Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 6. maí 2025 07:46 Nú stendur yfir umræða á Alþingi um breytingu á lögum um veiðigjöld en í þeirri umræðu er mikilvægt að hafa í huga að veiðigjöld eru ekki refsing á útgerðarfyrirtæki. Veiðigjöld eru réttlát greiðsla fyrir afnot af auðlind sem tilheyrir þjóðinni allri. Veiðigjöldin eru hugsuð til að skapa sátt meðal almennings um kvótakerfið sem í eðli sínu takmarkar aðgang landsmanna að sameiginlegri auðlind okkar allra. Við vitum öll að það felast mikil verðmæti í veiðiheimildum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja enda hafa þau skapað gríðarleg verðmæti fyrir fyrirtækin og eigendur þeirra. Veiðigjöldin hafa það hlutverk að tryggja þjóðinni beina og sýnilega hlutdeild í afkomunni og skapa eins konar “win win” stöðu þar sem þjóðin og fyrirtækin njóta góðs af arðbærum veiðum við Íslandsstrendur. Núgildandi lög um veiðigjöld eru gölluð að því leyti að útgerðir sem eiga alla virðiskeðjuna í starfsemi sinni geta sjálfar ákveðið á hvaða verði þær selja vinnslum í eigin eigu fiskinn sem veiddur er. Veiðigjaldið leggst nefnilega einungis á aflann, og skiptin eru þannig að 33 prósent af hagnaði hans fer í veiðigjald en útgerðin heldur eftir 67 prósentum hagnaðarins. Leiðréttingin sem frumvarpið á að innleiða felur einfaldlega í sér að veiðigjaldið verði reiknað af raunverulegu verðmæti aflans en ekki því verði sem fyrirtækin ákveða sjálf í innri viðskiptum innan eigin samstæðu. Leiðréttingin felur ekki í sér að fyrirtækin þurfi að selja aflann á markaði eins og gert er í Noregi, og geta þau því áfram veitt og unnið fiskinn innan sömu samstæðu. Leiðréttingin felur einfaldlega í sér að markmið laganna um að þjóðin fái 33% hlutdeild af hagnaði aflans séu uppfyllt. Það þarf ekki að dvelja lengi í heitu pottum landsins eða við kaffivélarnar á vinnustöðum til að komast að þeirri niðurstöðu að þjóðin telur sig ekki vera að fá þá réttlátu hlutdeild sem henni ber. Sú afstaða kemur líka mjög skýrt fram í könnunum sem gerðar hafa verið en á síðustu árum hafa kannanir sýnt yfirgnæfandi stuðning þjóðarinnar við að útgerðarfyrirtækin greiði veiðigjald af raunverulegu markaðsverði aflans. Nýjustu kannanir sýna að sú skoðun nær þvert á kjördæmi og stuðningsmenn allra flokka á Alþingi. Sú leiðrétting sem ríkisstjórnin leggur til á Alþingi er lögð fram af stjórn flokka sem allir boðuðu breytingar á þessari gjaldtöku fyrir kosningar, hlutu yfirgnæfandi stuðning kjósenda til að hrinda þeim breytingum í framkvæmd, boðuðu það í stjórnarsáttmála og eru nú að standa við stóru orðin. Það er mikilvægt að samstaða er meðal þjóðarinnar í þessari vegferð. Við finnum það þegar við ferðumst um kjördæmin og við finnum það á spjalli við kjósendur hvert sem við förum. Það er löngu tímabært að finna sáttarflöt á því samfélagsmeini sem deilur um skiptingu á arðinum sem hlýst af nýtingu þjóðarauðlindar eru. Það er ábyrgðarhluti fyrir stjórnmálamenn sem starfa í þágu almennings að takast á við þá áskorun. Ég skora á fulltrúa allra flokka á Alþingi að koma með ríkisstjórninni í þá vegferð að skapa aukna sátt um sjávarútveginn á Íslandi. Með þessari leiðréttingu verður til réttlátt veiðigjald sem byggir á skynsemi, nýtur stuðnings þjóðarinnar og tryggir að arðurinn af sameiginlegri auðlind renni með sanngjörnum hætti til samfélagsins í heild. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir umræða á Alþingi um breytingu á lögum um veiðigjöld en í þeirri umræðu er mikilvægt að hafa í huga að veiðigjöld eru ekki refsing á útgerðarfyrirtæki. Veiðigjöld eru réttlát greiðsla fyrir afnot af auðlind sem tilheyrir þjóðinni allri. Veiðigjöldin eru hugsuð til að skapa sátt meðal almennings um kvótakerfið sem í eðli sínu takmarkar aðgang landsmanna að sameiginlegri auðlind okkar allra. Við vitum öll að það felast mikil verðmæti í veiðiheimildum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja enda hafa þau skapað gríðarleg verðmæti fyrir fyrirtækin og eigendur þeirra. Veiðigjöldin hafa það hlutverk að tryggja þjóðinni beina og sýnilega hlutdeild í afkomunni og skapa eins konar “win win” stöðu þar sem þjóðin og fyrirtækin njóta góðs af arðbærum veiðum við Íslandsstrendur. Núgildandi lög um veiðigjöld eru gölluð að því leyti að útgerðir sem eiga alla virðiskeðjuna í starfsemi sinni geta sjálfar ákveðið á hvaða verði þær selja vinnslum í eigin eigu fiskinn sem veiddur er. Veiðigjaldið leggst nefnilega einungis á aflann, og skiptin eru þannig að 33 prósent af hagnaði hans fer í veiðigjald en útgerðin heldur eftir 67 prósentum hagnaðarins. Leiðréttingin sem frumvarpið á að innleiða felur einfaldlega í sér að veiðigjaldið verði reiknað af raunverulegu verðmæti aflans en ekki því verði sem fyrirtækin ákveða sjálf í innri viðskiptum innan eigin samstæðu. Leiðréttingin felur ekki í sér að fyrirtækin þurfi að selja aflann á markaði eins og gert er í Noregi, og geta þau því áfram veitt og unnið fiskinn innan sömu samstæðu. Leiðréttingin felur einfaldlega í sér að markmið laganna um að þjóðin fái 33% hlutdeild af hagnaði aflans séu uppfyllt. Það þarf ekki að dvelja lengi í heitu pottum landsins eða við kaffivélarnar á vinnustöðum til að komast að þeirri niðurstöðu að þjóðin telur sig ekki vera að fá þá réttlátu hlutdeild sem henni ber. Sú afstaða kemur líka mjög skýrt fram í könnunum sem gerðar hafa verið en á síðustu árum hafa kannanir sýnt yfirgnæfandi stuðning þjóðarinnar við að útgerðarfyrirtækin greiði veiðigjald af raunverulegu markaðsverði aflans. Nýjustu kannanir sýna að sú skoðun nær þvert á kjördæmi og stuðningsmenn allra flokka á Alþingi. Sú leiðrétting sem ríkisstjórnin leggur til á Alþingi er lögð fram af stjórn flokka sem allir boðuðu breytingar á þessari gjaldtöku fyrir kosningar, hlutu yfirgnæfandi stuðning kjósenda til að hrinda þeim breytingum í framkvæmd, boðuðu það í stjórnarsáttmála og eru nú að standa við stóru orðin. Það er mikilvægt að samstaða er meðal þjóðarinnar í þessari vegferð. Við finnum það þegar við ferðumst um kjördæmin og við finnum það á spjalli við kjósendur hvert sem við förum. Það er löngu tímabært að finna sáttarflöt á því samfélagsmeini sem deilur um skiptingu á arðinum sem hlýst af nýtingu þjóðarauðlindar eru. Það er ábyrgðarhluti fyrir stjórnmálamenn sem starfa í þágu almennings að takast á við þá áskorun. Ég skora á fulltrúa allra flokka á Alþingi að koma með ríkisstjórninni í þá vegferð að skapa aukna sátt um sjávarútveginn á Íslandi. Með þessari leiðréttingu verður til réttlátt veiðigjald sem byggir á skynsemi, nýtur stuðnings þjóðarinnar og tryggir að arðurinn af sameiginlegri auðlind renni með sanngjörnum hætti til samfélagsins í heild. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun