til að vinna einvígi eftir að hafa lent 3-1 undir. Þetta er í fimmta sinn frá árinu 2015 sem að Golden State sendir Houston í sumarfrí. Steph and the Warriors eliminate the Rockets AGAIN.Houston has failed to beat Golden State in the playoffs for the fifth time since 2015 😮 pic.twitter.com/mDliYtv8hB— NBA on ESPN (@ESPNNBA) May 5, 2025 „Við sýndum mikla þrautseigju og það létu allir til sín taka. Það hafa allir verið að tal aum liðið okkar í síðustu leikjum, varðandi okkar framkvæmd, orkustigið og allt það. Við náðum að hundsa það og vissum bara að við hefðum 48 mínútur til að grafa djúpt. Allir lögðu sitt að mörkum. Buddy Hield var ótrúlegur,“ sagði Curry eftir leik. Jimmy Butler, sem kom til Golden State frá Miami Heat í skiptum í febrúar, skoraði 20 stig, tók átta fráköst og átti sjö stoðsendingar. „Við höfum þurft að byggja upp liðsanda og traust, á ferðinni, og ég er himinlifandi með að við skyldum ná svona frammistöðu í sjöunda leik. Þessu verkefni er lokið. Fyrsta skrefið komið,“ sagði Curry. Indiana vann deildarmeistarana Golden State spilar því við Minnesota Timberwolves í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Undanúrslitin austanmegin hófust í gær og unnu þá Indiana Pacers 121-112 sigur á Cleveland Cavaliers. Andrew Nembhart skoraði 23 stig fyrir Indiana og Tyrese Haliburton 22. Þetta var fyrsta tap austurdeildarmeistara Cleveland í úrslitakeppninni því liðið hafði unnið 4-0 í einvígi sínu við Miami Heat í fyrstu umferð. „Við erum alveg klárlega ekki taldir sigurstranglegri en við erum að reyna að eiga við það sem við getum. Þetta gefur okkur sjálfstraust en við vorum að spila við besta liðið í okkar deild. Þeir tapa ekki oft,“ sagði Haliburton eftir sigurinn.
NBA Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira