Ætla að hernema Gasaströndina Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 5. maí 2025 07:58 Ísraelskum skriðdreka ekið á Gasaströndinni. AP/Ariel Schalit Ríkisstjórn Ísrael samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Auka á árásir á svæðið og hafa tugir þúsunda varaliðsmanna verið kallaðir til herþjónustu. Fregnir bárust af því í gær að öryggisráð Ísrael hefði samþykkt að fjölga skuli í herliði Ísraelsmanna og varaliðsmenn hafa verið kallaðir til þjónustu þar sem til stendur að auka enn á hernaðinn á Gasa svæðinu. Tugir þúsunda varaliðsmenn hafa verið kallaðir til herþjónustu vegna þessa. Ríkisstjórn landsins mun svo hafa samþykkt þessa áætlun í morgun, sem felur í sér hernám Gasastrandarinnar og að halda svæðinu um óákveðinn tíma. Öryggismálaráðherrann Ben Gvir sagði í útvarpsviðtali í gær að nauðsynlegt sé að herða sóknina til muna á Gasa. Í sama viðtali krafðist hann þess að herinn myndi gera sprengjuárásir á matarbirgðir íbúa Gasa og á rafstöðvar þeirra einnig. Um tveir mánuðir eru síðan Ísraelar stöðvuðu flutning neyðaraðstoðar inn á Gasaströndina. Þangað berst nú ekki matur, eldsneyti eða lyf, svo eitthvað sé nefnt. Læknar og mannúðarsamtök vara við því að ástandið á svæðinu sé orðið gífurlega alvarlegt. Yfirmaður herafla Ísrael er sagður hafa varað við því að með auknum hernaði á Gasaströndinni gætu Hamas-liðar banað síðustu gíslunum sem þeir halda, eða þá að þeir gætu fallið í árásum Ísraela. Þessi aukni hernaður á að hefjast eftir heimsókn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til svæðisins í næstu viku. Stefna á árásir á Jemen Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela lofar því að herinn muni hefna fyrir eldflaugaárás Húta frá Jemen á helsta flugvöll Ísraels. Hann segir að Íran verði refsað einnig, enda standi yfirvöld þar í landi á bakvið árásirnar. Hútar hafa þegar lýst yfir ábyrgð á árásinni en skotflaug lenti í grennd við flugbraut á Ben Gurion flugvellinum og skildi eftir sig stóran sprengjugíg. Loftvarnarkerfi Ísraela, sem eru meðal þeirra háþróuðustu í heimi, gátu ekki skotið niður skotflaugina. Erfitt er að skjóta niður skotflaugar, sem á ensku kallast „ballistic missiles“ en þær fljúga hátt til himins, upp í gufuhvolfið, og falla sprengjur þeirra svo til jarðar á miklum hraða. Flugumferð stöðvaðist um Ben Gurion völlinn í klukkustund í gær eftir árásina en mörg evrópsk og bandarísk flugfélög aflýstu sínum ferðum til og frá vellinum og ætla ekki að hefja flug á ný næstu daga. Leiðtogar Húta segjast ætla að gera fleiri árásir á ísraelska flugvelli, með því markmiði að loka lofthelgi Ísraels. Beindu þeir orðum sínum til forsvarsmanna alþjóðlegra flugvalla og sögðu að þeir þyrftu að taka þessar árásir í reikninginn þegar flugvélum væri flogið til Ísrael. Hútar hafa reglulega gert árásir á Ísrael frá því hernaður Ísraela á Gasaströndinni hófst í október 2023. Þeir hafa einni ítrekað gert árásir á her- og fraktskip á Rauðahafi og gera Bandaríkjamenn og Bretar nú umfangsmiklar loftárásir á Jemen til að stöðva þær árásir og opna svæðið fyrir skipaflutningum á nýjan leik. Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til fregna af ríkisstjórnarfundi í Ísrael í morgun og samþykkt þess að hernema Gasaströndina. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Jemen Donald Trump Palestína Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Fregnir bárust af því í gær að öryggisráð Ísrael hefði samþykkt að fjölga skuli í herliði Ísraelsmanna og varaliðsmenn hafa verið kallaðir til þjónustu þar sem til stendur að auka enn á hernaðinn á Gasa svæðinu. Tugir þúsunda varaliðsmenn hafa verið kallaðir til herþjónustu vegna þessa. Ríkisstjórn landsins mun svo hafa samþykkt þessa áætlun í morgun, sem felur í sér hernám Gasastrandarinnar og að halda svæðinu um óákveðinn tíma. Öryggismálaráðherrann Ben Gvir sagði í útvarpsviðtali í gær að nauðsynlegt sé að herða sóknina til muna á Gasa. Í sama viðtali krafðist hann þess að herinn myndi gera sprengjuárásir á matarbirgðir íbúa Gasa og á rafstöðvar þeirra einnig. Um tveir mánuðir eru síðan Ísraelar stöðvuðu flutning neyðaraðstoðar inn á Gasaströndina. Þangað berst nú ekki matur, eldsneyti eða lyf, svo eitthvað sé nefnt. Læknar og mannúðarsamtök vara við því að ástandið á svæðinu sé orðið gífurlega alvarlegt. Yfirmaður herafla Ísrael er sagður hafa varað við því að með auknum hernaði á Gasaströndinni gætu Hamas-liðar banað síðustu gíslunum sem þeir halda, eða þá að þeir gætu fallið í árásum Ísraela. Þessi aukni hernaður á að hefjast eftir heimsókn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til svæðisins í næstu viku. Stefna á árásir á Jemen Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela lofar því að herinn muni hefna fyrir eldflaugaárás Húta frá Jemen á helsta flugvöll Ísraels. Hann segir að Íran verði refsað einnig, enda standi yfirvöld þar í landi á bakvið árásirnar. Hútar hafa þegar lýst yfir ábyrgð á árásinni en skotflaug lenti í grennd við flugbraut á Ben Gurion flugvellinum og skildi eftir sig stóran sprengjugíg. Loftvarnarkerfi Ísraela, sem eru meðal þeirra háþróuðustu í heimi, gátu ekki skotið niður skotflaugina. Erfitt er að skjóta niður skotflaugar, sem á ensku kallast „ballistic missiles“ en þær fljúga hátt til himins, upp í gufuhvolfið, og falla sprengjur þeirra svo til jarðar á miklum hraða. Flugumferð stöðvaðist um Ben Gurion völlinn í klukkustund í gær eftir árásina en mörg evrópsk og bandarísk flugfélög aflýstu sínum ferðum til og frá vellinum og ætla ekki að hefja flug á ný næstu daga. Leiðtogar Húta segjast ætla að gera fleiri árásir á ísraelska flugvelli, með því markmiði að loka lofthelgi Ísraels. Beindu þeir orðum sínum til forsvarsmanna alþjóðlegra flugvalla og sögðu að þeir þyrftu að taka þessar árásir í reikninginn þegar flugvélum væri flogið til Ísrael. Hútar hafa reglulega gert árásir á Ísrael frá því hernaður Ísraela á Gasaströndinni hófst í október 2023. Þeir hafa einni ítrekað gert árásir á her- og fraktskip á Rauðahafi og gera Bandaríkjamenn og Bretar nú umfangsmiklar loftárásir á Jemen til að stöðva þær árásir og opna svæðið fyrir skipaflutningum á nýjan leik. Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til fregna af ríkisstjórnarfundi í Ísrael í morgun og samþykkt þess að hernema Gasaströndina.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Jemen Donald Trump Palestína Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira