Það var eins og við manninn mælt hjá Ólafi sem er kvæntur henni Guðrúnu. Hann kíkti í geymslurnar og fann algjöra gimsteina, bæði gömul ljóð og til að toppa allt saman fann hann bónorðið til Guðrúnar fyrir tuttugu árum.
Í klippunni að neðan má sjá hvernig til tókskt á stefnumótunum. Einn makinn var sannfærður um að henni hefði tekist að gera skemmtilegra stefnumót. En var samt þokkalega sátt.
Lokaþátturinn í annarri seríu af Viltu finna milljón er á dagskrá á Stöð 2 í kvöld og þá kemur í ljós hvaða par stendur uppi sem sigurvegari. Skráning í þriðju seríu er handan við hornið.