Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar 5. maí 2025 14:32 Það er engin tilviljun að Svansvottaðar íbúðir eru sífellt algengari á fasteignamarkaði. Neytendur gera meiri kröfur en áður og byggingaraðilar bregðast við með því að huga betur að umhverfi, heilsu og lífsgæðum. En hvað felst í Svansvottun og hvers vegna ættir þú að hafa áhuga á henni sem væntanlegur íbúðareigandi? Svansvottun - Gæðavottun Fyrir hinn almenna kaupenda snýst þetta um meira en umhverfismál, því Svansvottun hefur raunveruleg og mælanleg áhrif á innivistina sem getur haft jákvæð áhrif á upplifun og heilsu í daglegu lífi Nægileg dagsbirta: svo íbúð geti fengið Svansvottun þarf hún að uppfylla kröfur um dagsbirtu sem tryggir það að rýmin njóti hámarksdagsbirtu þegar hún er til staðar. Hreinna inniloft: flestar Svansvottaðar byggingar eru með loftræsikerfi sem tryggir ferskt loft allan sólarhringinn – án þess að þurfi að opna glugga. Minni efnasúpa: efni sem notuð eru í Svansvottuðum byggingum þurfa að vera annaðhvort vottuð af traustum umhverfismerkjum eða standast strangar kröfur um efnainnihald. Það þýðir minni útsetning fyrir skaðlegum efnum fyrir þig og fjölskylduna. Rakaforvarnir og vandað verklag: á framkvæmdartíma er sérstakur rakavarnarfulltrúi sem sér til þess að byggingarefni séu rétt meðhöndluð og tryggja frágang og fyrirbyggja rakaskemmdir. Það er því gríðarlega mikill ávinningur í að fjárfesta í Svansvottuðu húsnæði. Harðar kröfur – Auðvelt val Þau sem velja að kaupa Svansvottað húsnæði eru ekki aðeins að fjárfesta í íbúð, heldur í framtíð – bæði sinni og barnanna sinna. Það er fjárfesting í heilsu, lífsgæðum og gæða húsnæði. Svansmerkið tekur á öllum lífsferli vöru eða þjónustu sem er vottuð og á því að einfalda neytendum valið þegar kemur að kaupum. Í dag eru fjölmargar íbúðir í sölu sem eru annaðhvort þegar Svansvottaðar eða í ferli við að verða það. Að velja slíkt húsnæði er því ekki bara umhverfisvænt – heldur líka skynsamlegt og farsælt val. Snjöll fjárfesting Svansvottað húsnæði er húsnæði sem er hannað fyrir framtíðina, dregur úr rekstrar- og viðhaldskostnaði og býður upp á heilsusamlegt heimili fyrir þig og fjölskylduna. Þetta er ekki bara umhverfisvæn lausn – þetta er snjöll fjárfesting í lífsgæðum. Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Það er engin tilviljun að Svansvottaðar íbúðir eru sífellt algengari á fasteignamarkaði. Neytendur gera meiri kröfur en áður og byggingaraðilar bregðast við með því að huga betur að umhverfi, heilsu og lífsgæðum. En hvað felst í Svansvottun og hvers vegna ættir þú að hafa áhuga á henni sem væntanlegur íbúðareigandi? Svansvottun - Gæðavottun Fyrir hinn almenna kaupenda snýst þetta um meira en umhverfismál, því Svansvottun hefur raunveruleg og mælanleg áhrif á innivistina sem getur haft jákvæð áhrif á upplifun og heilsu í daglegu lífi Nægileg dagsbirta: svo íbúð geti fengið Svansvottun þarf hún að uppfylla kröfur um dagsbirtu sem tryggir það að rýmin njóti hámarksdagsbirtu þegar hún er til staðar. Hreinna inniloft: flestar Svansvottaðar byggingar eru með loftræsikerfi sem tryggir ferskt loft allan sólarhringinn – án þess að þurfi að opna glugga. Minni efnasúpa: efni sem notuð eru í Svansvottuðum byggingum þurfa að vera annaðhvort vottuð af traustum umhverfismerkjum eða standast strangar kröfur um efnainnihald. Það þýðir minni útsetning fyrir skaðlegum efnum fyrir þig og fjölskylduna. Rakaforvarnir og vandað verklag: á framkvæmdartíma er sérstakur rakavarnarfulltrúi sem sér til þess að byggingarefni séu rétt meðhöndluð og tryggja frágang og fyrirbyggja rakaskemmdir. Það er því gríðarlega mikill ávinningur í að fjárfesta í Svansvottuðu húsnæði. Harðar kröfur – Auðvelt val Þau sem velja að kaupa Svansvottað húsnæði eru ekki aðeins að fjárfesta í íbúð, heldur í framtíð – bæði sinni og barnanna sinna. Það er fjárfesting í heilsu, lífsgæðum og gæða húsnæði. Svansmerkið tekur á öllum lífsferli vöru eða þjónustu sem er vottuð og á því að einfalda neytendum valið þegar kemur að kaupum. Í dag eru fjölmargar íbúðir í sölu sem eru annaðhvort þegar Svansvottaðar eða í ferli við að verða það. Að velja slíkt húsnæði er því ekki bara umhverfisvænt – heldur líka skynsamlegt og farsælt val. Snjöll fjárfesting Svansvottað húsnæði er húsnæði sem er hannað fyrir framtíðina, dregur úr rekstrar- og viðhaldskostnaði og býður upp á heilsusamlegt heimili fyrir þig og fjölskylduna. Þetta er ekki bara umhverfisvæn lausn – þetta er snjöll fjárfesting í lífsgæðum. Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar