Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 5. maí 2025 11:33 Ein af grunnstoðum fyrir andlega vellíðan er góður svefn. Því miður glíma fjölmargir við svefnerfiðleika sem lýsa sér í því að þeir eiga erfitt með að festa svefn, vakna á nóttunni eða vakna of snemma að morgni. Orsakir svefnerfiðleika geta verið af ýmsum toga. Hægt er að skipta orsökum svefnerfiðleika í innri og ytri þætti. Það sem flokkast til innri þátta eru þættir eins og kvíði, streita og ýmsar svefnraskanir s.s. kæfisvefn. Ytri þættir eru ung eða óvær börn sem þarf að sinna á nóttunni, mikil neysla kaffis eða áfengis sem og hreyfingarleysi. Til að takast á við svefnvanda er mikilvægt að kortleggja svefnvenjur hvers og eins. Einnig að skoða hversu stór vandinn er og hversu lengi hann hefur varað. Það er ekki óalgengt að fólk fái svefnleysið á heilann og hugsi um það allan daginn hversu lítið þeir hafi sofið síðustu nótt og hvernig þeir ætli að bæta sér upp svefnleysið næstu nótt. Það eru algeng mistök hjá fólki sem glímir við svefnerfiðleika að fara of snemma upp í rúm. Jafnvel áður en það finnur til syfju. Algengar hugsanir í svefnleysi eru hversu skaðlegt svefnleysið geti orðið fyrir heilsuna og hvort við getum hreinlega orðið brjáluð af svefnleysi. Því meiri sem áhyggjurnar af svefnleysi eru því ólíklegra er að okkur takist að laga svefninn. Sumir grípa til þess ráðs að fá lyfseðilsskyld lyf til að takast á við svefnleysi. Í sumum tilfellum getur það verið hjálplegt til að takast á við svefnleysi vegna tímabundins álags eða annarra þátta. Hættan er hins vegar sú að tímabundin notkun breytist í langtímanotkun sem erfitt getur verið að takast á við síðar. Það er hins vegar aldrei of seint að fá aðstoð við að takast á við svefnvanda. Fagfólk eins og sálfræðingar geta aðstoðað við að bæta svefnvenjur sem síðan leiðir til betri svefns. Fyrsta skrefið til að ná betri svefni er að skrá niður svefninn, bæði hversu lengi er sofið og eins hvenær farið er í rúmið á kvöldin og úr því að morgni. Sumir nota úr sem mælir svefn. Hættan er sú að mælingunni sem er ætlað að gefa greinargóðar upplýsingar um svefngæði geti vakið kvíða ef svefninn er ófullnægjandi. Nú fer bjartasti tími ársins í hönd. Mörgum finnst erfitt að festa svefn þegar nóttin er björt og fuglarnir syngja allan sólahringinn. Góð myrkvunartjöld í svefnherbergið sem útiloka birtu og eyrnatappar sem útiloka umhverfishljóð geta verið gott fyrsta skref í átt að betri svefni. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svefn Heilsa Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Ein af grunnstoðum fyrir andlega vellíðan er góður svefn. Því miður glíma fjölmargir við svefnerfiðleika sem lýsa sér í því að þeir eiga erfitt með að festa svefn, vakna á nóttunni eða vakna of snemma að morgni. Orsakir svefnerfiðleika geta verið af ýmsum toga. Hægt er að skipta orsökum svefnerfiðleika í innri og ytri þætti. Það sem flokkast til innri þátta eru þættir eins og kvíði, streita og ýmsar svefnraskanir s.s. kæfisvefn. Ytri þættir eru ung eða óvær börn sem þarf að sinna á nóttunni, mikil neysla kaffis eða áfengis sem og hreyfingarleysi. Til að takast á við svefnvanda er mikilvægt að kortleggja svefnvenjur hvers og eins. Einnig að skoða hversu stór vandinn er og hversu lengi hann hefur varað. Það er ekki óalgengt að fólk fái svefnleysið á heilann og hugsi um það allan daginn hversu lítið þeir hafi sofið síðustu nótt og hvernig þeir ætli að bæta sér upp svefnleysið næstu nótt. Það eru algeng mistök hjá fólki sem glímir við svefnerfiðleika að fara of snemma upp í rúm. Jafnvel áður en það finnur til syfju. Algengar hugsanir í svefnleysi eru hversu skaðlegt svefnleysið geti orðið fyrir heilsuna og hvort við getum hreinlega orðið brjáluð af svefnleysi. Því meiri sem áhyggjurnar af svefnleysi eru því ólíklegra er að okkur takist að laga svefninn. Sumir grípa til þess ráðs að fá lyfseðilsskyld lyf til að takast á við svefnleysi. Í sumum tilfellum getur það verið hjálplegt til að takast á við svefnleysi vegna tímabundins álags eða annarra þátta. Hættan er hins vegar sú að tímabundin notkun breytist í langtímanotkun sem erfitt getur verið að takast á við síðar. Það er hins vegar aldrei of seint að fá aðstoð við að takast á við svefnvanda. Fagfólk eins og sálfræðingar geta aðstoðað við að bæta svefnvenjur sem síðan leiðir til betri svefns. Fyrsta skrefið til að ná betri svefni er að skrá niður svefninn, bæði hversu lengi er sofið og eins hvenær farið er í rúmið á kvöldin og úr því að morgni. Sumir nota úr sem mælir svefn. Hættan er sú að mælingunni sem er ætlað að gefa greinargóðar upplýsingar um svefngæði geti vakið kvíða ef svefninn er ófullnægjandi. Nú fer bjartasti tími ársins í hönd. Mörgum finnst erfitt að festa svefn þegar nóttin er björt og fuglarnir syngja allan sólahringinn. Góð myrkvunartjöld í svefnherbergið sem útiloka birtu og eyrnatappar sem útiloka umhverfishljóð geta verið gott fyrsta skref í átt að betri svefni. Höfundur er sálfræðingur.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun